Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 22
ferlið drægist út í hið óendanlega. Þau
höfðu í ár reynt að fá samþykkið ytra
eftir að forsamþykkið fékkst hér heima
en ekkert gekk. Þau horfðu fram á
langa bið, margra ára, þegar samþykk-
ið loks fengist. Þau ákváðu að skipta
um stefnu og herja heldur á Kína. Það
þýddi ekki eitt pennastrik, heldur
þurftu þau að hefja ferlið að nýju;
nánast á byrjunarreit. Afla nýrra papp-
íra. Fá forsamþykkið fyrir ættleiðingu
frá Kólumbíu afturkallað til þess að fá
nýtt fyrir Kína. En ekki er leyfilegt að
stefna á ættleiðingu frá tveimur löndum
samtímis.
Eftir samræður við starfsmenn Ís-
lenskrar ættleiðingar ákváðu þau að
sækja um barn af sérþarfalista frá Kína.
„Já, við horfðum í sérþarfir sem voru
minniháttar. Jafnvel hluti sem væru
aldrei taldir til sérþarfa hér á landi,“
segir Andrea og Brjánn útskýrir: „Á
sérþarfalistanum eru börn sem þurfa
að fara einu sinni í aðgerð og hafa jafn-
vel þegar farið í hana, en þar eru einnig
börn með alvarlega fötlun. Við urðum
því að gera þetta með hausn-
um, ekki hjartanu.“
Í byrjun mars á þessu ári
fengu svo kínversk stjórnvöld
umsókn þeirra hjóna. Í apríl
var Kári kominn inn í mynd-
ina og þeirra að segja af eða
á. Þau fóru að ráðum skrif-
stofunnar og skoðuðu ekki
myndir fyrr en þau væru
viss um að þau treystu sér
til að takast á við sérþarfir
barnsins.
Með barn af
sérþarfalista
„Við fengum að sjá skýrsl-
urnar og fengum skýringar á
hvað hugtökin þýddu. Við töl-
uðum við barnalækninn Gest
Pálsson og hann útskýrði þau
fyrir okkur og leyst ágæt-
lega á. Við hugsuðum málið.
Brjánn fór í vinnuna og ég
að gúggla. Svo töluðum við
saman og ákváðum að segja
já við þessu barni,“ segir
Andrea.
„Það var búið að brýna
fyrir okkur að við gætum
hætt við. Við óskuðum eftir
barni 0-2 ára. En barnið var
tveggja þegar við fáum
skýrsluna og við vissum
því að hann yrði eldri þegar
hann kæmi til okkar. Svo var
hugtak í skýrslunni sem gat
þýtt eitthvað fáránlegt en
það voru líka líkur á því að
orðið væri þýðingarvilla, því þetta var
eina skýrslan sem minntist á þetta. Við
veltum því fyrir okkur að ef við segðum
nei við þessu barni væri ekki garan-
terað að við fengjum barn með betri
heilsu næst. Við hugsuðum okkur því
ekki lengi um. Við ákváðum að segja já
enda leist okkur vel á persónuleikalýs-
inguna,“ segir Andrea.
Og á hún við? „Já,“ segir Brjánn
stoltur. „Honum var lýst sem fjörugum,
þrjóskum og hressum strák sem þætti
gaman að knúsa og legði upp úr pers-
ónulegum samskiptum. Væri brosmild-
ur. Í kjölfar ákvörðunarinnar fengum
við að sjá myndirnar. Það var ótrúleg
reynsla. Þá var sonurinn kominn.“
Þrjár vikur upp á dag voru liðnar frá
þessum örlagaríka degi fjölskyldunnar
þegar Fréttatíminn hitti þau Brján og
Andreu um kvöld í síðustu viku á heim-
ili þeirra í Vogahverfi borgarinnar. Enn
hafði enginn komið til þeirra í heim-
sókn. Þau eru í aðlögun. Litli drengur-
inn er að venjast því að foreldrarnir eru
komnir til að fylgja honum um ókomna
tíð. Að hann geti alltaf stólað á þau.
Núna finnur hann til óöryggis þegar
þau hverfa úr augsýn hans.
Starfsfólkið kvaddi með tárum
„Okkur finnst ótrúlegt að aðeins séu
liðnar þrjár vikur. Okkur líður meira
eins og þetta séu þrír mánuðir,“ segja
þau bæði, afslöppuð og sæl. Litli
drengurinn sefur friðsæll, gullfallegur
í rimlarúmi sínu við þeirra. En finna
þau fyrir söknuði að fá ekki að upplifa
fyrstu tvö árin í lífi Kára?
„Núna erum við í núinu,“ segja þau.
Þá séu þau meira í rónni yfir fyrstu
árum hans eftir að þau hittu gott starfs-
fólkið og sáu síðara barnaheimilið, sem
flutti milli húsa, og hann varði tíma
sínum á.
„Nýi staðurinn er virkilega flottur.
Ef þetta væri barnaheimili á Íslandi
þætti mér það virkilega flott,“ segir
Brjánn. „En þeir sem fara á námskeið
hjá Íslenskri ættleiðingu heyra af
barnaheimilum eins og þau geta verið
verst; hvítir veggir, rimlarúm og börn
að berja höfðinu í vegginn til að fá ein-
hverja örvun. En þetta var alls ekki
þannig.“ Andrea lofar líka aðbúnaðinn.
„Já og starfsfólkið vildi knúsa hann
og kveðja og sumt sem grét en brosti
samt líka. Það sýndi okkur að þeim er
ekki sama um börnin.“ Brjánn segir
að þeim finnist Kári fljótur að tengjast
þeim. „Og maður hugsar um það og
veltir því fyrir sér hvort það sé þar sem
barnaheimilið var gott og að starfs-
mennirnir hafi staðið sig vel.“
Jæja, Kári vill út að leika
Litla fjölskyldan hefur farið
saman út í búð, Kári með
Andreu í vinnuna hennar hjá
Borgun og þau með hann
til foreldra sinna. „En lykil-
atriði núna er að við séum
ein með honum á heimilinu.
Við gefum honum að borða
og sjáum um hann.“ Hann
fer með þeim út að leika og
fyrstu íslensku orðin eru
komin fram á varir hans.
„Stundum segir hann
„jæja“, dregur okkur fram
í forstofu og sækir skóna
sína,“ segir Andrea og
hlær. „Já, sem getur verið
óþægilegt þegar ég er á
sloppnum og hann á nátt-
fötunum!“ segir Brjánn, sem
er blaðamaður hjá Frétta-
blaðinu, og hlær. „Merkilegt
að; jæja, er eitt af fyrstu
orðunum. Þá er ekki annað
hægt en að hugsa hvað við
notum þetta orð mikið,“
segja þau glaðlega en þreytt
eftir annasaman dag.
„Nei – var samt fyrsta
orðið. Hann getur sagt
drekka og á barnaheim-
ilinu var honum kennt að
segja mamma og pabbi við
myndir af okkur. En hann
hefur ekki mikið sagt orðin.
Hann segir mamma af og
til. Já, áðan sagði hann það í
fyrsta skipti svo við töldum
að hann væri meðvitað að reyna að
ná sambandi við mig,“ segir hún. „Ég
var samt ekki viss um að hann væri að
segja þetta meðvitað,“ segir Andrea
hugsi. „Jú. Hann var að segja mamma,“
segir Brjánn og er sannfærður.
Geta ekki hugsað sér lífið án Kára
„Það er svo gott að heyra það. En hann
sagði líka tvisvar mamma úti, en það
var kannski óskhyggja að þar meinti
hann það,“ segja þau og hlæja. En
hvernig verður lífið með Kára? „Það er
allt öðruvísi en þetta rólegheita líf sem
ráðsett par á fertugsaldri er búið að
venja sig á,“ segir Brjánn og hlær.
„Ég verð nú að viðurkenna að ég
vona að hann læri að dunda sér meira,“
bætir Andrea við og Brjánn heldur
áfram. „Já, hann verður alltaf að vera
með öðru hvoru okkar. Naflastrengur-
inn er mjög stuttur.“ Andrea lýsir því
hvernig hann komi og sæki þau verði
þeim á að standa upp úr leik og ganga
inn í eldhús.
„Hann er skemmtilegur krakki,“
segir Brjánn. „Já rosalega skemmti-
legt barn sem vill láta halda á sér,“
bætir Andrea við. „Þótt aðeins séu
komnar þrjár vikur þá held ég að
lífið með Kára verði mjög gott,“ segir
Brjánn og horfir framtíðina björtum
augum og Andrea tekur undir. „Já, það
er ég viss um líka.“ Brjánn: „Ég get
ekki hugsað mér lífið öðruvísi enda
búin að þrá þetta líf mjög lengi. Árum
saman hefur maður haft nægan frí-
tíma fyrir sjálfan sig. Nú er nægur tími
til að leika við son sinn.“
Honum var lýst
sem fjörugum,
þrjóskum og
hressum strák
sem þætti
gaman að
knúsa og legði
upp úr persónu-
legum sam-
skiptum. Væri
brosmildur. Í
kjölfar ákvörð-
unarinnar
fengum við að
sjá myndirnar.
Það var ótrúleg
reynsla. Þá
var sonurinn
kominn.
Ert þú sumar
eða vetur?
Hörður Svavarsson, for-
maður Íslenskra ættleið-
ingar fer yfir stöðuna:
Flest börn hafa komið frá Kína
Fyrir nokkrum dögum kom 165. barnið
frá Kína hingað heim með fjölskyldu
sinni. Þar með hafa fleiri börn verið
ættleidd frá Kína en Indlandi, en þaðan
höfðu flest börn verið ættleidd, samtals
164. Hörður Svavarsson, formaður
Íslenskra ættleiðingar, segir að lengi
vel hafi mörg börn árlega komið frá
Indlandi en í kjölfar þess að indversk
stjórnvöld ákváðu að breyta ættleiðing-
arferlinu hafi hægt mjög á ættleiðingum
þaðan. Nú er svo komið að ekkert barn
hefur verið ættleitt frá Indlandi í tvö ár
og enn standa breytingarnar yfir.
Börnin flest af sérþarfalistum
Þótt biðin eftir börnum af almenna biðl-
istanum í Kína hafi lengst hefur biðin
eftir börnum af svokölluðum sérþarfa-
lista verið mjög stutt. Stundum ekki
nema örfáir sólarhringar. Fyrstu börnin
af sérþarfalistanum komu til landsins
2009. Nú koma álíka margir strákar
og stúlkur til landsins, en áður svo gott
sem einungis stúlkur, að sögn Harðar
Svavarssonar. Hann segir reynsluna af
því að ættleiða af sérþarfalistum góða.
37 fjölskyldur í lausu lofti
Alls 37 fjölskyldur bíða þess að komast
á sérstakt námskeið hjá Íslenskri ætt-
leiðingu svo þau geti sent umsókn sína
um að ættleiða til erlendra yfirvalda.
Félagið mun ekki halda námskeiðið
fyrr en það fær til þess fjárveitingu frá
yfirvöldum.
„Stjórnvöldum er vel kunnugt um
það. Þau hljóta að bregðast við,“ segir
Hörður, sem vonast eftir fjármunum á
aukafjárlögum. Hann segir stjórnvöld
hafa samþykkt að hækka fjárfram-
lögin í áföngum og félagið því búist við
hærra framlagi nú en í fyrra. Við það
hafi hins vegar ekki verið staðið. Hann
útilokar ekki að námskeið verði haldið
taki foreldrar sig saman og greiði af
því kostnaðinn, en staðan sé samt sú
að þjálfa þurfi upp nýtt starfsfólk fyrir
námskeiðin, sem sé kostnaðarsamt.
Biðlistinn styttri en áður
„Á biðlista og í undirbúningsferli
eru samtals 83 fjölskyldur og hefur
biðlistinn hjá Íslenskri ættleiðingu því
minnkað um fimmtung á nokkrum miss-
erum,“ segir Hörður Svavarsson.
Hann hefur síðustu daga sinnt
sendinefnd sem hér er frá kínverskum
ættleiðingaryfirvöldum. Hann
segir hana mjög ánægða með íslensku
starfsemina. „Þar sem starfsemin er
ekki stór hefur okkur gefist tækifæri til
að láta okkur annt um hvert og eitt barn
og setja okkur vel inn í aðstæður þeirra.
Kínversk yfirvöld hafa mikinn áhuga að
því að fylgst sé með börnunum og eru
því mjög ánægð með starfsemina hér.“
Íslensk ættleiðing fer með milligöngu
um ættleiðingar frá Indlandi, Kína,
Kólumbíu, Tékklandi, Taílandi og Tógó.
22 viðtal Helgin 21.-23. september 2012