Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Síða 62

Fréttatíminn - 15.03.2013, Síða 62
62 bíó Helgin 15.-17. mars 2013 Noomi Ra- pace leikur Beatrice, nágranna Victors, sem hefur fylgst með morðingj- anum og veit allt um þau myrkra- verk sem hann fremur.  Noomi Rapace Í hefNdaRhug d anski leikstjórinn Niels Arden Oplev gerði glæpasögu Stiegs heitins Lars-sons frábær skil í Karlar sem hata kon- ur. Myndin er sú langbesta í Millenium-þrí- leiknum og sjálfur David Fincher náði ekki einu sinni að toppa Oplev í bandaríski end- urgerðinni The Girl with the Dragon Tattoo. Dead Man Down er frumraun Oplevs í Holly- wood og honum hefur greinilega þótt vissara að hafa Noomi Rapace sér við hlið enda var það ekki síst leikkonunni og magnaðri túlkun hennar á einfaranum og tölvuhakkaranum Lis- beth Salander sem gerði Karlar sem hafa kon- ur jafn góða og raun bar vitni. Í Dead Man Down leikur Colin Farrell morð- ingjann Victor sem sinnir subbulegum verkum fyrir glæpaforingjann Alphonse sem Terrence Howard leikur. Victor á harma að hefna vegna dauða fjöl- skyldu sinnar og hann bíður átekta í hefndar- hug sem hann ætlar sér að fá útrás fyrir fyrr eða síðar. Noomi Rapace leikur Beatrice, ná- granna Victors, sem hefur fylgst með morð- ingjanum og veit allt um þau myrkraverk sem hann fremur. Hún stillir Victori upp við vegg og sýnir honum meðal annars upptöku af því þegar hann fargar einu fórnarlamba sinna með köldu blóði. Hún ætlar sér þó ekki að segja til Victors heldur þvinga hann til þess að koma fram hefndum á yfirmanni sínum fyrir sig en hún ber þess merki að hafa lent í klónum á Alp- honse. Hefndarþorstinn sameinar þessar annars ókunnugu manneskjur og þau drag- ast hvort að öðru þannig að úr verður eldfimt og hættulegt samband þar sem ást, hatur og hefndarþráin renna saman í banvæna blöndu. Noomi Rapace verður 34 ára í desember en stjarna hennar hefur risið hratt eftir að hún sló í gegn með Karlar sem hata konur. Í kjölfar Millenium-þríleiksins sýndi hún magnaðan leik í frumraun leikkonunnar Pernilla August Svinalängorna, eða Svínastían, sem fjallaði á nöturlegan hátt um viðbjóðslegar afleiðingar alkóhólíseraðs uppeldis á unga konu. Síðan lá leiðin til Hollywood. Þar gekk hún til liðs við leikstjórann Guy Ritchie og stór- stjörnurnar Robert Downey jr. og Jude Law í Sherlock Holmes-framhaldinu A Game of Sha- dows. Síðan fékk Ridley Scott hana til þess að leika í Alien-forleik sínum, Prometheus, en leikstjórinn hreifst mjög af frammistöðu Noomi í Karlar sem hata konur. „Ég sá hana í Karlar sem hata konur fyrir einu ári eða svo og hugsaði með mér: „Vá! Hver er þetta?“ Og var strax ákveðinn í því að ég yrði að fá hana í þessa mynd. Ég hitti hana síð- an í Los Angeles og komst að því, mér til nokk- urrar furðu, að hún er ofboðslega fáguð mann- eskja og ekki mikill pönkari. Og þá vissi ég að hún var alvöru leikkona. Mjög góð.“ Sagði Ridley Scott í samtali við Fréttatímann þegar hann kom til landsins að taka upp atriði fyrir Prometheus. Scott og Rapace hafa í hyggju að halda samstarfi sínu áfram og gera framhald að Prometheus þannig að sænska leikkonan er komin til að vera í Hollywood. Aðrir miðlar: Imdb: 7,2. Rotten Tomatoes: 36%, Metacritic: 41% Sænska leikkonan Noomi Rapace hefur verið á fleygiferð frá því hún sló í gegn í hlutverki Lis- betar Salander í Millenium-þríleiknum sem hófst með Karlar sem hata konur. Vinsældir myndanna opnuðu henni leið til Hollywood þar sem hún er að festa sig í sessi. Í nýjustu mynd hennar, Dead Man Down, liggja leiðir hennar og leikstjóra Karlar sem hata konur, Niels Arden Oplev, saman á ný. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Skuggalegir nágrannar Colin Farrell leikur morðingjann Victor sem Beatrice, persóna Noomi Rapace, táldregur og ætlar sér að fá hann til þess að hefna harma sinna.  fRumsýNd aNNa KaReNÍNa Tolstoj í búningadrama Leikstjórinn Joe Wright hefur kvik- myndað bókmenntaverk með stórgóð- um árangri en hann hefur meðal ann- ars fengist við Hroka og hleypidóma, eftir Jane Austen, og Friðþægingu eftir Ian McEwan. Að þessu sinni má segja að hann hafi ráðist á garðinn þar sem hann er einna hæstur með því að vinda sér í hina risavöxnu skáldsögu Tolstojs um Önnu Karenínu. Leikkonan Keira Knigtley var í burðarhlutverkum í Hroka og hleypi- dómum og Friðþægingu og er hér í harmrænu hlutverki Önnu Karenínu. Jude Law leikur Alexei, eiginmann Önnu, en hjónabandið er ástlaust þótt allt líti vel út á yfirborðinu. Þegar Anna kynnist Vronsky greifa ná heitar tilfinningar tökum á henni og þau hefja ástarsamband. Alexei kemst að öllu saman en þá gengur Anna með barn elskhugans og eiginmaður henni setur henni tvo slæma afarkosti. Anna Karenína er sannkölluð búningamynd og Jacqueline Durran hlaut á dögunum Óskarsverðlaun fyrir búningahönnun í myndinni sem er öll býsna tilkomumikil. Aðrir miðlar: Imdb: 6,7, Rotten Tomato- es: 64%, Metacritic: 63% Keira Knightley leikur Önnu Karenínu sem lendir í miklum hremmingum þegar kaldlyndur eiginmaður hennar kemst að framhjáhaldi hennar. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS n MIÐASALA: 412 7711 KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS SJÁ SÝNINGARTÍMA Á BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS SUN kl. 20:00 MEÐLIMUR Í FYRIR STERKAR OG HREINAR TENNUR

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.