Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 72
Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is  Leikdómur með fuLLa vasa af grjóti Tveir bestu leikararnir Um síðustu helgi tók Þjóðleikhúsið leikritið Með fulla vasa af grjóti aftur til sýninga en það var fyrst frumsýnt árið 2000 og þá sáu 40 þúsund manns sýninguna. Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson halda verkinu uppi með stórgóðum leik. Stefán Karl Stefánsson og Hilmir Snær Guðnason halda verkinu uppi með stórkostlegum leik. f yrir tólf árum frumsýndi Þjóðleik-húsið leikritið Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones og var það sýnt við miklar vinsældir – 180 sýn- ingar og 40 þúsund miðar seldir. Verkið fjallar um tvo aukaleikara (Stefán Karl Stefánsson og Hilmir Snær Guðnason) í Hollywoodmynd sem setur allt á annan endann í írskum smábæ. Fyrirfram hefði maður haldið að efnið myndi eiga vel við í dag þegar Ben Stiller og Russel Crowe og Emma Watson eru okkur svo hugleikin. Frábærir leikarar Bæði verkið og sýningin eldast ekki vel og ég segi sýningin því ekki er um að ræða nýja uppfærslu á verkinu heldur endursýningu. Á síðustu tólf árum hefur erindið tapast og maður átti erfitt með að tengja við annað en frábæran leik þeirra Stefáns Karls Stefánssonar og Hilmis Snæs Guðnasonar sem gáfu sig alla í sýninguna þannig að úr varð ánægjuleg kvöldstund, stórskemmtileg á köflum. Það er einfaldlega ekki á valdi margra leikara að halda uppi svona sýningu en Hilmir Snær og Stefán Karl leika fjölda persóna og draga þær allar listilega vel upp, bæði karla og konur, börn og gam- almenni. Oft er þetta ýkt og kómískt en aldrei kasta þeir til hendinni eða reyna að komast billega frá verkinu. Allar tímasetningar hjá þeim félögum eru hár- réttar og aldrei dauð stund í leiknum, enda samvinna þeirra og samtal til fyrir- myndar. Uppgjör við Hollywoodmyndir Auðvitað hefði verið skemmtilegra að sjá þessa fínu leikara spreyta sig á ein- hverju nýju en það má með sanni segja að þeir hafi þroskast vel sem leikarar á tólf árum – þeir voru góðir en eru miklu betri í dag – og þótt verkið sé sniðugt og að mörgu leyti vel upp byggt þá á sagan ekki lengur erindi við okkur. Með fulla vasa af grjóti botnar einhverskonar uppgjör Íra við allar þessar Hollywood- myndir sem skotnar voru á Írlandi á níunda áratugnum. Það er ákveðinn vælutónn, mjög írskur, í verkinu undan ágengni kvikmyndafólksins og minni- máttarkennd sem ég held að við Íslend- ingar tengjum ekki lengur við. Í lok verksins leita aukaleikararnir á náðir leikstjóra Hollywoodmyndarinnar og vilja selja honum söguþráð leikritsins sem við áhorfendur í Þjóðleikhúsinu höfðum setið undir. Leikstjórinn segir, eins og við, að þessi saga gangi ekki upp. Niðurstaða: Ánægjuleg kvöldstund og stórskemmtileg á köflum. Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson leika bæði karla og konur, börn og gamalmenni, og stíga vart feilspor í sýningunni.  með fulla vasa af grjóti Höfundur: Marie Jones. Leikstjórn: Ian McElhinney. Útfærsla leikmyndar og búninga: Elín Edda Árnadóttir. Aðstoðarleikstjóri: Selma Björnsdóttir. Þýðing: Guðni Kolbeinsson. Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Stefán Karl Stefánsson. Jóhann Sigurðarson og Hilmar Guðjónsson leika listamann- inn og aðstoðarmann hans.  frumsýning BorgarLeikhúsið frumsýnir verkið rautt í kvöLd Leikrit eftir handritshöfund The Aviator, Gladiator og Hugo Í kvöld frumsýnir Borgarleikhúsið verkið Rautt eftir John Logan, margverðlaunað leikskáld og kvik- myndahandritahöfund, í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Með aðalhlutverk fara þeir Jóhann Sig- urðarson og Hilmar Guðjónsson en verkið fjallar um listamanninn Mark Rothko sem var í framvarðarsveit abstrakt-expressjónistana þar til að hann drap sig fyrir rúmum fjörutíu árum, þá 66 ára gamall. Það er Jóhann sem leikur lista- manninn en Hilmar leikur aðstoðar- mann hans. Leikritið sækir innblást- ur til þess þegar Rothko, í lok sjötta áratugarins, tók að sér að mála verk fyrir svimandi háar upphæðir fyrir veitingastað Four Season hótels- ins á Manhattan. Honum var mikið niðri fyrir, eins og svo oft áður, og ætlaði að láta þessa ríku andskota svelgjast á matnum, svo kraftmikil áttu verkin að vera. Eða svo sagði listamaðurinn sem barðist oft við sjálfan sig – um það fjallar verkið einmitt; baráttu Rothko við sjálfan sig og eigin goðsögn – og lét oft sem verkin segðu svo miklu, miklu meira en þau gæfu uppi beint. En svo fór að Rothko endurgreiddi á endanum hótelinu peningana sem hann hafði fengið greitt og leyfði ekki að verkin yrðu hengd upp á veitingastaðnum. Mark Rothko var margflókinn persónuleiki. Hann flutti ungur frá Rússlandi til Bandaríkjanna með foreldrum sínum og átti alla tíð í miklum átökum við sjálfa sig og listina. Það er hinn reyndi John Logan sem skrifaði leikritið og hefur hlotið verðlaun fyrir en hann er kannski þekktastur fyrir kvikmyndahandritin sín en Logan skrifaði handritin að Gladiator, The Aviator og Hugo og er að auki einn þriggja handritshöfunda að nýjustu James Bond myndinni. Mikael Torfason mikaeltorfason@ frettatiminn.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Rautt – frumsýnt í kvöld kl 20 Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 21/9 kl. 20:00 6.k Lau 29/9 kl. 20:00 11.k Sun 7/10 kl. 20:00 15.k Lau 22/9 kl. 20:00 7.k Sun 30/9 kl. 20:00 12.k Þri 9/10 kl. 20:00 16.k Sun 23/9 kl. 20:00 8.k Fim 4/10 kl. 20:00 aukas Mið 10/10 kl. 20:00 17.k Fim 27/9 kl. 20:00 9.k Fös 5/10 kl. 20:00 13.k Fim 11/10 kl. 20:00 18.k Fös 28/9 kl. 20:00 10.k Lau 6/10 kl. 20:00 14.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Gulleyjan (Stóra sviðið) Lau 22/9 kl. 14:00 4.k Sun 30/9 kl. 16:00 7.k Lau 13/10 kl. 14:00 11.k Sun 23/9 kl. 16:00 5.k Sun 30/9 kl. 19:00 8.k Sun 14/10 kl. 14:00 12.k Sun 23/9 kl. 19:00 aukas Lau 6/10 kl. 14:00 9.k Lau 20/10 kl. 14:00 13.k Lau 29/9 kl. 14:00 6.k Sun 7/10 kl. 14:00 10.k Sun 21/10 kl. 14:00 14.k Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma Á sama tíma að ári (Stóra sviðið) Fös 28/9 kl. 20:00 frums Lau 6/10 kl. 22:00 4.k Lau 13/10 kl. 19:00 7.k Lau 29/9 kl. 20:00 2.k Sun 7/10 kl. 20:00 5.k Lau 20/10 kl. 19:00 8.k Lau 6/10 kl. 19:00 3.k Fös 12/10 kl. 19:00 6.k Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur Rautt (Litla sviðið) Fös 21/9 kl. 20:00 frums Fös 28/9 kl. 20:00 6.k Fös 5/10 kl. 20:00 11.k Lau 22/9 kl. 20:00 2.k Lau 29/9 kl. 20:00 7.k Lau 6/10 kl. 20:00 12.k Sun 23/9 kl. 20:00 3.k Sun 30/9 kl. 20:00 8.k Sun 7/10 kl. 20:00 13.k Mið 26/9 kl. 20:00 4.k Mið 3/10 kl. 20:00 9.k Fim 11/10 kl. 20:00 14.k Fim 27/9 kl. 20:00 5.k Fim 4/10 kl. 20:00 10.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar Saga Þjóðar (Litla sviðið) Fös 26/10 kl. 20:00 1.k Lau 10/11 kl. 20:00 6.k Lau 24/11 kl. 20:00 11.k Fös 26/10 kl. 20:00 2.k Sun 11/11 kl. 20:00 7.k Fim 29/11 kl. 20:00 12.k Fös 2/11 kl. 20:00 3.k Fös 16/11 kl. 20:00 8.k Fös 30/11 kl. 20:00 13.k Lau 3/11 kl. 20:00 4.k Lau 17/11 kl. 20:00 9.k Fim 6/12 kl. 20:00 14.k Fös 9/11 kl. 20:00 5.k Fös 23/11 kl. 20:00 10.k Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Sun 7/10 kl. 13:00 1.k Sun 14/10 kl. 13:00 2.k Sun 21/10 kl. 13:00 3.k Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri TRYGGÐU ÞÉR SÆTI! 4 SÝNINGAR Á 11.900 KR. MEÐ LEIKHÚSKORTI Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30 Við sýnum tilfinningar Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is Við sýnum tilfinningar Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 23/9 kl. 14:00 5.sýn Sun 14/10 kl. 14:00 11. sýn Sun 4/11 kl. 14:00 17.sýn Sun 23/9 kl. 17:00 6.sýn Sun 14/10 kl. 17:00 12.sýn Sun 4/11 kl. 17:00 18.sýn Sun 30/9 kl. 14:00 7.sýn Lau 20/10 kl. 14:00 AUKAS. Sun 11/11 kl. 14:00 19.sýn Sun 30/9 kl. 17:00 TÁKNMÁL Lau 20/10 kl. 17:00 AUKAS. Sun 11/11 kl. 17:00 20.sýn Sun 7/10 kl. 14:00 9.sýn Sun 21/10 kl. 14:00 13.sýn Sun 18/11 kl. 14:00 21.sýn Sun 7/10 kl. 17:00 10.sýn Sun 21/10 kl. 17:00 14.sýn Sun 18/11 kl. 17:00 22.sýn Lau 13/10 kl. 14:00 AUKAS. Sun 28/10 kl. 14:00 15.sýn Lau 13/10 kl. 17:00 AUKAS. Sun 28/10 kl. 17:00 16.sýn Sýningar í október komnar í sölu. Tryggið ykkur sæti því miðarnir fljúga út! Afmælisveislan (Kassinn) Fös 21/9 kl. 19:30 Lau 22/9 kl. 19:30 Sun 23/9 kl. 19:30 Síð.sýn Þrenn Grímuverðlaun! Sýningum lýkur í september! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið) Fös 21/9 kl. 20:30 3.sýn Sun 30/9 kl. 20:30 8.sýn Sun 7/10 kl. 20:30 13. sýn. Lau 22/9 kl. 20:30 5.sýn Fim 4/10 kl. 20:30 9.sýn Lau 13/10 kl. 20:30 14.sýn Fim 27/9 kl. 20:30 6.sýn Fös 5/10 kl. 20:30 10.sýn Fös 28/9 kl. 20:30 7.sýn Lau 6/10 kl. 20:30 12.sýn Sýningin sem sló öll aðsóknarmet aftur á svið. Sýnd í september og október. Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Mið 7/11 kl. 19:30 Fim 15/11 kl. 19:30 Fim 8/11 kl. 19:30 Fös 16/11 kl. 19:30 Miðasala hafin. Aðeins þessar fjórar sýningar í nóvember. 72 leikhús Helgin 21.-23. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.