Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 38
VILTU VINNA LEIKINN EÐA BÍÓMIÐA? KOMIN Í BÍÓ! SENDU SMS EST BOND Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! FULLT AF AUKAVINNINGUM: DVD - TÖLVULEIKIR GOS O.FL. 199 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 9. HVER VINNUR! FJÖLDI AUKAVINNINGA SPILAÐU Í GEGNUM HELSTU ATRIÐI BOND MYNDANNA Í MÖGNUÐUM SKOTLEIK. É g stakk bara pínu af,“ segir Brynhildur glettin. „Maður verður að sinna því og sýna lit þegar manni er boðin ársdvöl við Yale.“ Leikskáldið Paula Vogel bauð Brynhildi að vera eitt námsár við leikritunardeildina í Yale og hún gat vitaskuld ekki annað en þekktst boðið. „En ég vann líka með leik- listardeildinni og var í tímum með leikstjórunum. Tók bara smá skref út úr því sem var að gerast hérna heima, bara til að bæta við mig og koma hress og kát til baka,“ segir Brynhildur og bætir við að dvölin ytra hafi verið frábær. Leikkonan hefur ekki setið auðum höndum síðan hún kom heim og er nú á fullu í æfingum fyrir Gull- regn, nýtt íslenskt leikrit eftir Ragnar Bragason sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu á fimmtudaginn. Ragnar er að sjálfsögðu þekktastur sem kvikmynda- leikstjóri og státar af öndvegismyndunum Börn og For- eldrar auk þess sem hann leikstýrði öllu heila Vakta- klabbinu, að bíómyndinni Bjarnfreðarson meðtalinni. „Ég vann með Ragga í Stelpunum. Svo var ég með honum í Heimsendi og er líka með honum núna í kvikmyndinni Málmhaus,“ segir leikkonan sem kann ákaflega vel við að vinna með Ragnari. „Hann er mesta ljúfmenni í öllum heiminum. Hann er yndislegur. Hann er grófur að utan en mjúkur að innan.“ Ást í björgunarsveit Í Gullregni tekst Ragnar á við hráan sam- tímann í mannlegu, broslegu en um leið harmrænu verki um Íslendinga samtím- ans. Sagan hverfist um Indíönu Jóns- dóttur sem lifir á bótum þótt ekkert ami að henni enda klár „kerfisfræð- ingur“. Hún býr í blokk í Fellahverfi þar sem hún er umkringd fólki af erlendum uppruna sem hún fyrir- lítur. Sigrún Edda Björnsdóttir leik- ur Indíönu. Halldóra Geirharðs- dóttir leikur vinkonu hennar og nágranna sem er í raun öryrki. Hallgrímur Ólafs- son leikur son Indíönu og Brynhildur er pólsk kærasta hans. „Ég leik hana Dani- elu, sem kemur frá Pól- landi, þannig að ég er svona samfélagslega mikilvægi karakterinn þarna í Gullregninu.“ Daniela leggur sig alla fram um að verða nýtur þjóðfélagsþegn og vegna þess að hún er svo vel af guði gerð og vill láta gott af sér leiða starfar hún með björgunarsveit. „Í hjálparsveitinni kynnist hún manni, honum Unnari Jónssyni, og þau fella saman hugi. Það er svo- lítill sláttur á honum innan sveitarinnar og hún sér ekki betur en þetta sé alveg bara stórkostlega heil- brigður og meiriháttar einstaklingur. Hún telur sig líka ljónheppna vegna þess að þau eru bæði barnlaus. Þannig að þarna er bara mikill fengur vegna þess að það eru engin börn og þá engin fyrrverandi á kant- inum. En síðan kemur náttúrlega í ljós hvers vegna svo er í pottinn búið,“ segir Brynhildur og skellir upp úr. „Þetta fólk gæti átt gott líf saman en lífið er bara eins og það er.“ Eins og fjölskylduboð Brynhildur hefur ekki áður unnið i Borgarleikhúsinu og stígur nú í fyrsta skipti á svið með leikurum eins og Sigrúnu Eddu, Halldóru, Hallgrími og Halldóri Gylfasyni þótt hún þekki þau öll vel. „Ég er svo ham- ingjusöm í vinnunni. Þetta er svo yndislegt fólk og það er svo gott að koma þarna að þetta er eins og að vera í fjölskylduboði. Þetta er algjörlega frábær hópur. Það var gaman að fá þetta tækifæri og þetta hentaði líka svo vel þegar ég kom að utan. Að halda bara flakkinu og ævintýrinu áfram.“ Brynhildur segir að Ragnar hafi unnið verkið mik- ið til í spuna með leikurunum rétt eins og hann gerði með Vesturporti í Foreldrum og Börnum og sjónvarpsþáttunum Heimsenda. „Þá kem- ur hann með hryggjarstykkið að verkinu og leggur nokkurn veginn línurnar með hvaða grunnþætti persónurnar hafa og svo leggjum við af stað í ferðalag og spinnum senurnar. Þetta tók hann allt saman upp á myndband í sumar og svo fór hann og skrifaði leikritið upp úr þessum spuna. Þannig að við sitj- um dálítið vel í karakterunum og þekkjum þá vel. Enginn er ókunn- ugur sínum texta og mikið til er þetta það sem gerðist á æfingum í vor áður en Raggi fór og skrifaði leikritið í sumar,“ segir Brynhildur sem líkar þessi aðferð vel. „Það sem gerir þetta svo ofboðslega spennandi er að maður kemur svo mikið að sköpuninni og það er skemmtilegt að hafa unnið þetta í sameiningu þótt þetta sé vissulega leikrit eftir Ragnar Bragason þá eigum við svo vel heima innan verksins.“ Þórarinn Þórarinnsson toti@frettatiminn.is Beint frá Yale í blokk- aríbúð í Fellunum Leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir fór á kostum í kvikmyndinni Okkar eigin Osló í fyrra en síðan hefur lítið borið á henni. Eðlilega, kannski, þar sem hún skellti sér í ársnám við Yale-háskólann í Bandaríkjunum. Hún er nú mætt aftur til leiks, fersk og eldhress, og fer með eitt aðalhlut- verkanna í Gullregni, nýju leikriti eftir Ragnar Bragason. Þar leikur hún pólska konu sem finnur ástina á Íslandi. Eða ekki. Hin ljúfa og góða Daniela huggar unnusta sinn sem er ekki allur þar sem hann er séður. Þetta fólk gæti átt gott líf saman en lífið er bara eins og það er. 38 viðtal Helgin 26.-28. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.