Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 21.09.2012, Qupperneq 6
Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Á góðu verði í eldhúsið Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Töfrasproti – Blandari 2.690,- Kaffivél með Thermo hitakönnu 10-12 bolla, 900w 2.990,- Djús/ávaxtablandari með glerkönnu 3.990,- Blandari og matvinnsluvél 4.990,- Engar sérreglur fyrir Baldur Fundir og ráðstefnur Veislusalurinn er vel tækjum búinn og er því tilvalinn fyrir hvers kyns ráðstefnur og fundi, stóra sem smáa. Í salnum er meðal annars hágæða hljóðkerfi, skjávarpi, flettitafla og púlt. Starfsfólk okkar veitir þér ráðgjöf varðandi veitingar og annað sem huga þarf að. GLÆSILEGUR VEISLUSALUR! Náttúruparadís í hjarta borgarinnar www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660 Þ etta er bara rétt að byrja,“ segir María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, um þá staðreynd að um helmingi fleiri Íslendingar verði yfir sextugt árið 2025. Í dag telur þessi hópur um 55 þúsund manns en mun hafa fjölgað um ríflega 50% árið 2025 og verða um 84 þúsund. Á næstu þrettán árum, til ársins 2025 mun Íslendingum fjölga um 13 prósent, úr um 319.000 í ca. 361.000 samkvæmt mannfjöldaspám Hagstofu Íslands, en vegna þess að fjölgunin er langmest í elstu aldurshópunum má reikna með að legudögum á Landspítala þurfi að fjölga um 33% ef sinna á þessum stóra hópi. „Endurnýjun á húsnæði spítalans með nýrri byggingu við Hringbraut er ein forsenda þess að við getum tryggt örugga og fullnægjandi þjónustu við þennan stóra hóp eldri landsmanna til framtíðar,“ segir María og tekur fram að þá eigi hún ekki eingöngu við háaldraða heldur í raun þann hóp sem kominn er vel yfir miðjan aldur og er því í meiri hættu á að fá ýmsa sjúkdóma. „Breskar rannsóknir sýna að sjúkrahúskostnaður fjórfaldast eftir 65 ára aldur og því verð- um við að bregðast strax við þróuninni.“ Auk hærri meðalaldurs og lengri líftíma fólks kallar aukin tíðni langvinnra sjúk- dóma (svo sem hjartabilunar, stoðkerfis- sjúkdóma, langvinnra lungnasjúkdóma, krabbameins, offitu, og fíknisjúkdóma) einnig á aukin afköst og nýja tækni til að tryggja framboð á þjónustu. Bygging nýs spítala er ekki það eina sem þarf að gera að mati Maríu til að mæta því þegar aldurinn færist yfir barnakynslóðina svokölluðu (e. Baby Boomer Generation – fólk fætt eftir seinna stríð): „Við verðum að efla sam- fellu í þjónustu með því til dæmis að koma á fót rafrænum og samræmdum sjúkraskrám. Það gengur ekki að ég fari til heimilislæknis og hann sendi mig til sérfræðilæknis og svo enda ég kannski á bráðamóttöku en þar sem sjúkraskrárnar eru ekki samtengdar veit enginn þessara aðila almennilega hvað var skráð eða hefur verið gert hjá hinum,“ segir María og fullyrðir að ekki strandi á hennar kollegum heldur þurfi pólitískan vilja, s.s. fjármagn, til að fara í þetta verk og klára svo auka megi hag- ræði og öryggi og velferð sjúklinganna. María er læknir og sérfræðingur í lýð- heilsufræðum og hefur ásamt sínu sam- starfsfólki skoðað sérstaklega þróun í eftirspurn og kostnaði við sjúkrahús- þjónustu en sú þróun er ein forsenda forgangsröðunar og skipulags heil- brigðismála. „Við megum ekki tefjast deginum lengur. Við stöndum frammi fyrir stórum hópi af fólki sem þarf á þjónustu okkar að halda á næstu árum. Þetta er fólkið sem borgaði það sem við höfum í dag. Ef við hefjumst ekki þegar handa við að endurnýja húsnæði LSH þannig að unnt verði að taka í notkun nýja tækni og auka afköst enn frekar þá munum við eiga mjög erfitt með að anna þessari miklu aukningu á eftirspurn,“ segir María. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is Guðmundur Friðrik Magnússon hefur sent kæru til utanríkis- ráðuneytisins og kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar Þróunarsamvinnustofnunar Ís- lands á starfsnema til Malaví. Kæran er á grundvelli ákvæða jafnréttislaga. Guðmundur telur sig að minnsta kosti jafnhæfan konunni sem ráðin var, Heiði M. Björnsdóttur, og að ráðning hennar sé þannig brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Guðmundur óskaði eftir rök- stuðningi frá Þróunarsamvinnu- stofnun og fékk hann í júlí. Þar kemur fram að Heiður hafi staðið öllum öðrum umsækj- endum framar og sé það byggt á málefnalegum sjónarmiðum. „Ég tel vinnubrögðin sem við- höfð voru við þessa ráðningu röng og að brotið hafi verið gegn jafnréttislögum með henni þar sem mikill meirihluti starfs- nema hjá Þróunarsamvinnu- stofnun hafa verið konur,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að frá árinu 2004 hafi 30 starfs- nemar verið ráðnir til starfa og 26 þeirra voru konur, eða 87 prósent. „Ég tel að með ráðn- ingu Heiðar hafi verið gengið framhjá jafnhæfum eða hæfari einstaklingi af gagnstæðu kyni. Mikið hefur hallað á karla í þessum stöðum og ekki er hægt að réttlæta slík vinnubrögð með vísan til þess að færri karlar hafi sótt um, eins og gert var í rökstuðningi stofnunarinnar. Það er deginum ljósara að ráðningin brýtur í bága við jafn- réttislög,“ segir Guðmundur.  Fréttaskýring Barnasprengja eFtirstríðsáranna Barnakynslóðin sprengir utan af sér sjúkrahúsin Um helmingi fleiri Íslendingar verða yfir sextugt árið 2025. Í dag telur þessi hópur um 55 þúsund manns en verður um 84 þúsund. Fyrir Landspítalann þýðir þetta að þar muni fólk ekki geta veitt þessum hópi fulla þjónustu nema mikið breytist. María Heimis- dóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, segir að við megum ekki bíða deginum lengur með að bregðast við fjölgun eldri borgara á Íslandi. Eins og sést á grafinu fjölgar eldri borgurum mest og það felur sjálfkrafa í sér að legudögum mun fjölga því þeir eldri eru eðli málsins samkvæmt líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús. ‘68-kynslóðin gæti verið kröfuharðari Unnar Stefánsson, formaður Félags eldri borgara, segir að læknisframfarir hafi svo sannarlega verið svo miklar að fólk sé í dag hraustara og eldra. Hann segir að til mikils sé unnið með bættri heimaþjónustu og finnur fyrir því að hópur hinna eldri fari ört stækkandi. „Þetta er samt ekkert áhyggjuefni í mínum huga. Nema að þessi svokallaða ‘68-kynslóð verði mun kröfuharðari en við sem ólumst upp á stríðsárunum.“ 0–9 10–19 20–29 30–39 40–49 50–59 60–69 70–79 80–89 90–99 100 og eldriAldursbil 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0  Mannfjöldi 2011  Mannfjöldi 2025  Legudagar 2011  Legudagar 2025 Aldursdreifing og innlangnir á Landspítala 2011 og 2025  jaFnréttismál karl kærir Fyrir Brot á jaFnréttislögum Segist að minnsta kosti jafnhæfur Guðmundur Friðrik Magnússon hefur sent kæru á grundvelli jafnréttis- laga en hann fékk ekki stöðu starfsnema hjá Þróunarsamvinnustofnun. „Við förum að lögum og reglum. Við höfum engan áhuga á öðru,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri spurður um gang máls Baldurs Guðlaugssonar, fyrrum ráðuneytisstjóra, hjá fang- elsisyfirvöldum. „Ég kæmist aldrei upp með að bjóða upp á sérreglur fyrir útvalda.“ Baldur er við störf hjá lögfræðistofunni sem varði hann fyrir dómi og ætlar með málið fyrir mannréttindadóm- stól Evrópu. Hann er vistaður á Vernd. Í dómi Hæstaréttar var innherjabrot Baldurs talið stórfellt en hann seldi bréf sín í Landsbankanum fyrir rúmar 170 milljónir króna eftir að hann vissi um áhyggjur af stöðu bankans. Milljónirnar voru kyrrsettar 2009 og gerðar upptækar með dómi Hæstaréttar. - gag Jón og Gunna tróna á toppnum Þrátt fyrir að nöfnin Aron eða Emilía hafi verið vinsælust annað árið í röð eru karlmannsnafnið Jón og kvenmannsnafnið Guð- rún þau sem flestir heita. Ríflega 5.400 bera nafnið Jón en 942 nafnið Aron sem vermir þrítugasta sætið. Þá heita 4.950 kon- ur Guðrún en 530 annað hvort nafnið Emilía eða Emelía. Það situr í 77. sæti nafnalistans, samkvæmt tölum Hagstofunnar. 6 fréttir Helgin 21.-23. september 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.