Fréttatíminn - 26.10.2012, Síða 47
Haustið 2006 hóf ABC barnahjálp hjálparstarf í Nairóbí. Þórunn Helgadóttir og eiginmaður hennar, Kenýamaðurinn Samuel
Lusiru Gona, veita starfinu forstöðu. Í
miðju Mathare fátækrahverfinu, sem er eitt
stærsta fátækrahverfi borgarinnar, reka
þau heimavist fyrir 180 börn. Stór hluti
barnanna á heimavistinni eru fyrrverandi
götubörn sem sváfu á götunni, betluðu,
stálu og sniffuðu lím. Þessi börn stunda nú
námið af kappi og umbreytingin á þeim er
algjört kraftaverk.
Auk reksturs heimavistarinnar eru um
500 fátæk börn í hverfinu studd til að ganga
í skóla. Í skólanum fá þau læknisþjónustu,
heitan mat og skólabúning, auk þess sem
þau fá hjálp við heimanám og ýmsa afþrey-
ingu eftir skóla í skólaathvarfi sem rekið er
af ABC.
Í byrjun desember 2011 var farið ásamt
7 sjálfboðaliðum frá Íslandi til Loitoki-
tok og höfu þau sér til aðstoðar Masaia
konu sem er menntuð sem kennari en er
komin á eftirlaun. Hún hefur verið að hýsa
ungar stúlkur á heimili sínu sem flúið hafa
að heiman til að forðast giftingu og/eða
umskurn. Aðstoðaði hún við túlkun í við-
ræðum við þorpshöfðingja með það fyrir
augum að stofna ABC skóla og fá Masai-
amennina til að senda stúlkurnar frekar í
skóla en að gifta þær. Fundurinn tókst með
ágætum og samþykkti þorpsráðið þetta og
útvegaði land fyrir skólann. Í janúar 2012
var síðan hafist handa við byggingu skól-
ans. Þörfin er afar mikil og ganga nú bæði
drengir og stúlkur í skólann og er fjöldinn í
dag þegar orðinn 107 nemendur og sjá inn-
fæddir kennarar um alla kennslu.
ABC styður nú alls um 800 börn í Kenýa.
Naíróbí, Kenýa
Naíróbí er ein hættulegasta höfuðborg
heims. Af þremur milljónum íbúa, lifir hið
minnsta helmingur í fátækrahverfum og
atvinnuleysi er yfir 70%. Millistéttin virðist
engin heldur búa langflestir við ömurleg
kjör. Í fátækrahverfunum er atvinnuleysi
yfir 90% og eykst tíðni HIV smita stöðugt.
Á aðeins einum ferkílómetra búa um 3000
manns, skólplækir liggja milli kofaskrifla
og rusl hrúgast upp um allt. Hér gildir
frumskógarlögmálið. Hver bjargar sjálfum
sér og lifað er fyrir einn dag í einu. Allt er
til sölu og meðfram moldarvegum liggja
sölubásar með þýfi, skemmdu grænmeti,
brotnum diskum og fleiru sem enginn
hefur efni á að kaupa. Vændi er líka mjög
algengt og réttlætt. Afkoman gefur mat
handa fjölskyldunni það kvöldið, HIV er
vandamál morgundagsins.
Spillingin hefur tröllriðið þjóðfélaginu.
Ríkið lofar ókeypis grunnskólamenntun
en skólabúningar eru í staðinn dýrir og
leiga á skólaborði kostar 2500 krónur á ári.
Sólarhringur á ríkisspítalanum kostar um
40.000 krónur og er um tveggja sólarhringa
bið . Fyrir fólk sem þénar undir 70 krónum
á dag að jafnaði er staðan afar slæm. Víta-
hringur vonleysis hefur skapast í samfé-
laginu, hringur sem erfitt er að rjúfa.
Afleiðingar hrunsins
Mikil neyð hefur skapast undanfarið vegna
hrunsins á Íslandi í starfi okkar í Kenýa
Til að áfram sé hægt að veita börnunum
sem nú eru í skólum og heimavist á okkar
vegum í Naírobí viðunandi þjónustu er
brýn þörf á styrktaraðilum. Bæði styrktar-
foreldrum og velunnurum, svo hægt sé að
sinna þessu starfi sómasamlega.
Starfið hefur verið skorið niður á allan
mögulegan hátt og má segja í dag að börnin
lifi við mikinn skort í skólanum, sem er
ekki það sem ABC hafði í huga þegar
skólinn var stofnaður. Allt hefur hækkað og
viðhald á bílum, byggingum og lóð hefur
ekki verið hægt að sinna að neinu leyti og
ástandið er allt orðið afar vont.
Hugsjón okkar var og er að öll okkar
börn séu örugg um að við mætum lág-
marks þörfum þeirra að öllu leyti.
Neyðarkall til þjóðarinnar
Við sendum út neyðarákall til okkar þjóðar
núna. Við stöndum frammi fyrir því að
börnum okkar verði vísað úr skóla og þau
fái ekki áframhaldandi læknisþjónustu
komi ekki fjármagn inn í starfið afar fljótt
og þörf er á að lágmarki 3,5 milljónum
króna hið allra fyrsta.
Mánaðarleg þörf til að halda starfs-
ins Kenýa í gangi er þrjár milljónir, sjö
hundruð og fimmtíu þúsund. Framlög frá
styrktarforeldrum eru í dag 2,3 milljónir
króna og er því mismunur uppá rétt um 1,5
milljónir króna á mánuði, en þessi mikli
mismunur er mikið tilkomin vegna gengis-
falls íslensku krónunnar í hruninu. Það
segir sig því sjálft að ástandið er afar erfitt.
Við viljum bjóða þér kæri samborgari
okkar að gerast velunnari Kenýa með
mánaðarlegu framlagi að eigin vali til að
brúa bilið.
Reikningsnúmer Kenýa reiknings okkar er:
344-13-44005 kennitala 690688-1589
naíRóbí Kenýa
BARNAHJÁLP ABC 7
Brýn þörf á að brúa bilið neyðarákall
Auk reksturs heimavistarinnar eru
um 500 fátæk börn í hverfinu studd
til að ganga í skóla. Í skólanum fá
þau læknisþjónustu, heitan mat og
skólabúning, auk þess sem þau fá
hjálp við heimanám og ýmsa afþrey-
ingu eftir skóla í skólaathvarfi sem
rekið er af ABC.