Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 26.10.2012, Qupperneq 6
 www.odalsostar.is Íslenskur Gouda-ostur hefur verið á boðstólum á Íslandi frá árinu 1961. Í dag sér KEA Akureyri um framleiðsluna. Fyrirmynd ostsins er hinn frægi Gouda, frá samnefndum bæ í suðurhluta Hollands. Gouda Sterkur er lageraður í sex mánuði. Mjúkur, bragðmikill og þroskaður ostur með skörpu bragði, sveppatónum, kryddkeimi og langvarandi eftirbragði. Hentar við flest öll tækifæri, hvort sem er á ostabakkann eða til að setja punktinn yfir i-ið í matargerðinni. GOUDA STERKUR KRÖFTUGUR A ð minnsta kosti tveir íslenskir læknar sem voru við friðargæslustörf í Bosníu hafa greinst með alvarlega tegund krabbameins. Mikið magn af geislavirkum málmi, rýrðu úrani, var notað í sprengjuodda sem NATO notaði í Bosníustríð- inu. Samkvæmt upplýsingum úr Læknablaðinu dreifist sprengjurykið í andrúmslofti, sest í jarðveginn og er talið krabbameinsvaldandi. Í byrjun árs 2001 var mikil umræða í fjöl- miðlum í Evrópu og Bandaríkjunum um óeðlilegan fjölda krabbameinstilfella hjá her- mönnum sem höfðu verið við störf í Bosníu. Sextán friðargæsluliðar frá sex mismunandi löndum höfðu látist af hvítblæði og fjöldi til við- bótar greindist með krabbamein sem síðar var nefnt Balkan-heilkennið. Í kjölfarið fóru af stað rannsóknir á tengslum milli notkunar úran- vopna og heilsu hermanna í stríðinu á vegum NATO og Umhverfisverndaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. Breska ríkisstjórnin staðfesti í kjölfarið að þúsundir hermanna í Bosníustríðinu hefðu verið í hættu vegna banvænna áhrifa úranvopna og játaði að hafa ekki upplýst um hugsanleg neikvæð heilsu- farsleg áhrif þess. Niðurstöður úr rannsóknum NATO og SÞ sögðu að ekki mætti greina nein tengsl milli notkunar úrans og krabbameins í hermönnum í Bosníustríðinu en sam- tök fyrrverandi hermanna gagnrýndu rannsóknina og sögðu hana gallaða. Rannsókn sem gerð var í Þýskalandi árið 2003 sýndi fram á að úransameindir geti farið um allan líkamann og valdið þar skaða, jafnvel í egg og sáð- frumur og skaðað þannig erfðaefni þeirra. Fyrir tveimur árum komu fram nýjar rannsóknir á fæð- ingargöllum barna í Falluja í Írak en mikið magn úrans var notað í vopnum sem beitt var í Íraks- stríðinu sem hófst árið 1991. Fæðingargallar reyndust 11 sinnum algengari en eðlilegt væri. Ekki var hægt að slá því föstu að orsökin væri úran en gríðarlegt magn þess var notað í tveimur árásum á borgina í apríl og nóvember 2004. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hafa íslenskir friðargæsluliðar ekki gengið undir sér- staka læknisrannsókn til að kanna hvort greina megi úran í líkama þeirra líkt og hermönnum og friðargæslu- liðum í mörgum öðrum Evrópulöndum bauðst í kjölfar umræðunnar um Balkan-syndrómið. Engar tilkynn- ingar hafa borist til ráðuneytisins vegna gruns um krabbamein af völdum úrans. Síðustu ár hafa nokkur lönd, þar á meðal Belgía, sam- þykkt bann við notkun úrans í vopnum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  skipulAgsmál Borgin kynnir nýtt skipulAg fyrir geirsgötu 25 ára leigusamningur við Guðmund í Brimi V ið teljum að það geti verið skemmtilegt ef Guðmundur í Brimi nýtir húsið undir starfsemi,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnar Faxa- flóahafna, en það kom á óvart að Faxaflóahafnir framlengdu leigusamning við Brim um húsið við Geirsgötu 11 því lengi hefur verið unnið að nýju skipulagi á þessu fallega hafnarsvæði. „Það geta falist mögu- leikar í þessu húsi og Guð- mundur í Brimi er öflugur útgerðarmaður og ætti að vera í stakk búinn að hefja framkvæmdir fljótlega. Það fylgja þessu þau skilyrði að Brim snyrti og bæti útlit hússins,“ heldur Hjálmar áfram en hann segir ómögulegt að hafnarhverfið verið einvörðungu með túrista- sjoppum heldur megi önnur atvinnustarfsemi vel þrífast við höfnina. Geirsgata í dag. Vel hefur tekist að lyfta upp hafnarsvæðinu austar, þar sem Sægreifinn, Hamborgarabúllan og nýtt hótel hafa risið síðustu misseri og mikið líf myndast.  friðArgæslA Bosníuheilkennið Íslenskir Bosníulæknar greinast með krabbamein Tveir íslenskir læknar, hið minnsta, hafa greinst með alvarlega tegund krabbameins eftir að hafa verið við friðargæslustörf í Bosníu þar sem notuð voru úranvopn sem grunur leikur á að geti valdið krabbameini. Sextán friðargæsluliðar frá sex mismunandi löndum höfðu látist af hvítblæði og fjöldi til viðbótar greindist með krabbamein sem síðar var nefnt Balkan-heilkennið. Geirsagtan eins og hún verður. Ekki sést í Brim-húsið en framkvæmdir við það ættu að hefjast fljótlega. Hjálmar Sveinsson segir nýjan leigusamning við Brim ekki setja áætlanirnar, sem birtast á þessari mynd, úr skorðum. Minnst tveir íslenskir læknar sem voru við friðargæslu- störf í Bosníu hafa greinst með alvar- lega tegund krabbameins. 6 fréttir Helgin 26.-28. október 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.