Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 15

Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 15
Helgin 26.-28. október 2012 viðhorf 15 Hanna Birna Kristjánsdóttir nýtur yfirburðastuðnings kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, samkvæmt nýrri könnun, en hún er að bjóða sig fram í fyrsta sinn til Alþingis eftir áralanga þátttöku í borgarmálum. „Prófkjörsbaráttan leggst vel í mig,“ segir Hanna Birna. „Ég hlakka til að fara yfir málin með öllu því góða sjálf- stæðisfólki sem ég mun hitta á næstu vikum en mest af öllu hlakka ég til að takast á við það sem skiptir meira máli: framtíð landsins okkar,“ segir hún. Aðspurð segist hún þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur samkvæmt könnuninni. „Ég hef í langan tíma fengið mikla hvatningu en átti ekki von á að þessi vís- bending væri jafn kröftug og þarna kemur fram. Ég lít hins vegar ekki á að það snúist um mig sem einstakling heldur það sem ég stend fyrir í pólitík. Mig langar að sjá breytingar á stjórnmálum og er ánægð með að fleiri eru sammála um það,“ segir Hanna Birna. „Stjórnmálin eiga að snúast um það eitt hvernig við getum bætt hag fólksins í landinu og fjölgað tækifærum þess,“ segir hún. Hanna Birna segist vilja draga úr þeirri átakahefð sem ríkt hefur í íslenskum stjórnmálum. „Ég trúi á meiri sam- vinnu og sátt og að við vinnum hlutina af meiri virðingu fyrir skoðunum hvers annars. Við eigum að hætta að mála andstæðingana jafn sterkum litum og gert hefur verið og tala um það sem við höfum sjálf fram að færa í stað þess að benda einungis á það sem aðrir gera ekki nægilega vel,“ segir hún. „Margir gætu sagt þetta barnalega nálgun í stjórnmálum en ég er 46 ára og búin að vera í stjórnmálum í tuttugu ár. Því þroskaðri sem ég verð því ákveðnari verð ég í þessari skoðun minni,“ segir hún. -sda Maður vikunnar Trúir á samvinnu og sátt í stjórnmálum „Heimilistækin mín eru frá Smith & Norland. Það kemur ekkert annað til greina.“ A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is „Siemens-tækin eru margreynd á Íslandi. Þau eru fallega hönnuð, endingargóð og þægileg í notkun. Smith & Norland er eins og Siemens: traust fyrirtæki með mikla reynslu þar sem viðskiptavinurinn er í fyrirrúmi. Þannig vil ég hafa það.“ Örn Arnarson, íþrótta- og ökukennari, hefur keypt öll heimilistækin sín hjá Smith & Norland. (Hari reddar mynd) Traust á störf stjórnlagaráðs Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá reyndust 66,9 prósent kjósenda fylgjandi því að leggja þær til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Salvör Nordal var formaður stjórnlagaráðs. Hún segir mikilvægt að ná breiðri sátt um breytingarnar en niðurstaðan sýni traust á störfum stjórnlagaráðs og vilja til þess að tillögur þess verði grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Iceland Express gengið inn í WOW Sögu Iceland Express í núverandi mynd er lokið. Hitt íslenska lágfar- gjaldaflugfélagið WOW air hefur yfirtekið leiðakerfi, vörumerki og við- skiptavild Iceland Express. Í yfirlýsingu Pálma Haraldssonar, eiganda Iceland Express, kom fram að óhjákvæmilegt væri að segja upp hluta starfsfólks. Mikill taprekstur hefur verið á Iceland Express, einkum í fyrra, og varð Pálmi að leggja því til mikið fé. Góð vika fyrir Salvöru Nordal, fyrrum formann stjórnlagaráðs slæM vika fyrir Pálma Haraldsson, eiganda Iceland Express Allir vildu Bond kveðið hafa Við erum frændur, ég og James Bond. Ingi Hans Jónsson, forstöðumaður Sögumiðstöðvarinnar á Grundafirði, getur rakið ættir sínar í báða liði til Williams Stephenson sem hann telur fyrirmyndina að James Bond. Stuttbuxnadeildin Hann vill að allir búi í 101 og 107 Reykjavík og labbi eða hjóli milli kaffihúsa í kvartbuxum á milli þess sem skotist er á fundi hjá nefndum og ráðum á vegum hins opinbera... Sigurður G. Guðjónsson lögmaður rýnir ofan í hugarfylgsn borgar- fulltrúans Gísla Marteins Baldurs- sonar sem er óljúft að taka þátt í niðurgreiðslu kyndingarkostnaðar á landsbyggðinni. Til í allt án Bjarna Sjálfstæðisflokkurinn er og verður helsta ógn íslensks samfélags. Með honum frýs allt fast. Án hans er allt hægt. Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason fór mikinn í grein í DV og greindi helstu mein samfélagsins. Sterkari gjaldmiðill en krónan Hann reyndi að borga mér með því að láta mig, og annan mann sem hann skuldaði laun, hafa mat sem hann fékk í Fjölskylduhjálpinni. Margrét Friðriksdóttir vandaði Guð- mundi Franklín Jónssyni, formanni Hægri grænna, ekki kveðjurnar á Smugunni þar sem hún vændi hann um að hafa reynt að greiða sér verklaun með mat frá Fjölskylduhjálp Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.