Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Side 10

Fréttatíminn - 21.09.2012, Side 10
VITA er lífið Sevilla VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is 5. - 8. okt. 3 nætur Verð frá 89.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í tvíbýli. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn. * Verð án Vildarpunkta 99.900 kr. ÍS LE N SK A/ SI A. IS V IT 6 08 70 0 8/ 12 K ona sem átján ára fór í brjóstastækkun hjá lýtalækninum Sigurði E. Þorvalds-syni fékk frönsku, fölsku iðnaðarsíli- kon-púðana, PIP, í brjóst sín. Fréttatíminn sá sjúkraskýrslu konunnar og staðfestir hún að Jens Kjartansson lýtalæknir var ekki sá eini sem notaði PIP. Hún vill hvetja konur til að leita til lýtalækna sinna og spyrjast fyrir um gerð púð- anna sem þær bera. Hún hafi engar upplýsingar fengið fyrr en hún hafði sjálf haft samband við lækninn. „Við vissum að í einhverjum tilvikum hefðu einhverjir lýtalæknar notað púðana,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. „Þetta virðist hafa verið vara sem þeir hjálpuðu hver öðrum með. En það var bara í örfáum tilfellum, er mér sagt. En eins og vitað er hef ég ekki þessar upplýs- ingar.“ Landlæknir hefur í fjölda ára óskað eftir upp- lýsingum um aðgerðir lýtalækna, en þeir borið við persónuvernd kvennanna sem Persónuvernd staðfesti fyrr á árinu. Sigurður er sá lýtalæknir sem hefur hvað lengstan starfsferil að baki. „Ég hef aldrei komið nálægt PIP, svo ég get ekkert sagt til um það,“ segir Sigurður þegar PIP er nefnt. Bent á að Fréttatíminn hafi rýnt í sjúkraskýrslu sem sýni annað: „Jú, það er rétt. Það kom ein kona upp hjá mér sem hafði notað PIP og það er eina mann- eskjan sem ég hef notað PIP hjá. Hún fór til annars læknis þegar hún var búin að fá þær upp- lýsingar, svo ég get engar upplýsingar gefið.“ Konan lét fjarlægja púðana í febrúar á þessu ári. Hún segist ekki hafa fengið bréf eða símtal um að hún bæri PIP. Hún hafi glímt við mikinn heilsubrest en segir heilsu sína hafa breyst hratt til batnaðar frá því að púðarnir voru teknir. Áður hafi hún fundið fyrir þyngslum fyrir brjóst- kassa, öndunarörðugleikum þegar hún beygði sig, svima, þreytu og auknum þrýstingi við höfuð. Henni hafi stöðugt verið kalt á fingrum og fótum og móð við að ganga upp stiga. Allt kvillar sem hurfu þegar sílikonið var tekið í febrúar. Læknar hafi talið hana glíma við kvíða. Hún barðist við stöðugar sýkingar, sem hún gerði einnig áður en hún fékk sílikonið. En eftir að púðarnir voru græddir inn urðu þær svæsnari og afleiðingar sumra þeirra óafmáanlegar. Púðarnir voru framleiddir sitthvort árið, 1995 og 1996, og átti annar þeirra aðeins hálfan mán- uð eftir af tveggja ára tímabili sem sótthreinsun þeirra er talin endast. Landlæknir segir það full- gilda notkun á vörunni. Sótthreinsunin eigi að endast vel fram yfir síðasta dag.  BrjóstastæKKun PIP Fleiri lýtalæknar en Jens notuðu PIP Fölsuðu PIP iðnaðarsílikon- brjóstapúðarnir fóru í ein- hverjum tilfellum milli lýtalækna. „Þetta virðist hafa verið vara sem þeir hjálpuðu hver öðrum með. En það var bara í örfáum tilfellum, er mér sagt,“ segir landlæknir. Kona sem kvaldist undan sílikon- púðunum sínum fékk staðfest þegar hún leitaði til lýtalæknis síns, Sigurðar E. Þorvalds- sonar, að hún væri með PIP. Hún fékk engar opinberar tilkynningar og segir Sigurður þetta eina tilfellið eftir að hafa neitað að hafa komið nálægt PIP. Hér má sjá sílikonpúðana sem teknir voru úr konunni og sendir til Kanada. Einnig glefsur úr sjúkraskýrslunni sem staðfesta lækni og púðagerð. 640 50% 95Alls 640 konur fengu á tuttugu ára tímabili fölsuðu PIP-púðana hér á landi. Ríflega helmingur allra iðnaðarsíli- konbrjóstapúðanna sem fjarlægðir hafa verið úr íslenskum konum á Landspítalanum reyndust sprungnir. Rúmlega níu mánuðir eru frá því að PIP málið komst í hámæli. Þá var ljóst að frönsk yfirvöld höfðu ekki haft fullnægjandi eftirlit með sílikonframleiðandanum svo honum tókst að drýgja læknasílikonið í púða sína um 75%. Talið er að allt að hálf milljón kvenna um allan heim beri PIP. Yfirvöld hafa engar upp- lýsingar um fjölda kvenna sem hafa látið fjar- lægja púðana á einkastofum. Um það bil 95 konur hafa látið fjarlægja púðana á Landspítalanum. 45 bíða eftir aðgerð, sam- kvæmt upplýsingum velferðarráðuneytisins. 12 þúsund aðgerðir í Frakklandi Tólf þúsund af þeim þrjátíu þúsund konum sem voru með PIP iðnaðarsíli- konbrjóstapúðana í Frakklandi hafa farið í aðgerð og látið fjarlægja þá úr barmi sér. Þrjú þúsund þeirra voru með rifna púða, samkvæmt franska vefnum The Local í síðustu viku. Það eru hlutfallslega fleiri konur en fóru á Landspítalann í aðgerð, en íslensk yfirvöld vita ekki hversu margar kvennanna hafa farið á einkastofur. Lesa má frásagnir kvenna um allan vestræna heim sem segja frá hármissi, þyngslum við brjóstkassa, sviða og bakverkjum sem öðrum eftir að hafa fengið PIP púða. Sam- kvæmt The Telegraph, sem vitnar í fyrrum stjórnanda, notaði fyrirtækið iðnaðarsílikon í stað læknasílikons í 75 prósent af hverjum púða og sparaði þar með fyrirtækinu eina milljón evra árlega eða 159 milljónir kóna. Eigandi fyrirtækisins er í stofufangelsi og bíður réttarhalda. - gag Fréttatíminn hitti konuna ásamt Önnu Lóu Aradóttur, sem í janúar sagði sögu sína í Kastljósinu og hér í blaðinu. Hún var ein sú fyrsta sem lét fjarlægja PIP- púða og hefur verið í stöðugri upplýsinga- öflun og leit að bata síðan þá. Konan hins vegar leitaði, eins og fleiri, til Önnu Lóu eftir að hafa lesið viðtalið, vegna ein- kenna sem lýstu sér eins. Hún trúði því þó ekki að hún væri með PIP þar til læknirinn staðfesti það. Hún fetaði í fótspor Önnu Lóu og fleiri íslenskra kvenna og sendi púðana og kap- súluna; húðina sem myndast um púðann, til rannsóknar hjá kanadíska sérfræð- ingnum dr. Blais. Hann hefur rannsak- að yfir sextán þúsund sílikonpúða í gegnum árin. Anna Lóa segir sína heilsu ekki sam- bærilega því sem var áður en púðarnir hafi verið teknir, miklu betri. Enn sé þó langt í land, enda hafi sílikonið úr sprungn- um púðum hennar verið komnir víða um líkamann. Konur hafa sótt til Önnu Lóu eftir ráðum og hjálp Konan vill ekki koma fram undir nafni, þar sem hún segir að hún hafi frá fyrstu stundu séð eftir því að fá sér sílikonígræðslur og fáum sagt frá. Sig hafi skort sjálfstraust og fund- ist spennandi að grennast án þess að verða flatbrjósta, enda glímdi hún við átröskun. Hún hafi þó ekki treyst sér í aðgerðina þegar á hólminn var kominn en þó síður að hætta við hana eftir samtal um efasemdir sínar við lækninn. Þegar hún vaknaði hafi hún séð eftir þessu. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is 10 fréttir Helgin 21.-23. september 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.