Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Side 66

Fréttatíminn - 15.03.2013, Side 66
 Tjarnarbíó Sannkölluð kvennaópera Sungið um viðhorf samfélagsins til kvenna ÓP-hópurinn verður með tvær sýningar á óperunni Suor Angelica, eða Systir Angelica, eftir Puccini í Tjarnarbíói á laugardaginn og tengir uppfærsluna Alþjóðlegum baráttudegi kvenna sem fagnað var fyrir viku. Óperan lýsir að hluta til viðhorfi samfélagsins til kvenna fyrr á tímum. Öll hlutverk eru sungin af konum og í raun koma nær eingöngu konur að uppsetning- unni ef frá er talinn leikstjórinn, Randver Þorláksson. ó peran Systir Angelica, eftir Puccini, fjallar um Angelicu sem er þvinguð til að ganga í klaustur eftir að hafa kallað skömm yfir fjölskylduna þegar hún eignast barn utan hjóna- bands. Sagan lýsir að hluta til við- horfi samfélagsins til kvenna fyrr á tímum en „skömm“ Angelicu þykir enn fjölskylduskömm víða um heim sem er mætt með útskúfun á einn eða annan hátt. „Hún er búin að vera í klaustrinu í sjö ár og hefur ekkert heyrt frá fjölskyldu sinni eða af barninu sínu en eftir þessi sjö ár kemur frænka hennar í heimsókn og sú heim- sókn hefur mjög örlagarík áhrif,“ segir Bylgja Dís Gunnarsdóttir sem syngur eitt aðalhlutverkanna í verkinu. Óperan fjallar um dramatíska atburði í klaustrinu og hastarlega meðferð samfélagsins á konunni sem leiðir til skelfingar. „Þetta er einþáttungur þannig að hún er bara sextíu mínútna löng og þar sem óperan gerist í nunnu- klaustri er aðeins um kvenhlutverk að ræða og við erum þarna sextán Ingveldur Ýr Jónsdóttir í hlutverki Abbadísarinnar og Bylgja Dís Gunnars- dóttir í hlutverki systur Angeliku, nunnurnar í bakgrunninum. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og við grínumst stundum með það í hópnum að blessun Maríu sé yfir þessu. Color Protect Sjampó og hárnæring Verndar hárið frá því að upplitast. Inni heldur þykkni úr granat eplum, fljótandi krist alla, sólarvörn og fljótandi keratín sem gefur mýkt og gljáa. VERKSÝN Námskeið í undirbúningi viðhaldsframkvæmda fyrir húsfélög Verksýn ehf. býður forsvarsmönnum húsfélaga til námskeiðs í undirbúningi viðhaldsframkvæmda. Á námskeiðinu, sem tekur eina kvöldstund, verður farið yr ferli viðhaldsframkvæmda á ölbýlishúsum. Námskeið verða haldin á þriðjudagskvöldum í mars og apríl, í húsakynnum Verksýnar ehf. að Síðumúla 1 í Reykjavík. Námskeiðin eru opin öllum stjórnarmönnum húsfélaga, þeim og húsfélögunum að kostnaðarlausu. Áhugasamir geta skráð sig á námskeið með tölvupósti á netfangið verksyn@verksyn.is eða í síma 517-6300. Verksýn ehf. er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhær sig í viðhaldi og endurnýjun fasteigna. Fyrirtækið hefur sinnt ölda verkefna fyrir einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög. Hjá Verksýn starfa sérfræðingar með áratuga reynslu í mannvirkjagerð og viðhaldi fasteigna. Verksýn ehf l Síðumúla 1 l 108 Reykjavík l www.verksyn.is Gásar gallerí hefur fengið viðurkenningu frá Myndstef fyrir fagleg viðskipti og heiðar- leika gagnvart listamönnum og kaupendum listaverka. MÁLVERK ÓSKAST gegn staðgreiðslu Gásar gallerí leitar að góðum verkum fyrir viðskiptamenn sína sem staðgreiða verkin við kaup. Gásar gallerí óskar eftir málverkum! Ármúli 38 | 568 5150 | gasar.is Upplýsingar veitir Ólafur Morthens í síma 893 9663 eða oli@gasar.is Óskað er eftir verkum eftir: Guðmundu Andrésdóttur Jóhann Briem Hörð Ágústsson Karl Kvaran Kristján Davíðsson Jóhannes Jóhannesson Alfreð Flóka Hring Jóhannesson Ísleif Konráðsson Sigurlaugu Jónasdóttur Jóhannes Kjarval Nínu Tryggvadóttur Þorvald Skúlason Gunnlaug Scheving Gunnlaug Blöndal Ásgrím Jónsson Snorra Arinbjarnar Jón Engilberts Svavar Guðnason Louisu Matthíasdóttur Erum farin að taka á móti verkum vegna næsta uppboðs. Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er styrki stoðir mannlífs á Íslandi. Tilnefningar geta komið frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða. Tilnefna má vísindafólk sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknastofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum, sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna, er heimilt að senda tilnefningar. Ferilskrá vísindamannsins skal fylgja tilnefningu. Hvatningarverðlaunin verða afhent á Rannsóknaþingi Rannís. Við val á verðlaunahafa er tekið tillit til námsferils viðkomandi vísindamanns, sjálf- stæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og alþjóðasamstarfs, svo og annarra vísbendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjendastarfs í vísindum. Þá er litið til faglegs framlags á vinnustað og miðlun þekkingar til íslensks samfélags. Fimm handhafar verðlaunanna skipa dómnefnd. Tilnefningum ásamt upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað með tölvupósti til Rannís á netfangið rannis@rannis.is Nánar á www.rannis.is Tilnefningar óskast Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2013. Verðlaunin eru tvær milljónir króna. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 10. apríl 2013. 66 menning Helgin 15.-17. mars 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.