Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Side 4

Fréttatíminn - 26.10.2012, Side 4
Fundir og ráðstefnur Veislusalurinn er vel tækjum búinn og er því tilvalinn fyrir hvers kyns ráðstefnur og fundi, stóra sem smáa. Í salnum er meðal annars hágæða hljóðkerfi, skjávarpi, flettitafla og púlt. Starfsfólk okkar veitir þér ráðgjöf varðandi veitingar og annað sem huga þarf að. GLÆSILEGUR VEISLUSALUR! Náttúruparadís í hjarta borgarinnar www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660 veður Föstudagur laugardagur sunnudagur SuðveStan og veStanátt, 5-10 m/S og Slydda SíðdegiS en rigning undir kvöld. HöfuðborgarSvæðið: SuðveStlæg átt, þykknar upp með Slyddu í fyrStu en rigningu undir kvöld og hlýnar heldur. v- og Sv-átt 5-13 m/S, rigning um allt land. SnýSt í n-átt og Snjókomu n- ogg a-landS. HöfuðborgarSvæði : veStlæg átt og rigning með köflum, en norðlægari og Styttir upp um kvöldið. kólnar. n-átt og léttir til. SnýSt í Sv-átt með Skúrum eða éljum með v-Ströndinni. HöfuðborgarSvæðið: hæg breytileg og Síðar veStlæg átt og bjartviðri. úrkomusamt en fallegt á sunnudaginn fyrri hluta helgarinnar verður úrkomusamt, einkum um vestanvert landið en einnig aust- antil á laugardag. Yfirleitt rigning á láglendi en mögulega slydda til fjalla. á sunnudag má þó búast við fallegu veðri víðast hvar um landið, þó það verði vissulega frekar svalt. vestlægar áttir og úrkoma fram á aðfaranótt sunnudags, þegar snýst til norðlægrar áttar, léttir til og kólnar. 3 2 -2 -2 5 5 3 3 3 6 2 0 -2 -3 4 elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is OYSTER PERPETUAL ROLEX DEEPSEA Michelsen_255x50_K_0612.indd 1 14.06.12 16:57  sjávarútvegur Sjávarútvegurinn snertir okkur öll „þetta er þriðja árið sem við höldum þessa ráðstefnu,“ segir finnbogi alfreðsson, fram- kvæmdarstjóri Sjávarútvegsráðstefnunnar sem haldin verður á grand hótel í reykjavík 8.-9. nóvember. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Horft til framtíðar“ en finnbogi segir að fólk megi ekki gleyma að sjávarútvegurinn er ein mikilvægasta atvinnugreinin. „við erum ekki ræða pólitík á þessari ráðstefnu og við öll sem stöndum að henni höfum áhuga á að auka vægi sjávarútvegs í umræðunni á íslandi,“ segir finnbogi og lofar fræðilegri nálgun þar sem veiðarnar, vinnslan og markaðssetningin verður rædd á skapandi hátt. „Sjávarútvegurinn snertir okkur öll.“ Fyrsta ballið á Hrafnistu Í gærkvöldi var fyrsta ballið haldið á nýja kaffihúsinu, Skála- felli, á hrafnistu í reykjavík síðan byrjað var að selja áfengi. dagskráin hófst með fordrykk klukkan 18 en veislustjóri kvöldins var albert eiríksson. Söngnemar bergþórs pálssonar sáu svo um söngskemmtun. loks var slegið upp í ball og var það guðmundur haukur jónsson sem hélt uppi fjörinu. halla jónsdóttir með svifölduna, verðlaun fyrir bestu framúrstefnuhug- mynd Sjávarútvegsráð- stefnunnar 2011. Þ riðjungur landsmanna telur útlend-inga líklegri til að fremja afbrot hér á landi en Íslendinga, samkvæmt niðurstöðum úr rannsókn sem Helgi Gunn- laugsson afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands hefur gert. Eitt prósent telur Íslendinga líklegri og 70% telja Íslendinga og útlendinga jafn líklega til að fremja afbrot hér á landi. Í annarri nýrri rannsókn, sem hann gerði ásamt Snorra Erni Árnasyni félagsfræðingi og Norræna sakfræðiráðið stóð að, kom fram að eilítið fleiri Íslendingar teldu að útlendingar ættu að fá dóm fyrir tiltekið afbrot en ef Íslendingur fremdi brotið, þótt munurinn væri ekki jafnmikill og í afstöð- unni til hvor hópurinn væri líklegri til að fremja afbrot, Íslendingar eða útlendingar. „Send voru tilbúin dæmi um þrenns konar afbrot, kynferðisbrot, ofbeldi gegn maka og smygl á fíkniefnum,“ segir Helgi. „Sett voru upp dæmi um sambærileg mál með ólíka gerendur, annars vegar voru ger- endur Íslendingar og hins vegar útlending- ar en að öðru leyti voru málin nákvæmlega eins. Einnig voru sett upp mál með fólki af báðum kynjum,“ segir hann. „Fram kom að heldur fleiri vildu senda útlendinginn í fangelsi en Íslendinginn. 80% vildu að útlendingurinn en 75% vildu að Íslendingurinn færi í fangelsi. Lengdin á refsitímanum var hins vegar mjög áþekk,“ segir Helgi. Munurinn á viðhorfum var hins vegar meiri eftir því hvort gerandi var karl eða kona þegar um er að ræða fíkniefnasmygl. „Þar vildu fleiri dæma karlinn til fangelsis- vistar en konuna en meginmunurinn var að refsitími karlanna var lengri,“ segir hann. 45% aðspurðra vildi dæma karlinn í þriggja ára fangelsisvistun eða lengri en 30% töldu það hæfilega refsingu fyrir konuna. Þátttakendur í rannsókninni fengu senda stuttar lýsingar á afbrotamálum og síðan spurðir hvaða refsingu þeir myndu vilja dæma viðkomandi í. „Rannsóknin skoðar afstöðu Íslendinga til mála út frá kyni og þjóðerni. Niðurstöðurnar benda til að það séu ekki miklir fordómar hérlendis í garð gerenda, alvarleiki brotsins skipti meira máli en þjóðerni geranda. Hins vegar virðist vera meiri samúð með konum en körlum og því spurning hvort fólk telji kon- ur frekar fórnarlömb aðstæðna en karlar,“ segir Helgi. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á því hérlendis hvort Íslendingar og útlendingar fái jafn þunga dóma í sambærilegum mál- um. Fréttatíminn óskaði eftir upplýsingum um meðferð kynferðisbrotamála eftir þjóð- erni hjá ríkissaksóknara og ríkislögreglu- stjóra sem ekki gátu orðið við beiðninni þar sem gögnin voru ekki tiltæk. „Margar rannsóknir erlendis styðja það að minnihlutahópar fá lengri dóma en hvít- ir, þeir eru handteknir frekar og fá lengri refsingar,“ segir Helgi. „Við vitum líka að þjóðerni skiptir máli bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og útlendingar eru frekar handteknir og fá þyngri dóma. Það er full þörf á að skoða hvernig þessu er háttað hér á Íslandi,“ segir Helgi. Sigríður dögg auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  rannsókn viðhorF Íslendinga til aFbrota eFtir Þjóðerni og kyni Íslendingar telja útlend- inga líklegri til afbrota þriðjungur telur að útlendingar séu líklegri til að fremja afbrot hér á landi en íslendingar. lítill munur er á því eftir þjóðerni hvort fólk vilji dæma brotamenn í fangelsisvist þó svo að eilítið fleiri vilji dæma útlendinginn en Íslendinginn. Engar rannsóknir eru til um málsmeðferð og dóma eftir þjóðerni gerenda. „Heldur fleiri vildu senda útlendinginn í fangelsi en Ís- lendinginn.“ í könnun um við- horf íslendinga til afbrota kemur fram að eilítið fleiri vildu senda útlending í fangelsi fyrir afbrot en íslending. meðal annars var horft til ofbeldis gegn maka. leiðrétting í síðasta blaði var hulda björk garðarsdóttir, óperu- söngkona sem syngur hlut- verk leonöru í il trovatore, rangfeðruð. beðist er vel- virðingar á mistökunum. 4 fréttir helgin 26.-28. október 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.