Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Síða 21

Fréttatíminn - 26.10.2012, Síða 21
 viðhorf 21 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 1- 20 11 ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ Sem viðskiptavinur í Stofni nýtur þú Vegaaðstoðar Sjóvá án endurgjalds. Kynntu þér stækkað þjónustusvæði Vegaaðstoðar á sjova.is. VEGAAÐSTOÐ SJÓVÁ Bensínlaus, straumlaus, sprungið, tjónaskýrsla? ÞÚ HRINGIR Í 440 2222 OG VEGAAÐSTOÐ SJÓVÁ BJARGAR MÁLUNUM Fáðu símanúmer Vegaaðstoðar sent í símann þinn. Uppbygging og endurskipulagning Ég skal taka til þá var það vegna styrjaldarástands sem braust út í landinu eftir keppn- ina. Freysteinn var eini Íslending- urinn sem sótti alþjóðaþing FIDE þegar einvígið var í undirbúningi og nefndi þar Ísland sem einvígis- stað. Það var í Amsterdam 9. ágúst 1971. Freysteinn samdi tilboð Ís- lendinga og var sendur með það til Amsterdam af þáverandi forseta Skáksambands Íslands, Guðmundi G. Þórarinssyni. Þegar Æðsta ráð Sovétríkjanna kom hingað í opinbera heimsókn í byrjun ágúst 1960 var Freysteinn túlkur ríkisstjórnar Íslands og var þá fyrsti Íslendingurinn sem túlk- aði beint úr rússnesku yfir á ís- lensku. Augljóst er að það hefur þurft rússneskumælandi mann til að afla upplýsinga frá Rússlandi þegar unnið var að upplýsingum um HM-einvígi því það var stærsta og virtasta skákland heims á þeim tíma og er enn. Það er ekki hægt að lesa um heimsókn Æðsta ráðs Sovétríkjanna í blöðum Landsbóka- safns því búið er að falsa blöð á safn- inu og þurrka út mestallar greinar eftir Freystein eða um hann. Ég hef farið á Landsbókasafnið og leitað að þessum greinum og mörgum öðrum en ekki fundið þær. Hverjir geta falsað blöð á Landsbókasafni? Þeir njóta sjaldnast eldanna sem fyrstir kveikja þá. Valdamiklir menn boluðu Freysteini út úr ein- vígismálunum og hafa eignað sér heiðurinn af stórum hluta ævistarfs hans síðan. Freysteinn átti frum- kvæðið að HM-einvíginu í skák 1972 sem er enn að stækka. Minn- ing hans lifi. Freysteinn varð Íslandsmeistari í skák 1960 og Norðurlandameistari 1965. Í störfum mínum undanfarin ár hefur tekist að bjarga hundruðum starfa Nýverið fékk ég gagnrýni á mig í fjölmiðlum fyrir að hafa stýrt fyrirtækjum í gegnum fjár- hagslega endurskipulagningu og tekið til eftir hrun. Með öðrum orðum gagnrýni fyrir að hafa tekið til eftir partý sem ég hvorki bauð í né var boðið í. Ég kann að taka til, byggja upp og endurskipuleggja. Ég hef tek- ið að mér ýmiss vanþakklát störf eftir hrun en alltaf reynt að standa mig vel í þeim verkefnum sem ég hef verið ráðinn til að leysa. Störf mín hafa ekki alltaf notið vin- sælda og það eru aldrei allir sáttir þegar kröfur eru afskrifaðar. Það hef ég hinsvegar aldrei gert með persónulegan ásetning eða ávinn- ing að leiðarljósi. Í mínum huga er fólkið í land- inu með mjög skýrar kröfur. Leið- ið okkur út úr þessari kreppu. Eyðið óvissu og skapið eitthvað sem börnin okkar og barnabörn geta notið góðs af til framtíðar. Á sama tíma vil ég tryggja foreldr- um okkar, ömmum og öfum þessa lands, ánægjulegt ævikvöld. Ég er kvæntur, fjögurra barna faðir á Álftanesi með verðtryggt íbúðarlán. Ég er fulltrúi fjöl- skyldna í landinu. Í alþingiskosn- ingum eigum við að geta valið okkur starfsmenn sem við treyst- um til að taka á hlutunum, fram- kvæma og skapa. Með reynsluna í farteskinu býð ég mig fram í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Ég skal taka til, endurskipu- leggja og byggja upp. A far mínir tveir Magnús og Björgvin fæddust báðir í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar en áttu um margt ólíka ævi. Björgvin, sonur skipstjóra í Vestur- bænum var á sínum tíma farsæll knattspyrnumaður, og áberandi í félagslífi borgarbúa á árunum eft- ir stríð. Hann starfaði lengi sem stórkaupmaður og var alltaf mikill stuðningsmaður frjálsra viðskipta, utanríkis- verslunar og afnáms hafta. Hann taldi mikilvægt að gera hverjum manni kleift að njóta afraksturs vinnu sinnar og dugnaðar. Magnús var einn fjögurra sona einstæðrar móður úr Þingholtunum. Á því heimili þurfti að elta kolatrukkinn til að grípa það sem af honum féll og heimilistekjurnar voru drýgðar með blaðasölu. Ef launin urðu einn eyrir, gat móðir hans keypt efnisbút og saumað svuntu sem hægt var að selja á tíu aura. Með útsjónarsemi af þessum toga tókst þeim að ná endum saman. Afi taldi mikilvægt að allir ættu að hafa jöfn tækifæri í lífinu og að við Íslendingar ættum að gæta vel að þeim efnaminni. Þannig fylgdi lambakjötinu á sunnudögum oft lítið erindi um misjafnar aðstæður fólks til að sækja sér menntun. Lífsbaráttan var um margt harðari á sínum tíma, en hrunið fyrir fjórum árum skerpti hins vegar mjög á umræðu um grundvallarþætti í samfélagi okkar. Skyndilega áttuðum við Íslend- ingar okkur á því að velferðin var ekki jafn sjálf- sögð og áður. Jafnræði til menntunar, velferðin, afnám hafta og mikilvægi utanríkisviðskipta urðu heitustu málin í stjórnmálunum, rétt eins og um miðja 20 öld. Atvinnulíf og velferð Undanfarin ár hef ég oft hugsað til þeirra Björg- vins og Magnúsar. Ég hef viljað vinna að fram- gangi stjórnmálaflokks sem lítur til sjónarmiða beggja við mótun stefnu sinnar. Velferð og jafn réttur allra til þjónustu verður ekki til án verð- mætasköpunar, samkeppnishæfni atvinnulífs- ins og frelsis til athafna. Á sama hátt byggir sterkt atvinnulíf á öflugu velferðarkerfi og góðri menntun. Þetta er kjarni jafnaðarstefnunnar – og verður ekki í sundur slitið. Samfylking jafnað- armanna verður að tryggja að hún sé valkostur þeirra sem staðsetja sig á miðju íslenskra stjórn- mála og leggja þessi sjónarmið að jöfnu. Magnús Orri Schram alþingismaður Tveir afar Þá og nú Helgin 26.-28. október 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.