Fréttatíminn - 26.10.2012, Qupperneq 62
54 bílar Helgin 26.-28. október 2012
reynsluakstur Volkswagen up!
20% MINNI
bensíneyðsla á 90
en á 110 km hraða.
Arion banki býður nú kaupleigu og bílalán til að fjármagna
bílakaup. Viðskiptavinir í Vildarþjónustu njóta hagstæðra
kjara og geta sparað sér töluverða fjármuni.
ÁRSAÐILD AÐ FÍB FYLGIR ÖLLUM SAMNINGUM
Á arionbanki.is finnur þú reiknivél sem sýnir með einföldum
hætti muninn á þeim valkostum sem í boði eru.
HAGKVÆM
BÍLAFJÁRMÖGNUN
Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is
Vönduð amerísk heilsársdekk
- stærðir 31- 44 tommur
- slitsterk
- neglanleg
- má míkróskera
- frábært veggrip
Gott verð!
fyrir flestar stærðir jeppa og jepplinga
Skjót og góð
þjónusta!
Dekkjaverkstæði á staðnum.
Bjóðum alla almenna dekkjaþjónustu.
2012-10 Dekk 100x100mm.indd 1 23.10.2012 14:33:00
Kia cee‘d Sportswagon kynntur
Askja, umboð Kia, kynnti fyrr í þessum mánuði nýjan Kia cee‘d
Sportswagon. Kia cee‘d kemur í tveimur útfærslum, annars
vegar sem fimm dyra hlaðbakur sem kom á markað í vor, og
hins vegar sem Sportswagon sem tekur við af fyrri kynslóð
langbaksins.
Sportswagon er boðinn með tveimur dísilvélum 1,4 og 1,6
lítra sem skila 90 og 128 hestöflum. Farangursrýmið er 528
lítrar og hægt er að stækka það í alls 1642 lítra ef aftursætin
eru felld niður. Bíllinn er með 7 ára verksmiðjuábyrgð, eins
og allir nýir Kia bílar.
Sportswagon er fram-
leiddur í verskmiðju
Kia í Zilina í Slóvakíu
sem mun framleiða
um 285.000 Kia bíla á
þessu ári.
Á síðu Öskju segir:
„Nýju Kia cee‘d bílarnir
hafa breyst mikið í útliti
og aksturseiginleikum,
auk þess sem þeir eru
búnir nýjum aflmiklum
en um leið eyðslugrönnum og umhverfismildum vélum. Báðar
gerðirnar búa yfir kraftalegum línum og fáguðum formum.
Falleg díóðuljós einkenna nú cee‘d að framan auk þess sem
báðar gerðirnar eru lengri og breiðari en forverarnir en verða 1
sm. lægri. Innanrýmið þykir mjög fallegt og sportlegt, þar sem
efnisnotkun er vönduð og tækjabúnaður ríkulegur.“
V olkswagen up! er nýjasta út-spil þýska bílaframleiðand-ans og hefur fengið fádæma
góða dóma og var til að mynda
kosinn bíll ársins hjá breska bíla-
tímaritinu What Car?. Volkswagen
up! er fjögurra manna og því aðeins
fyrir litlar fjölskyldur eða sem
aukabíll á heimili. Hann er fádæma
sparneytinn, eyðir bensínvélin
aðeins 4,1 lítra á hverja hundrað
kílómetra í blönduðum akstri,
sem er með því besta sem gerist í
bílaheiminum. Hann drepur á sér
á ljósum og sparar þannig óþarfa
bensíneyðslu og mengar minna.
Bíllinn sem ég reynsluók var
beinskiptur. Til þess að stuðla að
sem minnstri eldsneytiseyðslu gef-
ur bíllinn ökumanni merki um hve-
nær eigi að skipta um gír og komst
ég að því að ég er sennilega alltaf
að þenja vélina of mikið og keyri í of
lágum gír. Undir venjulegum kring-
umstæðum hefði ég alltaf keyrt í
einum gír lægra en skilaboðin gáfu
til kynna og er þar ef til vill komin
skýringin á því hvers vegna mér
tekst ekki að keyra minn eigin bíl,
Volkswagen Sharan, á þeirri eyðslu
sem hann er gefinn upp með. Ég
mun tvímælalaust endurskoða gír-
skiptingar mínar héðan í frá því
ekki er bensínið gefins.
Skottið er rúmgott af svona
litlum bíl að vera. Það er djúpt og er
hægt að stækka það enn meira með
því að leggja aftursætin niður.
Börnin sáu ágætlega vel út um
afturgluggana en ekki er hægt að
renna þeim niður. Þeir opnast út
með smellu.
Volkswagen up! kemur vel út í
árekstraprófum, fær fimm stjörnur
af fimm mögulegum hjá Euro
NCAP, sem er evrópsk stofnun sem
gerir öryggispróf á bílum. Staðalút-
búnaður inniheldur meðal annars
ABS bremsukerfi, sem gerir bílinn
öruggari og kemur í veg fyrir að
hjólin læsist við snögga hemlun.
Einnig eru loftpúðar bæði fyrir
ökumann og farþega.
Bíllinn sem ég prófaði er ódýr-
asta útgáfan og kostar rétt innan
við 2 milljónir sem þykir ekki mikið
fyrir nýjan bíl. Unglingsdóttirin
kvartaði hins vegar undan skorti á
aukabúnaði og fannst ansi rýrt að
hafa ekki einu sinni spegil innan á
sólskyggninu, hvorki fyrir farþega
né ökumann. Þessi bíll gerir svo
sem það sem hann þarf að gera, en
svo sem ekki mikið meira. Enda er
verðið eftir því.
Nýr Kia cee‘d
Sportswagon
var frumsýndur
hjá Öskju
fyrr í þessum
mánuði.
Ódýr, öruggur og
sparneytinn smábíll
Nýjasta útspil Volkswagen heitir Up! og er fjögurra manna sparneytinn smábíll á góðu
verði sem gerir allt sem hann þarf að gera en ekki mikið meira en það.
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@ frettatiminn.is