Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Síða 40

Fréttatíminn - 26.10.2012, Síða 40
Pósthús á spottprís E „Eigum við að kaupa það?“ sagði kon- an um leið og sjónvarpsþulurinn lauk lestri fréttar um liðna helgi þar sem fram kom að fyrrum afgreiðsluhús- næði Pósts og síma á Raufarhöfn væri til sölu, þriggja hæða steinsteypt hús, 370 fermetrar – á þrjár og hálfa milljón króna! Húsið var byggt á uppgangstíma Raufarhafnar, árið 1960, þegar síldar- gróðinn flæddi um holóttar göturnar og peningalyktin fyllti vitin. Kjallari pósthússins er 106 fermetrar með geymslum, snyrtingum og tæknirými. Á neðri hæðinni er afgreiðslusalur og með fylgja þjónustuborð og innrétt- ingar frá þeim tíma er ríkisfyrirtækið Póstur og sími rak þar sína þjónustu. Salurinn er 133 fermetrar. Á efri hæð hússins er 131 fermetra íbúð. Það fylgdi sögunni að húsið væri prýðisgott, vel íbúðarhæft en þarfnaðist viðhalds. Af myndum að dæma er um reisu- legt hús að ræða og að innan má sjá afgreiðslu hins gamla þjónustufyrir- tækis. Jafnvel stólarnir eru enn á sínum stað. Veggir eru blámálaðir og ofnar gulir, í þeim sterku litum sem voru í tísku er við hjónakornin hófum búskap á áttunda áratug liðinnar aldar. Eldhús- innréttingin er í sama stíl, tómatsósu- rauð, og hvít eldavél á sínum stað. „Það væri svo sem nógu geggjað að kaupa það,“ svaraði ég og leit á frúna um leið og ég spurði hana hvað í ósköp- unum við ættum að gera við pósthúsið á Raufarhöfn, sem er nokkurn veg- inn eins langt frá Kópavogi og komist verður landleiðina. „Við gætum búið á efri hæðinni og notað þá neðri sem gistirými,“ sagði konan, eins og ekkert væri sjálfsagðara en að við gerðum út á túrista á Raufarhöfn. Ég leyfði mér að taka vel í tillög- una enda vissi ég að málið næði ekki lengra. Það var bara söluverð þessa stóra húss sem varð kveikjan að skyndihugdettunni. Fram kom í frétt- inni það mat fasteignasala að sambæri- legt hús á höfuðborgarsvæðinu gæti kostað 80 milljónir króna. Jafnframt sagði núverandi eigandi hússins að gott væri að búa í þorpinu. Fræg eru þau ummæli fyrrum bæjarstjóra í okkar sveitarfélagi að gott sé að búa í Kópavogi og ekki efa ég að gott sé að búa á Raufarhöfn. Pósthúsið er ekki eina hús- ið sem fæst á góðu verði – eða jafnvel ókeypis – á Raufar- höfn. Í ársbyrjun var auglýst að gamla kaupfélagshúsið á staðn- um fengist án endurgjalds. Það skilyrði var eitt sett nýjum eig- endum að þeir gerðu húsið upp að utan innan þriggja ára, í samráði við byggingarfulltrúa staðarins. Gróðinn fólst í því að bæta bæjarbraginn. Fasteignaverð á Raufarhöfn segir til um stöðu þessarar fornfrægu verstöðv- ar. Fólki hefur stöðugt fækkað. Ákall íbúanna eftir aðstoð hins opinbera hefur ekki farið fram hjá öðrum lands- mönnum. Óljóst er hins vegar hvað er til ráða. Raufarhöfn á sér merka og mikla sögu. Þar hefur verið lög- giltur verslunarstaður frá árinu 1883 en frægust er Raufarhöfn sem síldar- staður enda hófu Norðmenn síldveiðar þaðan í reknet árið 1900. Á næstu ára- tugum stækkaði þorpið ört. Afkoma manna byggðist á söltun, bræðslu og tilheyrandi þjónustu við síldarútgerð- ina. Síldarverksmiðjur ríkisins keyptu síldarbræðslustöð Norðmanna árið 1934. Verksmiðjan malaði gull fyrir þorpið og ekki síður þjóðarbúið allt næstu áratugi en árið 1944 var Rauf- arhöfn orðin næst stærsta útgerðar- stöð landsins, aðeins Siglufjörður stóð framar. Íbúar voru flestir á sjötta hundrað og aðkomufólkið margt, vel yfir tvö þúsund og á fjórða þúsund í landlegum þegar sjómenn á rúmlega 400 bátum bættust í hópinn. Þá var stuð á böllum í samkomuhúsinu. Æv- intýrinu lauk með hvarfi síldarinnar árið 1967. Síðan hefur leiðin legið nið- ur á við. Pistilskrifarinn kom til Raufarhafnar ári síðar til þeirrar sumarvinnu að mála Raufarhafnarvita sem trónir á Höfð- anum, náttúruprýði staðarins. Þá var dauflegt um að litast, verksmiðuglamr- ið þagnað sem og köll og hróp fólksins á síldarplönunum. Örlög Raufarhafnar eru um sumt svipuð og síldarbæjarins mikla, Siglufjarðar. Þar tókst þó, eftir langa mæðu og mikla mannfækkun, að snúa vörn í sókn. Það er ekki síst fyrir einkaframtak að Siglufjörður, einkum hafnarbyggðin, er orðin ein- hver sú fallegasta á landinu og laðar að sér ferðamenn. Hvort svipað er hægt að gera á Raufarhöfn skal ósagt látið en alls ekki vonlaust. Vonandi sjá bjart- sýnir menn sér hag í að kaupa póst- húsið þar á spottprís og gera eitthvað skemmtilegt í framhaldinu. Sennilegt er enn fremur að einhver hafi nælt sér í gamla kaupfélagið. Vonandi nær það fyrri virðingarsessi. Þótt nauðsynlegt geti verið að leita tímabundinnar að- stoðar hins opinbera er affarasælla til lengdar að einstaklingar og fyrirtæki standi að framkvæmdum og uppbygg- ingu atvinnulífs. Ekki má gleyma því að margir sjá fyrir sér uppbyggingu norðaustur- horns landsins þegar siglingaleiðin í ís- hafinu, norðan Rússlands til Asíu, opn- ast. Svo eru það bjartsýnismennirnir sem huga að olíuvinnslu á Drekasvæð- inu, tiltölulega skammt undan. Rætist þeir draumar þarf að sækja þjónustu stystu leið í land. Þar kemur Raufar- höfn inn í dæmið, ekki síður en önnur pláss, með sína góðu hafnaraðstöðu. Það væri kannski ekki svo vitlaust að taka konuna á orðinu og splæsa í póst- húsið. Fasteignaverð gæti átt eftir að hækka hressilega á svæðinu. Ógleymdur er svo Núbó hinn kín- verski, verðandi bóndi á Grímsstöðum á Fjöllum. Eitthvað verður ríka fólkið sem hann ætlar að flytja inn að gera sér til dundurs, annað en að spila golf á aðventunni. Er ekki trúlegt, miðað við önnur plön hans, að hann leggi hraðlestarteina út að sjó – til dæmis til Raufarhafnar? Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Atvinnutækifæri í Evrópu Vinnumálastofnun og EURES standa fyrir starfakynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur 26. og 27. október. Föstudagur 26. október kl. 16:00 - 19:00. Laugardagur 27. október kl. 12:00 - 17:00. Einkum er eftirspurn eftir fólki úr eftirtöldum starfsstéttum: Mikil eftirspurn er eftir flestum starfsstéttum í byggingariðnaði svo sem arkitektum, húsasmiðum, rafvirkjum, málurum, járnamönnum, pípulagningarmönnum ofl. Einnig eru í boði störf fyrir bílstjóra, kranamenn, bifvélavirkja, vélvirkja, í iðnaði og vörustjórnun. Áfram er eftirspurn eftir verkfræðingum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og fólki með menntun í hugbúnaðargeiranum. Eftirtalin fyrirtæki kynna laus störf og taka á móti umsóknum: Frá Noregi koma fulltrúar Dips ASA, Stongfjord Vekst AS, Network Scenario Automation AS, Helse Personal AS, Xtra personell Care, Solund Verft AS, Rett Bemanning AS og CBA Fagformidling. EURES ráðgjafar frá Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Litháen kynna atvinnutækifæri í sínum löndum. Á kynningunni verða kynnt laus störf og veittar upplýsingar um starfs- og búsetuskilyrði víða í Evrópu. Einnig gefst fólki færi á að ræða beint við atvinnurekendur. Sjá má hluta þeirra starfa sem í boði eru á síðunni www.eures.is með því að smella á „Laus störf“. 40 viðhorf Helgin 26.-28. október 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.