Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Page 55

Fréttatíminn - 15.03.2013, Page 55
 tíska 55Helgin 15.-17. mars 2013 WWW.FREEBIRDCLOTHES.COM RÓMANTÍSKTFallegt VOR 2013VOR 2013 / FREEBIRD freebird Laugavegi 46 s:571-8383 / Dásamlegu vorvörurnar ERU KOMNAR... HIN UNDURFAGRA VOR 2013 LÍNA ER NÚ ÖLL KOMIN FREEBIRDVor 2013 / /  Tíska Vero Moda 20 ára Verðin þau sömu og fyrir 20 árum É g vaknaði upp með andfælum í morgun og hugsaði með mér hvort það gæti verið að það séu raunverulega komin 20 ár,“ segir Marta Árnadóttir, annar eiganda Vero Moda á Íslandi. Fyrirtækið fagnar nú 20 ára afmæli og verður af því tilefni mikið um dýrðir í verslunum Vero Moda þar sem boðið verður upp á margvís- leg tilboð. En hvað hefur gerst á þessum 20 árum verslun- arinnar? „Þegar við byrjuðum að versla við Bestseller var þetta allt mun minna í sniðum og þeir eigin- lega með báðar hendur tómar. Það eru komin um 26 ár síðan, en þá vorum við með vörurnar þeirra í versluninni Sonja. Við opnum svo fyrstu Vero Moda verslunina á Laugavegi og þetta var í fyrsta skipti sem það myndaðist svona örtröð í verslun. Það var allt brjálað ég man hvað við vorum hissa. Tveimur mánuðum síðar opnuðum við í Kringl- unni og svona vatt þetta bara upp á sig,“ útskýrir Marta. Hún segir margt hafa breyst í fyrirtækinu, en í dag er Bestseller með stærri fatafyrirtækjum heims með tugi undirmerkja. Einnig séu væntan- leg ný og spennandi merki. Þrátt fyrir það sé einn hlutur sem haldist hafi óbreyttur í gegnum árin. „Verðin, engin spurning. Ég var að fara yfir þetta um daginn og það er eins og þau hafi hrein- lega ekkert hækkað á þessum árum. Það er bara allt á svipuðu verði.“ Aðspurð segir Marta að það sé að mörgu að huga með hækkandi sól í tískunni, sem ku vera með allra líflegasta móti. „Mín tilfinning fyrir sumarið er mynstur. Allar gerðir. Blómamynstur, svarthvítt, „ethnic“, „hawaian“ og dýramynstur með lit. Svo er „meta- lic“ efni mjög sterkt inni og það er mjög vinsælt að hafa sama mynstur í efri og neðri hluta svona fyrir þau sem vilja standa út úr. Þau sem ekki eru tilbúin til þess geta auðveldlega tónað mynstruðu flíkurnar niður með einlitum flíkum, eða „bom- ber“ jakka. Verslunin Vero Moda er fyrir löngu orðin rót- gróin og vinsældir hennar virðast aðeins aukast eftir því sem árin líða. Verslunin fagnar nú 20 ára afmæli og af því tilefni verður mikið um dýrðir. Marta Árnadóttir er annar eigandi verslunarinnar og Fréttatíminn fékk hana til þess að spá í tískuspilin fyrir sumarið. Marta segist varla trúa því hve tíminn líður. Verslun hennar Vero Moda fagnar nú 20 ára afmæli sínu. Mynstur er það allra heitasta í sumar og flott þykir að vera í mynstruðu frá toppi til táar. „Metallic“ föt eru djörf en skemmtileg tilbreyting.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.