Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Side 70

Fréttatíminn - 26.10.2012, Side 70
62 skák Helgin 26.-28. október 2012  Skákakademían Jóhann Hjartarson er besti skákmaður Íslands á rið 1970 tók FIDE, Alþjóða skáksam-bandið, upp kerfi til að meta styrkleika skákmanna. Þetta kerfi var hannað af bandaríska skák- meistaranum Arpad Elo og við hann kennt. Snillingurinn Gary Kasparov náði í kringum aldamótin hæstu skákstigatölu sem sést hefur, 2851, og héldu víst margir að það met yrði aldrei bætt. Nú er norski undra- drengurinn Magnus Carlsen hinsvegar í seilingarfjarlægð frá meti Kasparovs, kominn með tæp 2848 stig. Hér er listi yfir 10 stigahæstu skákmenn heims þessa stund- ina, sem finna má á vefnum www.2700chess.com <http:// www.2700chess.com/> en þar er hægt að fylgjast með þeim skák- mönnum sem náð hafa að klífa yfir 2700-stiga múrinn. Fyrst er nafn, þá þjóðerni, síðan stigatala og loks fæðingarár. 1. Magnus Carlsen Noregi 2847,6 (1990) 2. Levon Aronian Armeníu 2815,4 (1982) 3. Vladimir Kramnik Rússlandi 2795 (1975) 4. Teimour Radjabov Azerbæjan 2788,9 (1987) 5. Fabiano Caruana Ítalíu 2786,5 (1992) 6. Vishy Anand Indlandi 2775,4 (1969) 7. Sergei Karjakin Rússlandi 2775,4 (1990) 8. Veselin Topalov Búlgaríu 2766 (1975) 9. Gata Kamsky Bandaríkjunum 2764,7 (1974) 10. Vassily Ivanchuk Úkraínu 2764,4 (1969) Jóhann Hjartarson besti skákmaður Íslands Þótt ár og dagar séu síðan Jóhann Hjartarson hætti atvinnumennsku í skák er hann ennþá stigahæstur íslenskra skákmanna. Jóhann hefur nú 2588 stig, en næstir koma Héðinn Stein- grímsson (2560), Helgi Ólafsson (2547), Henrik Danielsen (2524), Hjörvar Steinn Grétarsson (2512) og Hannes H. Stefánsson (2510) og Jón L. Árnason (2502). Aðrir íslenskir skákmenn eru öfugu megin við 2500 stigin. Þessi listi minnir okkur á þá frómu ósk skákáhuga- manna að Jóhann Hjartarson tefli meira, enda sá Íslendingur sem lengst hefur náð í baráttunni um heimsmeistaratitilinn. Caruana og Carlsen sigruðu á sterkasta móti ársins Á dögunum lauk í Bilbao sannköll- uðu ofurmóti, þar sem sex jöfrar leiddu saman hesta sína. Tefld var tvöföld umferð og er skemmst frá því að segja að Ítalinn Fabiano Caruana, sigurvegari N1 Reykja- víkurmótsins 2012, stal senunni. Caruana og Carlsen urðu efstir og jafnir með 6,5 vinning af 10, en síðan komu Aronian, Karjakin, Anand og Francisco Vallejo. Það bar til tíðinda að heims- meistarinn Anand vann ekki skák á mótinu, og er kominn niður í 6. sæti heimslistans. Lífið er tafl Benjamin Franklin (1706-1790) var fjölhæfur snillingur: Vísindamaður, heimspekingur, upp- finningamaður og einn af höfundum bandarísku stjórnarskrárinnar. Nafn Franklins er skrifað gylltu letri í sögu Bandaríkjanna og myndin af honum prýðir sjálfan 100 dollara seðilinn. Árið 1779 skrifaði Franklin: „Skákin er ekki aðeins tómstundaiðja. Marga mikilvæga eðlisþætti mannshugans – nýtilega í lífshlaupi hvers manns – má vekja og efla með taflmennsku, svo að þeir séu undirbúnir hvenær sem á þarf að halda. Lífið sjálft er einskonar tafl.“ skákþrautin Svartur leikur og vinnur Aðeins hvíta drottningin kemur í veg fyrir að svartur máti með því drepa með bisk- upinn á c3. Meistari Toulush hafði svart og átti leik gegn Bivshev, og hann stjakar ill- yrmislega við drottningunni. 1. Da7! 0-1 (Drepi hvítur drottn- inguna blasir mátið við, færi hún sig af skálínunni fellur hrókurinn á g1.) Norski undradrengurinn Magnus Carlsen. Nálgast stigamet Kasp- arovs. Jóhann Hjartarson hampar sigurlaunum á Alþjóða geðheilbrigðismótinu á dögunum. Hann er stigahæstur Íslendinga. S kyfall er 23. bíómyndin um James Bond og markar þau tímamót að 50 ár eru liðin frá því Bond sást fyrst í bíó þegar hann steig fullskapaður fram, holdgerður í Sean Connery, í Dr. No árið 1962. Á þessum árum hafa sex menn leikið Bond sem hefur mátt laga sig að síbreytilegum heimi en þessi kappi sem hóf feril sinn sem kaldastríðshetja, sem tókst á við rússneska KGB-skúrka og alþjóð- legu glæpasamtökin S.P.E.C.T.R.E. (ígildi ESB í hugum margra), hefur þurft að finna sér nýja óvini. Leikstjórinn Martin Campell og leikarinn Daniel Craig björguðu Bond frá stöðnun með Casino Ro- yale árið 2006 þar sem uppfærður Bond pakkaði saman hetjum nýrrar aldar á borð við Jack Bauer og Jason Bourne. Skyfall er þriðja Bond-mynd Craigs sem situr svo notalega í hlut- verkinu að hann sýnir nú sígilda Bond-takta í anda forveranna. Hann hefur meira að segja tíma til þess að gefa sér sekúndubrot til þess að laga ermahnappinn um leið og hann ryðst til árásar með skotsár á öxl. Sam Mendes (American Beauty, Road to Perdition, Jarhead) er al- vöru leikstjóri sem skilar Bond, eins og við höfum aldrei séð hann áður, í Bond-mynd sem er ólík öllu sem við höfum hingað til séð. Eftir frábæra byrjun hjá Craig í Casino Royale rann næsta mynd, Quantum of Solace, út í tóma dellu þannig að aðdáendur Bonds áttu inni skaða- bætur í Skyfall og þær eru sko greiddar með vöxtum og vaxta- vöxtum. Öllum lausum endum úr síðustu tveimur myndum er kastað til hliðar, tilgangslaus hasaratriði víkja fyrir persónusköpun og vand- lega undirbyggðri sögu um snar- klikkaðan brjálæðing sem hefur að- eins eitt takmark. Hann hefur ekki áhuga á heimsyfirráðum eða neinu slíku. Hann vill bara drepa M, yfir- konu Bonds. Bond hefur aldrei verið persónu- legri en nú þegar hann og M þurfa að snúa bökum saman, einangruð og með lítinn stuðning frá græjun- um hans Q. Þetta er svolítið eins og munaðarlaus drengur og fósturmóð- ir hans að berjast við ljóta skrímslið undir rúminu. Algerlega einstakt þegar Bond er annars vegar. Judi Dench er aldrei þessu vant ein aðalpersóna myndarinnar í hlut- verki M og hún getur sko leikið kon- an sú. Javier Bardem skilar illmenni ólíku öllu því hyski sem Bond hefur tekist á við. Bardem á nú þegar heið- urinn af hinum sérlega ógeðfellda Chigurh í No Country for Old Men en hann er ekki leikari sem endur- tekur sig og gerir frábæra hluti með brjálæðinginn Raoul Silva. Gamli úrvalsdeildarmaðurinn Albert Fin- ney á síðan dásamlega innkomu sem maður úr fortíð Bonds. Mendes og hans fólk hakkar Bond-formúluna um leið og þau leika sér með fortíð Bonds sem pers- ónu og í bókum og eldri bíómyndun svo unun er að horfa á. Bond verð- ur ekki samur eftir þessa mynd en hann verður betri en nokkru sinni fyrr enda bæði hristur og hrærður. þórarinn þórarinsson toti@frettatiminn.is  Bíódómur Skyfall Aftur til fortíðar. Craig sækir Aston Martin bifreiðina sem Connery notaði í Goldfinger í bílskúrinn og áhorfendur fá gæsahúð. Frábær afmælisveisla 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.