Fréttatíminn - 21.09.2012, Side 74
Árshátíð? ...eða afmæli,
brúðkaup, kynningarfundur, haustfagnaður, erfidrykkja,
brúðkaupsafmæli, vörukynning, bekkjarpartí, peppfundur,
útgáfuteiti eða er tímabært að hrista saman vinahópinn?
Þá erum við til staðar með allt sem til þarf:
Staðinn, veitingarnar, tæknibúnað og ráðgjöf.
www.idusalir.is
Lækjargötu 2a • Reykjavík • sími 517 5020
„Það er einstakt þegar maður hittir
annan tónlistarmann og hlutirnir
smella svona vel saman. Ég fann
það þegar ég var smápolli, ung-
lingur, að við ættum vel saman,“
segir Óskar Guðjónsson tónlistar-
maður um samstarf sitt og Skúla
Sverrissonar.
Í dag, föstudag, kemur út ný
hljómplata þeirra Óskars og Skúla,
The Box Tree. Þetta er önnur plata
þeirra, en sú fyrri, Eftir þögn, kom
út fyrir áratug og er fyrir löngu orð-
in sígild í djassheiminum. Af þessu
tilefni flytja þeir tónlist af plötunni í
Listasafni Íslands í kvöld.
Báðir eru þeir Óskar og Skúli
virtir og farsælir tónlistarmenn.
Óskar hefur síðustu ár einkum
getið sér gott orð með Mezzoforte
og ADHD en Skúli hefur til að
mynda gefið út plöturnar Sería I og
Sería II sem vöktu mikla athygli.
Margir hafa beðið eftir að framhald
yrði á samstarfi þeirra og er sú bið
loks á enda.
„Þetta er beint framhald á Eftir
þögn-verkefninu. Helsti munurinn
er að þá plötu sömdum við báðir,
ég átti helming laganna og Skúli
helming. Að þessu sinni rann bara
á Skúla æði, eða einhver dýrðar-
ljómi, og hann var tilbúinn með
heila plötu. Það var náttúrlega bara
draumur fyrir mig, ég held að ég
hafi beðið hann um að fá að endur-
taka eina melódíu og því eigum við
eitt lag á plötunni saman,“ segir
Óskar.
Upptökurnar fóru fram í Lang-
holtskirkju í október árið 2010 og
síðan þá hefur farið fram eftir-
vinnsla og undirbúningur fyrir út-
gáfuna meðfram öðrum verkefnum.
Upptökum á plötunni stjórnaði
Orri Jónsson en hann og Ingibjörg
Birgisdóttur hönnuðu einnig um-
slag plötunnar sem er afar glæsi-
legt enda er það í formi landakorts.
The Box Tree er fyrsta verk Meng-
ishópsins svokallaða og markar
upphaf á samstarfi hópsins við
Listasafn Íslands. Tónleikar Skúla
og Óskars í Listasafni Íslands hefj-
ast klukkan 20 í kvöld og kostar
þrjú þúsund krónur inn. Hægt
verður að kaupa diskinn á staðnum.
Óskar lætur vel af Listasafninu sem
tónleikastað. „Við höfum verið að
æfa þarna og hljómburðurinn er
einstakur. Salurinn hentar mjög
vel fyrir þá nánu og persónulegu
stemningu sem verður á svona tón-
leikum.“
Djass Ný plata skúla sverrissoNar og Óskars guðjÓNssoNar
Það rann á Skúla æði
Tíu árum eftir að þeir Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson sendu frá sér hina eftir-
minnilegu djassplötu Eftir þögn leiða þeir saman hesta sína á ný. Óskar segir að þeir
eigi einstaklega vel saman á tónlistarsviðinu.
Óskar Guðjónsson saxafónleikari og
Skúli Sverrisson bassaleikari leiða
saman hesta sína á ný á plötunni
The Box Tree. Ljósmynd/Hari
Höskuldur
Daði
Magnússon
hdm@
frettatiminn.is
Rakarinn frá Hellu með tónleika
Ómar Diðriksson og Sveitasynir verða með tónleika í Edrúhöllinni í Von Efstaleiti 7
í kvöld klukkan 21. Ómar er einn af frægu rökurunum á Suðurlandi og stendur sína
vakt á Hellu. Þeir félagar spila frumsamda alþýðutónlist og í fyrra fengu þeir styrk frá
Menningarráði Suðurlands til að ferðast um og kynna sína sunnlensku tóna.
Rakarinn á
Hellu í miðið á
Sveitasonum.
Furstar fagna
Geir Ólafsson er unglambið í hinum sprell-
fjörgu Furstum en meðalaldur sveitar-
innar er 60 ár.
Hljómsveitin Furstarnir ætlar að halda
upp á sextán ára starfsafmæli sitt á
Restaurant Reykjavík á föstudags- og
laugardagskvöld. Söngfuglinn síkáti,
Geir Ólafsson, fer fyrir Furstunum sem
hann segir um margt vera merkilega
hljómsveit.
„Við erum búnir að halda svona
tuttugu tónleika á hverju ári í öll þess
sextán ár og það er nú svolítið mikið,“
segir Geir sem ætlar sér hvergi að
draga af sér um helgina. „Síðan er auð-
vitað mjög athyglisvert að meðalaldur
bandsins er 60 ár,“ segir unglambið
Geir sem hefur haft bæði gagn og
gaman að því að syngja með vöskum og
þaulvönum mönnum í á annan áratug.
„Guðmundur Steingrímsson er trommu-
leikarinn okkar og hann er nú kominn
á níræðisaldur. Er 83 ára og trommar
enn eins og óður maður,“ segir Geir og
leggur ríka áherslu á að fjörið hefjist
stundvíslega klukkan 20 bæði kvöldin
og það borgi sig að mæta snemma til
þess að missa nú ekki af neinu.
74 tónlist Helgin 21.-23. september 2012