Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Síða 30

Fréttatíminn - 15.03.2013, Síða 30
Kópavogsbær boðar til stofnfundar Kópavogsfélagsins, félags áhugafólks um endurreisn Hressingarhælisins og Kópavogsbæjarins, 21. mars nk. kl. 17. Fundurinn verður haldinn í bæjarstjórnarsalnum, Fannborg 2. Dagskrá: 1. Kynning á stofnsamþykkt félagsins. 2. Kosning þriggja stjórnarmanna og eins til vara. Tilgangur félagsins er: 1. Að ljúka hugmyndavinnu og gera tillögur til bæjarráðs um hvaða starfsemi á að vera í húsunum. 2. Að afla fjár til framkvæmda við endurbyggingu húsanna. Einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök geta gengið í félagið. Allir fundarmenn hafa atkvæðisrétt og eru kjörgengir í stjórn. Áhugasamir eru hvattir til að mæta! PI PA R\ TB W A - SÍ A - 13 07 54 kopavogur.is Taktu þátt í að endurreisa Hælið og Bæinn! Gunnar Ólafsson fer fyrir víkinga- félaginu Einherjar í Reykjavík. Félags- skapurinn stefnir á að halda veglega víkingahátíð í Hljómskálagarðinum í júlí en hugmyndin liggur nú hjá borgar- ráði til umsagnar. Einherjarnir hafa myndað náin tengsl við öflugt víkinga- félag, Völsungana, í Jórvík og Gunnar hefur verið fenginn til þess að leika Harald harðráða konung í sviðsetningu á stórum bardaga sem átti sér stað skömmu fyrir hina sögufrægu orrustu við Hastings. G unnar Ólafsson, leiðtogi reykvísku víkinganna í Einherjum, er nýkom-inn heim úr góðri ferð til Jórvíkur á Englandi þar sem hann fundaði með enskum víkingum og fylgdist með miklum bardaga sem frændur hans á Englandi settu á svið. „Þetta er virkilega stór hátíð og það kom mér verulega á óvart hversu umfangsmikið þetta er. Þarna voru á annað þúsund manns á vígvell- inum í fullum herklæðum og mjög flottum búningum.“ Gunnar mætti með alvæpni og hugðist blanda sér í bardagann og berjast við hlið Saxa. En Jórvíkingarnir höfðu önnur áform fyrir hann. „Ég ætlaði að berjast en nefndin sem sér um hátíðna bað mig um að fylgja sér um svæðið. Ég skildi ekkert í því af hverju þeir dönsuðu svona í kringum mig þangað til þeir spurðu mig hvort ég væri tilbúinn til þess að leika Harald harðráða á mikilli hátíð sem þeir eru að undirbúa. Há- tíðin heitir The Forgotten Battle, eða Hin gleymda orrusta, sem átti sér stað þremur vikum á undan bardaganum við Hastings. Það var 14. október 1066 sem konungurinn William the Conqueror, Vilhjálmur sigurvegari, og Haraldur Godwin- son mættust með heri sína við Hastings þar sem Haraldur féll.“ Konungborinn Íslendingur Gleymdi bardaginn sem til stendur að sviðsetja í september á þessu ári átti sér stað þremur vikum fyrir orrustuna við Hastings. „Þeir sögðu mér að þessi gleymda orr- usta hefði í raun verið miklu stærri bardagi en þar áttust þeir við Haraldur Godwinson og Haraldur harðráði, Noregskonungur. Þeir vildu fá mig til þess að leika Harald harðráða í þessum bardaga og ég fór síðan fyrir nefndina í Jórvík til þess að fá samþykki fyrir því að ég fengi þetta hlutverk. Þarna mættu 70 manns og niðurstaða þeirra varð að ég verð Haraldur.“ Gunnar var ekki í miklum vand- ræðum með að sannfæra víkingana en hann sýndi þeim listir sínar með sverðið og sýndi þeim síðan fram á að hann væri afkomandi Haraldar harðráða. „Ég sló vel í gegn, setti upp smá sýningu fyrir þá og sýndi þeim fram á skyldleika minn við Harald harðráða og útskýrði fyrir því hvernig við Íslendingar getum rakið ættir okkar langt aftur í aldir.“ Gunnar segir ensku víkingana bera takmarkalitla virðingu fyrir Ís- lendingum og þeir líti á landið sem miðpunkt víkingaheimsins og furði sig á því hversu Íslendingar gera í raun lítið með þessa arfleið sína og sögu. „Þeir eru alveg rosalega hrifnir af Íslendingum og það var tekið ofboðslega vel á móti mér. Englendingar eru svolítið upptekn- ir af konungsfjölskyldunni og bláu blóði og mér fannst næstum eins og þeir litu á mig sem konungborinn vegna skyldleikans við Harald. Það lá við að fólk hneigði sig fyrir mér eftir að þetta lá fyrir,“ segir Gunnar og hlær. „Þetta var svolítið skrýtin tilfinning og dálítið magnað.“ Ráðgert er að gleymda orrustan fari fram þann 25. september en Gunnar segist annars vita lítið um undirbúninginn annað en að hann muni þar leiða her sinn fram á vígvöllinn. „Ég á víst að fá einhvern stærðarinnar svartan hest og að ég á að leiða liðið inn á vígvöllinn með einhverja kórónu á hausnum,“ segir Gunnar sem reiknar með að sinna síðan hlutverki Haraldar harð- ráða næstu árin í fleiri sviðsettum bardögum. „Þeir eru að byggja þetta upp og vilja styrkja tengslin við Ísland og okkur Einherjana og við ætlum að fara út, félagarnir, og blanda okkur í hópinn. Þegar við höldum til bardaga á ég að ávarpa strákana Leiðir menn til bardaga sem Haraldur harðráði „Óttist. Óttist mjög. Beinn afkomandi víkingakonungsins Haraldar harðráða, sem féll við Stamford Bridge, er að koma til Jórvíkur.“ Ekki þó í hefndarhug heldur til þess að segja sögu sína. The Press í York fjallaði um heimsókn Gunnars og þar sjá menn ekki ástæðu til þess að rengja skyldleika hans við Harald harðráða. Hann sé Íslendingur og þeir séu þekktir fyrir að skrá vandlega ættir fólks aftur í aldir. 30 viðtal Helgin 15.-17. mars 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.