Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 78
Segðu það með
Öll hlut-
verk eru
erfið og
þetta er
ótrúleg
saga.
Bíó ÞorBjörg Helga Þorgilsdóttir Þykir fráBær í djúpinu
Datt í lögfræði á milli
verkefna í leiklistinni
Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir leikur í Djúpinu, kvikmynd Baltasars Kormáks sem frumsýnd er
í kvöld, og fer svo með aðalhlutverk í nýrri mynd sem er að fara í tökur og Ragnar Bragason
leikstýrir.
ö ll hlutverk eru erfið og þetta er ótrú-leg saga,“ segir Þorbjörg Helga Þor-gilsdóttir leikkona en hún fer með
hlutverk konu sem missir manninn sinn á sjó
í nýju mynd Baltasars Kormáks, Djúpinu, og
hefur heldur betur fengið lof fyrir frammi-
stöðu sína.
Þorbjörg hefur sjálf ekki farið á sjó en
þekkir heiminn ágætlega. Afi hennar heitinn,
Sveinn Þórðarson, var á sjó („einn af þessum
mönnum sem fylgdist með bátunum koma og
fara að og frá bryggju í Neskaupstað á sínum
efri árum,“ segir hún), og mamma hennar
var kokkur á sjó á sínum tíma: „Þannig að
þetta er alveg í blóðinu,“ útskýrir Þorbjörg
sem útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 2009
og fór beint í Borgarleikhúsið en söðlaði svo
um og kláraði fyrsta árið í lögfræði við Há-
skóla Íslands.
„Hvernig veist þú það?“ spyr hún hlæjandi,
skyndilega í hlutverki blaðamanns, og seg-
ist varla nenna að tala um það því sagan af
lögfræðiáhuganum sé stutt og óáhugaverð.
Hún hljómar samt svona (eftir að ég togaði
söguna upp úr henni): Þorbjörg datt inn í
afleysingar á lögmannsstofu þegar hún var
á milli verkefna í leiklistinni. Þetta var eft-
ir hrunið og lögmannsstofan að gera hluti
sem henni þótti mikilvægir. Hún lét því slag
standa og skráði sig í lögfræði.
Og náðirðu almennu lögfræðinni alræmdu?
„Já,“ segir Þorbjörg og gefur lítið fyrir
spurningar um hvort hún sé einhverskonar
ofurkona; klárar leiklistina með bravúr og
svo almennu í fyrstu atrennu.
En Þorbjörg vill ekkert tala um það þann-
ig. Hana langaði bara til að láta gott af sér
leiða en svo fór bara að verða nóg að gera í
leiklistinni. Hún er frábær í Djúpinu og svo
leikur hún aðalhlutverkið í nýrri mynd Ragn-
ars Bragasonar kvikmyndaleikstjóra sem er
að fara í tökur. Myndin heitir Málmhaus og
fjallar um „töffara“ segir Þorbjörg að lokum.
Mikael Torfason
mikaeltorfason@frettatiminn.is
Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir þykir standa sig vel í Djúpinu sem eiginkona manns sem ferst á sjó.
tónlist fyrsta plata ásgeirs trausta rokselst
Höfðar bæði til barna og eldri borgara
„Hann hefur gjörsamlega kveikt í fólki,“ segir Eiður
Arnarsson, útgáfustjóri hjá Senu.
Fyrsta plata tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta
Einarssonar, Dýrð í dauðaþögn, hefur verið rifin
út úr hillum verslana siðan hún kom út fyrir rúmri
viku. Samkvæmt Tónlistanum seldust 755 eintök af
plötunni í síðustu viku en þegar allt er talið má áætla
að salan hafi verið nálægt þúsund eintökum í síðustu
viku. Platan rauk beint í toppsæti Tónlistans.
„Það fyrsta sem manni datt í hug var hvort þetta
gæti verið besta „debutvikan“ en við nánari skoðun
kom í ljós að bæði Garðar Thor Cortes og Hildur Vala
seldu meira í fyrstu vikunni,“ segir Eiður hjá Senu.
Ásgeir Trausti sló í gegn í sjónvarpsþættinum
Hljómskálanum fyrr á árinu með laginu Sumar-
gestur. „Þetta lag kveikti svo mikið í Kidda Hjálmi
að hann ákvað að gera með honum plötu. Við tókum
ákvörðun byggða á því sama og ekki hefur næsta
lag skemmt fyrir. Þessi plötusala byggir alfarið á
vinsældum þessara tveggja laga.“
Aðspurður segist Eiður ekki búast við að Ásgeir
selji neitt í líkingu við Mugison sem seldi yfir þrjátíu
þúsund plötur í fyrra. „En ég er nokkuð viss um að
hann fari yfir tíu þúsund.“
Eru þetta stelpurnar sem eru svona hrifnar af
honum?
„Mér sýnist hann nú bara höfða til mjög breiðs
hóps, af báðum kynjum og frá grunnskólaaldri að
fólki jafnvel á elliheimilum. Textahöfundurinn er jú
72 ára.“
Ásgeir Trausti seldi
hátt í þúsund plötur
í síðustu viku. Eiður
hjá Senu bendir á að
Of Monsters and Men
hafi selt 450 eintök
í fyrstu útgáfuviku í
fyrra. Ljósmynd/Hari
Höskuldur
Daði
Magnússon
hdm@
frettatiminn.is
Valur tekur við af
Símoni
Menningarþáttur Þórhalls Gunnarssonar,
Djöflaeyjan á RÚV, hefur ráðið nýjan
leiklistargagnrýnanda í stað Símonar
Birgissonar leikstjóra sem þótti skeleggur
í fyrra. Þórhallur leitaði ekki langt yfir
skammt og réði vin Sím-
onar og æskufélaga,
Val Grettisson,
blaðamann á Vísi.
is, sem hefur heldur
betur látið til sín
taka á vefsvæði
Reykvélarinnar.is
en það er
vefrit um
sviðslist.
Allir vinir í Skaftahlíð
Ekki er víst að félagar Vals og yfirmenn hjá
365 í Skaftahlíð fagni þessum nýja starfs-
frama hans. Þar á bæ er jafnan mikið lagt
upp úr því að allir séu saman í liði þó þeir
vinni á ólíkum miðlum. Gott dæmi um
það er að Skarphéðinn Guðmundsson,
sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, er nú farinn að
skrifa kvikmyndagagnrýni í Fréttablaðið.
Margir áhugamenn um fjölmiðla hafa í
kjölfarið velt því fyrir sér, bæði í gamni og
alvöru, hvort Skarphéðinn eða einhverjir
aðrir af ljósvakasviðinu muni ekki fljótlega
taka að sér skrif á fjölmiðlapistlum Frétta-
blaðsins. Svona til að efla samstöðuna hjá
Ara Edwald og hans fólki.
Snertir ekki á
prinsessubrjóstum
Eiríkur Jónsson hefur tekið góða spretti á vef sínum
eirikurjonsson.is þar sem hann er orðinn einyrki
í blaðamennsku. Þar upplýsti hann á fimmtudag
að Séð og heyrt ætlaði ekki að fylgja fordæmi
systurblaða sinna í Danmörku og Svíðþjóð með því
að birta myndir af Katrínu, hertogaynju af Cam-
bridge, berbrjósta. Segja má að málið sé Eiríki
skylt þar sem hann er fyrrverandi ritstjóri Séð og
heyrt. Björk Eiðsdóttir, sem ritstýrir tímaritinu
núna, staðfesti í spjalli við forvera sinn að henni
þætti myndbirting af þessu tagi „fullgróf“ og hún
myndi því ekki spila með Se og Hör. Ekki fylgdi
sögunni hvað Eiríkur sjálfur hefði gert væri hann í
sporum Bjarkar.
78 dægurmál Helgin 21.-23. september 2012