Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Page 43

Fréttatíminn - 26.10.2012, Page 43
 BARNAHJÁLP ABC 3 Frá starfinu í Úganda Hjónin í heimsókn á Heimili litlu ljósanna á Indlandi málið og viti menn, aðili sem vissi ekkert um þessa þörf hringdi óvænt um daginn og sagðist vilja gefa ABC tvær milljónir króna. Daginn eftir höfðum við sent féð til Pakistan og mikið vorum við þakklát og fegin“ segir Guðrún Margrét. Við höfum mjög stóra sýn ABC hefur sett á fót fjörutíu skóla í átta löndum Afríku og Asíu og styður í dag um tólf þúsund börn til náms. Af þeim búa um fjögur þúsund börn á heimavistum ABC. Það eru börn sem koma úr virkilega slæmum aðstæðum, eru á götunni eða búa of langt frá skólanum til þess að geta gengið þangað daglega. Það vantar stuðn- ingsforeldra fyrir mörg þessara barna og er ein mesta áskorunin í starfinu að mæta þeirri þörf. Önnur stór áskorun er að mæta þeim mismun sem skapaðist við gengis- fall íslensku krónunnar þar sem yfir 90% af tekjum ABC barnahjálpar á heimsvísu koma frá Íslandi. Á heimasíðunni www. abc.is <http://www.abc.is> er hægt að finna börn sem vantar stuðning eða leggja starfinu lið á annan hátt. Aðspurð að því hve lengi þau ætla að standa að þessu svarar Guðrún Margrét ákveðin: „Þangað til að öll börn sem þess þurfa hafa fengið þak yfir höfuðið og tæki- færi til náms, þetta er það sem við stefnum að og teljum vera okkar hlutverk.“ Hún segir krefjandi og spennandi tíma fram undan hjá barnahjálpinni, „við höfum mjög stóra sýn og hlökkum til að vinna áfram að þessu brýna máli.“ ABC hefur sett á fót fjörutíu skóla í átta löndum Afríku og Asíu og styður í dag um tólf þúsund börn til náms. Af þeim búa um fjögur þúsund börn á heimavistum ABC. Það eru börn sem koma úr virkilega slæmum aðstæðum, eru á götunni eða búa of langt frá skólanum til þess að geta gengið þangað daglega. Það vantar stuðningsforeldra fyrir mörg þessara barna og er ein mesta áskorunin í starfinu að mæta þeirri þörf.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.