Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Page 26

Fréttatíminn - 15.03.2013, Page 26
Diamond Gloss Sjampó og hárnæring Inniheldur demants­ agnir sem gefa mikinn gljáa og fljótandi keratín sem gerir hárið létt og mjúkt. M ér finnst erfitt að átta á mig hvar þetta byrjar. Ég var aldrei alveg ánægð með mig og þegar ég var unglingur þá voru allar vinkonur mínar smá- vaxnar og grannar. En líkaminn minn er ekki þannig, ég var, svona miðað við þær, stórbein- ótt og ég fann fyrir pressu um að allir ættu að vera mjóir. Ég hélt að ég yrði hamingjusam- ari aðeins grennri, það eru skilaboðin sem send eru frá samfélaginu,“ segir Júlía Margrét Einarsdóttir, meistarnemi í ritlist. Júlía, líkt og þúsundir annarra Íslendinga, hefur háð baráttu við illvígan sjúkdóm átröskunar. Átröskun er samspil líkamlegra, sálrænna og félagslegra þátta sem hafa innbyrðis áhrif hver á annan og eru flokkaðar í þrjá megin- þætti; lystarstol, lotugræðgi og ódæmigerða átröskun. Þrátt fyrir þessa þrjá meginflokka er það svo að einn einstaklingur getur tilheyrt fleiri en einum flokki í einu. Sjúkdómsein- kennin eru sjúklegur ótti við að þyngjast og hræðsla við að missa stjórn á mataræði. Af sjúkdómnum veikjast fyrst og fremst ungar konur, 15-24 ára, en samkvæmt upp- lýsingum frá Landlæknisembættinu veikjast sífellt fleiri yngri og eldri einstaklingar af sjúkdómnum. Um einn af hverjum 20 lystarstolssjúkling- um er ungur karl. Ástæður þessa liggja ekki síst í þeirri pressu sem sett er á ungar konur að líta út á ákveðinn hátt. Samfélagið hefur sniðið ungum konum þröngan stakk til þess að lifa upp til, útlitslega. Glamúrfyrirsætur og Hollywood stjörnur sem líta jafnvel út fyrir að vera vannærðar eru lofaðar og mærðar opin- berlega fyrir líkamsvöxt sinn líkt og það sé eftirsóknarvert að vera sem allra grennst. „Vá það er allt annað að sjá þig“ „Þegar ég kláraði MR var ég búin að prófa alla megrunarkúra í heimi,“ útskýrir Júlía aðspurð um hvert upphafið að veikindunum hafi verið. Það er því miður raunveruleiki allt of margra ungra stúlkna að vera í stöðugri megrun og í eilífri leit af réttu og áhrifarík- ustu aðferðinni. Oft verður svelti fyrir valinu eða aðrar öfgar. Um það leyti sem Júlía lauk skólanum hætti hún einnig í erfiðu sambandi og fannst vera kominn tími fyrir breytingar. „Þá ákvað ég að taka á mig rögg og byrja fyrir alvöru í átaki. Ég byrjaði að léttast og ég kunni vel að meta það. Þá byrjaði ég svo ósjálfrátt í keppni við sjálfa mig um að missa sem mest,“ segir Júlía og útskýrir jafnframt að viðbrögð fólks við Sjúkdómurinn sem samfélagið skóp Átraskanir eru veruleiki sem þúsundir Íslendinga búa eða hafa búið við. Þessi dular- fulli sjúkdómur sem heltekur manneskju og fær hana til þess að hafa útlit sitt á heilanum, öllum stundum, getur jafnvel dregið fólk til dauða. Ástæður sjúkdómsins eru margþættar en talið er að sjúkdómurinn, sem er tiltölu- lega nýr, sé meðal annars skapaður af samfélagi þar sem útlits- dýrkun er veruleg. Fréttatíminn tók unga konu sem barist hefur við sjúkdóminn um nokkurt skeið tali. Hún segir að raunveruleg lækning felist í að uppræta fordóma fyrir líkamsfitu. Júlía Margrét hefur nú verið í bataferli frá átrösk- unarsjúkdómi í ár. Hún átti orðið erfitt með minnstu áreynslu og afsakaði sig frá félagsviðburðum. Hún sat heima við þegar að verst lét og hugsaði um kaloríur. Ljósmyndir/Hari Það var ekkert gaman hjá mér lengur, sitjandi ein heima, hugsandi stöðugt um kaloríur. 26 úttekt Helgin 15.-17. mars 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.