Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Page 46

Fréttatíminn - 21.09.2012, Page 46
46 fjármál Helgin 21.-23. september 2012  Sparnaðarráð Hvernig má Spara HverSdagS Margt smátt gerir eitt stórt 1. Gerðu þitt eigið kaffi Einn kaffi latte kostar um fimm hundruð krónur. Latte-lepjandi mið- bæjarliðið gæti því sparað umtals- verðar upphæðir á ársgrundvelli ef það tæki með sér kaffi að heiman sem oftast. Einn kaffibolli á kaffi- húsi á dag, sjö daga vikunnar, kostar 14 þúsund krónur á mán- uði – 168 þúsund krónur á ári! 2. Nesti í hádegismat Taktu nesti með í vinn- una sem oftast. Ekki bara sparar það peninga heldur er það eflaust mun hollara. Máltíð á hádegisverðarstað kostar hátt í tvö þúsund krónur. Þeir sem borða úti daglega á virkum dögum eyða 40 þúsund krónum í hádegismat á hverjum mán- uði – nærri hálfri milljón króna árlega. 3. Innkaupalisti Gerðu innkaupalista áður en þú ferð í búðina og ekki kaupa inn á tóman maga. Þannig geturðu komið í veg fyrir að kaupa ein- hvern óþarfa og tryggt að þú kaupir örugg- lega það sem vantar. Taktu þinn tíma í búðinni, farðu frekar sjaldnar og kauptu meira í einu, þannig sparast einnig bensín. Hafðu auga á tilboðum í verslunum og hagaðu innkaupunum eftir því. Veldu ódýrustu vöruna í hverjum vöruflokki. Þarf kornflexið þitt endi- lega að vera af ákveðinni gerð? 4. Borga niður skuldir Gerðu áætlun um að borga niður skuldir – sérstaklega yfirdráttarheimildina þína. Passaðu vel upp á að fara ekki yfir á reikningnum þínum, það kostar. 5. Greiddu reikninga á réttum tíma Sjáðu til þess að reikningar séu greiddir á réttum tíma og komdu þannig í veg fyrir óþarfa kostnað og dráttarvexti. 6. Slepptu heimasíma- num Slepptu því að vera með heimasíma ef þú þarft ekki á honum að halda vegna ungra barna eða einhverju álíka. Farsíminn er orðin nauðsyn þannig að ekki er hægt að sleppa honum, en það er vel hægt að komast af án heimasíma. 7. Fáðu bækur lánaðar Fáðu bækur lánaðar á bókasafninu í stað þess að kaupa þær. Það kostar sama og ekkert að vera með bókasafnskort og yfir- leitt er mikið úrval bóka á bókasöfnum. Að minnsta kosti nægilega mikið. 8. Gerðu verðsaman- burð Gerðu verðsamanburð á dýrum vörum áður en þú kaupir, sérstaklega raftækjum, og fylgstu með tilboðum og útsölum. 9. Ekki kaupa án þess að hugsa Skoðaðu vel í innkaupa- körfuna þegar þú ert kom- in/n að afgreiðslukassan- um og hugsaðu áður en þú borgar. Þarftu nauðsynlega á öllum vörunum að halda? Er eitthvað sem má bíða eða þú þarfn- ast kannski alls ekki? 10. Drekktu vatn úr krananum Þó svo að sódavatn sé hressandi er ískalt krana- vatn enn hollara og jafn- framt ókeypis. Vertu með flösku á skrifborðinu þínu og fylltu á reglulega. 11. Forðastu sjálfsala Flestallt sem selt er í sjálfsala er dýrara en í búð. Forðastu sjálfsala. Ef þú þjáist af þörf á millibita í vinnunni gættu þess að eiga leynistað í vinnunni þar sem þú geymir snarl sem þú getur gripið í. 12. Geymdu að endur- nýja bílinn Reyndu að eiga bílinn þinn eins lengi og þú getur. Hugsaðu vel um bílinn og sinntu honum vel, það getur lengt líftíma hans. Þú verður að finna jafn- vægið á milli þess að eyða of miklum peningum í við- gerðir gagnvart því sem það myndi kosta að skipta bílnum út. Ef þú kaupir bíl, kauptu þá notaðan. Mikið verðfall er á bílum á fyrsta árinu. 13. Hjólaðu Hjólaðu hvenær sem þú getur. Vegalengdir hér á landi eru mun styttri en margir gera sér grein fyrir. 14. Farðu í þriðjudags- bíó Ef þér finnst gaman að fara í bíó, farðu í þriðjudagsbíó. Það er miklu ódýrara. Og ekki kaupa popp og kók, það er dýrt og óhollt. Taktu með þér ávöxt og biddu um vatn í sjoppunni. Það er ókeypis. 15. Sparaðu rafmagns- notkunina Taktu rafmagnstæki úr sambandi þegar þau eru ekki í notkun og slökktu ljós þegar þeirra er ekki þörf. Það er sannarlega hægara sagt en gert að skera niður útgjöldin en hér eru að minnsta kosti nokkrar leiðir sem hægt er að grípa til. Best væri að sjálfsögðu að notast við þær allar en vænlegast til árangurs er sennilega að breyta neysluvenjum sínum smátt og smátt. Leiðirnar skila mismörgum krónum í budduna en margt smátt gerir eitt stórt, eins og sagt er.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.