Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Qupperneq 31

Fréttatíminn - 15.03.2013, Qupperneq 31
H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ekkert nema ostur Fullkomnaðu réttinn með góðum hráefnum. Rifnu ostarnir frá MS innihalda 100% ost. Þú nnur spennandi og girnilegar uppskriftir á gottimatinn.is. ÍSLENSKUR OSTUR Gunnari var tekið með kostum og kynjum í Jórvík enda nánast konungborinn í augum víkinganna þar. á íslensku sem þeir líta á sem vík- ingamálið.“ Víkingahátíð í Hljómskálagarð- inum Einherjarnir hafa síðustu miss- eri látið sig dreyma um að halda veglega víkingahátíð í Reykjavík og stefna nú ótrauðir á að leggja undir sig Hljómskálagarðinn helgina 13. og 14. júlí. Þeir hafa fengið jákvæð viðbrögð hjá Reykjavíkurborg og málið liggur nú fyrir borgarráði. „Einar Bárðarsson, forstöðu- maður Höfuðborgarstofu, er mjög hrifinn af hugmyndinni og menn- ingar- og ferðamálaráð borgarinnar hefur vísað beiðni okkar til borgar- ráðs. Garðyrkjustjórinn hefur líka staðfest að garðurinn þoli þessa hátíð. Við rekumst heldur ekki á Víkingahátíðina í Hafnarfirði en þeir eru með hana um miðjan júní og við komum síðan mánuði síðar.“ Gunnar sér fyrir sér að hátíðin muni festast í sessi í Reykjavík og verða árlegur viðburður. „Við byrjum bara smátt og svo mun þessu vaxa ásmegin með árunum en við stefnum að því að hafa þetta alltaf allt ókeypis og viljum frekar leita eftir styrkjum hjá fyrirtækjum og fá smá stuðning frá borginni enda erum við bara að gera þetta af áhuga en ekki til þess að græða.“ Hátíðin mun heita Ingólfshátíð með vísan til Ingólfs Arnarsonar en hátíðin í sumar verður þó haldin til heiðurs öðrum Ingólfi, Ingólfi Júlí- ussyni ljósmyndara, sem greindist með bráðahvítblæði í október. Ing- ólfur hefur tekið virkan þátt í starfi íslenskra víkinga og hann og Gunn- ar voru á leið saman til Hastings í október þegar veikindin komu upp þannig að Ingólfur komst hvergi. „Fyrsta hátíðin verður til heiðurs félaga okkar Ingólfi Júlíussyni en annars er hátíðin kennd við Ingólf Arnason og mun alltaf heita Ingólfshá- tíð.“ Öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar eru vitaskuld reykvísku víkingunum ofarlega í huga. Á skildi sína hafa þeir málað merki borgarinnar með súlunum tveimur. Gunnar rakst ekki alls fyrir löngu á eldra merki Reykja- víkurborgar sem er flestum gleymt en Einherjarnir ætla að sýna liðnum tíma virðingu sína með því að hafa gamla merkið á tíu skjöldum á hátíðinni. „Ég vissi ekkert um þetta gamla fánamerki Reykjavíkur fyrr en ég sá það í bók sem ég keypti í Góða hirð- inum um Alþingishátíðina 1930. Sér- stakir fánar voru gerðir fyrir þessa hátíð sem var haldin á Þingvöllum og þar sást merki Reykjavíkurborgar í fyrsta skipti. Ég fór þá að leita út um allt að þessu en þetta merki er ekki einu sinni til í Þjóðminjasafninu og það virtist enginn vita neitt um þetta lengur. Síðar komst ég að því að þetta var tekið í notkun 1930 en merkið sem við þekkjum núna varð til upp úr 1950. Þessu merki borgarinnar var bara flaggað í örfá skipti en við ætlum að mála það á tíu skildi hjá okkur og ætlum að nota bæði nýja merkið og það gamla. Við getum þetta með stolti enda er merki okkar Einherjanna öndvegissúlur og við segjum mikið frá því í útlöndum hvernig merkið er til- komið og auglýsum Reykjavík svolítið í leiðinni.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Gunnar Ólafsson ásamt víkingum úr félaginu Völsungar í Jórvík en ensku víkingarnir hafa fengið Gunnar til þess að leiða heilmikinn her út á vígvöllinn í sviðsettum bardaga sem Haraldur harð- ráði. Ljósmynd/Ingólfur Júlíusson Lj ós m yn d/ In gó lf ur J úl íu ss on viðtal 31 Helgin 15.-17. mars 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.