Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Page 60

Fréttatíminn - 26.10.2012, Page 60
52 matur Helgin 26.-28. október 2012  matur Haustborgarinn Á vorin virðast allir hlaupa til og rífa grillin fram úr fylgsnum sínum. Á sama tíma bylja á okkur auglýsingar um allt sem tengist grillinu. Þetta sama virðist ekki eiga við um haustið og veturinn. Fáar aug- lýsingar leggja áherslu á bestu pottana til að elda í kjötsúpu og enn sem komið er hefur slík ekki verið framleidd um hve góðir ham- borgarar eru steiktir á vel gerðri pönnu. Þetta er auðvitað rugl því það skiptir jafn miklu ef ekki meira á hverju maturinn er eldaður innandyra. Hamborgari eldaður á þykkri og vel notaðri pottjárns- pönnu er mörgum sinnum betri en annar alveg eins eldaður á þunnri teflon pönnu. Jafn vel enn betri en grillaður. Rétta kjötið Best er að fara til kjötsalans og fá hakk sem er með fituprósentu upp á u.þ.b. tuttugu. Ekki vera alltaf að kaupa fituhreinsað eitthvað sem selt er úti í búð. Það þarf smá fitu í kjötið svo það breytist ekki í skósóla. Næsta skref er beikonið. Ó, já það er beikon í haustborgaranum. Það er best að fá það líka hjá kjöt- eða pylsugerðarmanni. Skorið í aðeins þykkari sneiðar. Saxa það svo í tætlur. Búa til bolta úr hakkinu og fletja smá. Fylla botninn með beikoni og pressa kjötið svo á milli tveggja smjörpappírslaga (þeir sem eiga hamborgarapressur noti þær að sjálfsögðu). Kryddið á þennan ágæta borgara er mest megnis pipar. Kannski smá salt á toppinn en bara pínulítið því að beikonið sjálft er brimsalt. Pannan Hita pönnuna. Passa að hún sé vel heit en þó ekki rjúkandi. Sjö af tíu hitastigum. Steikja beikonhliðina þangað til að fitan byrjar að taka sig en er ekki orðið stökkt. Snúa varlega við og elda hina hliðina. Fitan úr beikoninu lekur yfir kjötið og gerir allt djúsí og fínt. Þá er plattanum snúið aftur á beikon- hliðina og ostur, beittur eins og t.d. cheddar, er settur á. Þá er smá vatni, c.a. einni matskeið, dreitlað í jaðarinn á pönnunni og lok sett yfir. Við þetta myndast gufa sem bræðir ostinn en kemur ekki í veg fyrir að botninn verði stökkur og góður. Hamborgara á að elda í gegn en þó ekki þannig að hægt sé að spila með þeim hokkí. Samsetning Þá er um að gera að hvíla borgar- ann aðeins á meðan brauðið er glóðað í fitunni á pönnunni. Um að gera að prófa sig áfram í hvaða brauð er keypt. Ekki eru allar versl- anir með það sama og kjötkaup- mennirnir láta oft baka fyrir sig dúnmjúk brauð. Val á meðlæti er auðvitað ein- staklingsbundið sem og sósurnar. Súrsaðar gúrkur eru samt nauðsyn- legar. Það margborgar sig þó að prófa nokkrar tegundir því eins og með brauðið eru þær svo sannar- lega ekki allar eins af guði gerðar.  kynning Samlokur fyrir alla fjölskylduna Á Nýbýlavegi í Kópavogi er samloku- staðurinn Supersub. Þar er hægt að fá 20 tegundir af samlokum auk þess sem boðið er upp á þunnbotna pitsur, salöt og fundarbakka. Staðurinn er sérlega fjölskyldu- vænn með 40 fermetra boltaland og krakkahorn fyllt með leiktækjum þannig að engum þarf að leiðast heimsóknin. Yngri kynslóðinni býðst að útbúa sína eigin pítsu, fylgjast með henni fara inn í ofn og alla leiðina á diskinn. Subersub, sem að tekur 70 manns í sæti, hentar sérlega vel fyrir barnaafmæli og ekkert aukagjald er tekið fyrir það annað en að kaupa matinn á staðnum. Þeir sem svo kjósa fá svo að koma með kökuna að heiman eða beint úr bakaríinu. Einnig er hægt að fara með veisluna heim því veislubakkarnir á Supersub eru sérlega vinsælir og henta við öll tækifæri. Ef pantaðir eru þrír bakkar eða fleiri eru bakkarnir sendir frítt heim að dyrum. Supersub er á Facebook og vinir fá sérstök tilboð. Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is Í botninn með beikonið Nú eru flestir búnir að setja grillið inn í skúr og þá þarf að grípa til annarra ráða við eldamennskuna. Nú skal steikja borgarann.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.