Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Síða 42

Fréttatíminn - 26.10.2012, Síða 42
2 ABC BARNAHJÁLP Hjónin Hannes Lentz og Guðrún Margrét Pálsdóttir stofnuðu ABC barnahjálp ásamt góðu fólki árið 1988. Þau segja það vera köllun sína að búa fátækum götubörn- um um gjörvalla veröld gott heimili með Guðs hjálp og góðra manna. Hugsjónin kviknaði á ferðalagi „Það er ofboðslega mikil ábyrgð að halda utan um allt þetta starf og öll börnin,“ segir Guðrún Margrét sem hefur frá stofnun samtakanna séð um framkvæmda- stjórn og verið almennt við stjórnvölinn. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt og skömmu eftir útskrift fór hún í hnatt- ferð sem markaði djúp spor í líf hennar. „Í þeirri ferð kviknaði hugsjónin. Að komast svona í bein tengsl við fátæktina og sjá hvað fátækt fólk hefur litla möguleika, börn sem sofa úti á götu og eiga ekki mat. Það verður enginn samur eftir svoleiðis reynslu.“ Guðrún tók að kaupa bækur og dreifa þeim á meðal fólks í fátækrahverfunum. „Mér fannst svo átakanlegt að fólk gæti ekki keypt sér bækur, það var eitthvað sem skipti mig svo miklu máli.“ Hún segir að raunverulega áfallið hafi komið þegar hún áttaði sig á því að margir væru ólæsir. „Þá tók ég ákvörðun, ég ætlaði að klára hringinn, koma heim og safna fé og halda síðar aftur út til þess að kenna fólki að lesa.“ Fjölskyldan reyndi ítrekað að telja henni hughvarf en hún segir að slíkt gangi sjaldnast þegar hún hafi bitið eitthvað í sig. Henni varð þó ekki úr fyrirætlunum af annari ástæðu. Viku eftir heimkomuna kynntist hún manni, Hannesi Lentz. Örlögin tóku völdin Hannes hóf nám í viðskiptafræði en lauk því ekki þar sem hann hóf störf innan tryggingageirans og gekk mjög vel í starfi. „Ég hafði ekki sömu hugsjón í byrjun og Guðrún en átti ekki annarra kosta völ en að taka þátt í starfinu með henni þar sem við vorum jú gift“ segir Hannes brosandi. „Það kom sér vel að ég hafði fjárfest í hús- næði sem við gátum síðar nýtt undir starf- semi ABC. Með fríu húsnæði og eintómri sjálfboðavinnu gátum við þannig haldið öllum kostnaði í lágmarki fyrir ABC.“ Guðrún Margrét segir að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun sem hún stóð frammi fyrir þegar hún kynntist Hann- esi, „Allt í einu stóð ég frammi fyrir mjög erfiðu vali, að elta drauma mína og það hlutverk sem að ég hélt innilega að mér hefði verið ætlað eða það að setjast að á Ís- landi.“ Það myndi seint teljast hefðbundin leið sem að Guðrún beitti við ákvörðunar- tökuna. „Ég hafði fyrir löngu falið Guði líf mitt, það er algjörlega í hans höndum og í bæn óskaði ég eftir leiðsögn. Að því búnu tók ég sex peninga. Ég sagði við Guð að ef fiskarnir kæmu upp færi ég utan en annars ekki. Það sem gerðist var greinilegt merki um hvað ég ætti að gera, það kom ekki upp ein einasta fiskahlið. Ég vildi þó vera alveg viss svo ég tók upp Biblíuna mína. Með lokuð augun opnaði ég hana og benti með fingrinum ákveðið. Þegar ég opnaði augun var þar komið annað og mjög skýrt teikn. Undir fingrinum stóð, „farið ekki. Ákvörð- unin hafði verið tekin fyrir mig” segir Guðrún Margrét og heldur áfram: „Þarna hafði ég í höndum mér framtíðina, annars vegar það sem ég trúði einlæglega að væri mitt hlutverk í lífinu, og svo manninn sem ég hafði nýverið kynnst og elskaði. Það er nefnilega svo að oft telur maður sig hafa svörin, telur sig vita hvað manni sé ætlað án þess að hafa einhvern tímann litið heild- armyndina augum. Þessi tvö merki um að ég ætti að vera hér heima voru svo skýr, ég hefði aldrei getað horft fram hjá þeim.“ Í sjálfboðastarfi í tuttugu og tvö ár. Hjónin giftu sig í maí tæpu ári eftir heim- komu Guðrúnar Margrétar. Ári eftir það var ABC stofnað og hjónin segja að það hefi hreint ekki verið auðvelt, þrátt fyrir að skrifstofuhúsnæðið hafi verið til reiðu sem þau höfðu fjárfest í. „Guðrún Margrét vann myrkranna á milli,“ segir Hannes. „Hún vaknaði oft upp á næturnar og fór að sinna einhverju á skrifstofunni, þetta var ótrú- legt álag á fjölskylduna“ en saman eiga þau hjónin fjögur börn. „Konan mín var í sjálf- boðavinnu fyrir ABC í yfir tuttugu og tvö ár og bar allan þungann af starfinu. Það komu auðvitað og fóru aðrir sjálfboðaliðar en við þurftum alltaf að standa við okkar skyldur gagnvart skjólstæðingum okkar. Þegar mest hefur verið, höfum borið ábyrgð á framtíð 13 þúsund barna. Oft hefur ABC gengið í gegnum þrengingar og þá hefur reynt enn meira á.“ Hannesi er greinilega mikið niðri fyrir og Guðrún tekur því við og útskýrir að Hannes hafi alltaf staðið þétt við bakið á starfinu fjárhagslega og verið traustur bakhjarl frá upphafi meðal annars með fríu húsnæði, rafmagni, hita og bíl auk þess að vera eina fyrirvinna fjölskyldunnar á meðan hún fékk að vera í sjálfboðavinnu. Árið 2004 seldu þau hjónin skrifstofuhús- næðið í Sóltúni og keyptu annað minna í Síðumúla. Á sama tíma höfðu þau líka ákveðið að stækka við heimilið sitt og fluttu í annað hús þar sem það gamla var löngu orðið of þröngt fyrir sex manna fjöl- skylduna og ýmsa gesti utan úr heimi sem gistu hjá þeim. Við gátum skipt nokkurn veginn á sléttu. Fjölmiðill nokkur hefur gert þetta að umfjöllunarefni sínu. „Okkur finnst leiðinlegt að rýrð skuli hafa verið varpað á starfið hjá barnahjálpinni,“ segir Guðrún Margrét og Hannes bætir við að kannski sé best að láta það kyrrt liggja, „þessi grein var ekki svaraverð.“ „Vel- gengni okkar í einkalífinu stafar án vafa af því að við höfum lært að gefa“ segir Guð- rún Margrét. „Ég ólst upp við það að faðir minn gaf tíund af öllum tekjum sínum og ég hef frá unglingsárum gert það sama. Það einhvern veginn blessast allt þegar maður gefur.“ „Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir umfanginu á starfi ABC, þetta er ekki eins og að borga fyrir áskrift að tímariti. Þetta er raunverulegt líf einhvers, framtíð ein- staklings í höndum þínum. Slíku höfum við aldrei tekið létt, þetta er gríðarleg ábyrgð.“ Hannes segir að það hafi komið tímabil þar sem álagið hafi verið slíkt að hefði hann haft eitthvert val hefði hann vilj- að bakka út en það hafi aldrei verið í boði. Með stækkandi starfi varð svo ekki komist hjá því að ráða fasta starfsmenn. „Upphafið var að móðir mín kom einn daginn með 10.000 kr. og sagði að þetta ætti að fara í launasjóð ABC“ segir Guðrún Margrét og bætir við að með tilkomu fastráðinna starfsmanna séu hlutirnir nú auðveldari en áður. Við stofnuðum síðar Vinafélag ABC sem sér um rekstrarhlið ABC. Við leggjum kapp á að hafa starfið gegnsætt og skothelt. Fjárreiður og bókhald eru á sitt hvorri hendinni, KPMG sér um árs- reikningagerð og ársreikningum er skilað til Ríkisendurskoðunar auk þess sem þeir eru aðgengilegir á heimasíðu starfsins. Aðspurður út í trúartenginguna í starf- inu segir Hannes aldrei neitt annað hafa komið til greina en að byggja starfið upp á kristnum gildum. „Það lá beint við, Guð- rún hefur verið kristin frá unglingsárum og ég hef einnig falið líf mitt Guði.“ „Oft hefur reynt á trúna í starfsemi ABC, núna síðast í þessum mánuði þegar neyðarástand skapaðist hjá ABC í Pak- istan. Þar var búið var að reisa veggi fyrir heimavistarskóla en vantaði enn þakið og vetur að skella á. Engir peningar voru í hendi og senda þurfti tvær milljónir króna strax til þess að byggja þakið. Börn og starfsfólk höfðu beðið til Guðs um lausn í Upphaf ABC og staðan í dag Hrunið haft afar mikil áhrif á starfið Guðrún Margrét og Hannes segja ekki koma til greina að hætta fyrr en öllum börnum hefur verið komið í skjól Frá starfinu í Pakistan Sjálfboðaliðar að störfum á skrifstofu ABC
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.