Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Side 74

Fréttatíminn - 26.10.2012, Side 74
66 bíó Helgin 26.-28. október 2012 Hefur allt sem prýðir sannan karlmann, er úrræða- góður, sjarmer- andi og geislar af hráum kynþokka.  Frumsýndar  bond í 50 ár sex menn – einn 007 F réttatíminn hafði upp á sex manns sem eiga sinn eftirlætis Bond og færa fyrir því sannfærandi rök. Allur pakkinn Ég er af þeirri kynslóð sem ólst upp við Roger Moore og kynntist hinum raunverulega Bond ekki fyrr en vídeótækið kom til sögunnar. Og það er ekki nokkur spurning að Connery er sá eini sanni. Hann hefur upp á allt að bjóða sem þarf að prýða James Bond. Hann er með útlitið, græjurnar og er kaldhæðinn án þess að vera of mikill grínisti. Roger Moore er til dæmis fyrir mína parta of mjúkur og Daniel Craig of gerilsneyddur. Pétur Ívarsson, verslunarstjóri Boss í Kringlunni. Besta myndin – Besti Bondinn George Lazenby er minn maður vegna þess að On Her Majesty´s Secret Service er lang- besta James Bond myndin að mínu mati. Ástæðan fyrir því að ég held svona upp á myndina er aðallega vegna þess hvað hún er skrýtin. Og fyndin líka. Á svona skemmtilega óviljandi hátt. Enginn Bond hefur til dæmis farið í sleik við jafnmargar stelpur og Lazenby gerir í OHMSS. Sem er töff. Svo drepur hann bara sex vonda kalla í myndinni. Sem segir mér að Lazenby er „lover not á fighter.“ Lazenby á eiginlega meira sameiginlegt með Mike Myers í Austin Powers en Daniel Craig í Casino Royale. Andri Ólafsson fréttamaður. Hinn sanni herramaður Roger Moore er eiginlega nákvæmlega eins og ég sé Bond fyrir mér. Moore kom með ákveðinn léttleika í myndirnar. Hann var fágaðari en Connery og er mesti séntilmaðurinn af þeim öllum. Moore er piparsveinn en samt alvöru herramaður á meðan Connery var meiri karlremba. Ég held að Moore hafi fallið miklu betur að tíðaranda sinna mynda (1973-1985) en Con- nery hefði gert. Connery sýndi ákveðna karl- rembutakta sem átti kannski betur við fyrri tíma. Pierce Brosnan hafði líka þennan létt- leika en mér fannst hann of væminn. Moore missti sig aldrei í væmni þótt hann væri léttur á því og frábær í tilsvörum. Hann er hinn sanni herramaður. Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarðinum í Kringlunni. Alvarlegur en ekki leiðinlegur Timothy Dalton er minn James Bond og ef ég heyri einu sinni enn að Sean Connery sé hinn eini sanni James Bond þá gubba ég upp í mig og kyngi því öllu. Hinn eini sanni James Bond er ekki til – bara uppáhalds. Þegar Timothy Dalton tók við hlutverki James Bond af Roger Moore var hann svo ferskur að það brakaði í honum; frumraunin frá árinu 1987, The Living Day- lights, er uppáhalds Bond-myndin mín. Dalton var glerharður og mun líkari þeim karakter sem Ian Fleming skapaði upphaflega í bók- unum og dró upp nýja mynd af njósnaranum. Hans Bond er alvarlegur en ekki leiðinlegur, eins og flest alvarlegt fólk er. Dalton dregur upp mynd af njósnara sem líður ekki vel með öll drápin sem hann hefur framið; hann er öróttur að innan – fallegur að utan – og stút- fullur af dimmum hugsunum – þreyttur, en samt til í einn bardaga í viðbót. Ekki hægt að biðja um meira. Timothy Dalton er eins raunverulegur sem James Bond og mögulegt er. Timothy Dalton er minn James Bond. Svanur Már Snorrason blaðamaður. Lýtur stjórn konu Ein af ástæðunum fyrir því að mér líkar best við Pierce Brosnan er að í fyrstu myndinni hans er yfirmaður Bonds, M, kona en það minnkar kvenfyrir- litninguna þarna strax þúsund- falt. Síðan hafa nú flestar Bond- stúlkurnar sem honum fylgja eitthvað til brunns að bera annað en að vera bara sætar, eru sjálfar njósnarar til dæmis, og standa Bond jafnfætis. Pierce Brosnan er líka sætastur og mér finnst Daniel Craig til dæmis of ófríður fyrir hlutverkið. Hann er eins og búálfur og þótt hann sé vöðvastæltur þá hefur hann ekki þetta fágaða yfirbragð sem Pierce Brosnan hefur. Kaldhæðni húmorinn fer Brosnan líka mjög vel og það fer honum best að læða kaldhæðn- um línum Bonds út úr sér. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir bókmenntafræðingur. Mesti töffarinn Daniel Craig er án efa mesti töffarinn og hörkutólið. Hann er svo töff að hann gæti auð- veldlega farið í bólið með karl- manni fyrir Queen and Country (og pumpað hann um upplýsing- ar) án þess að þjást af komplexum yfir því. Ég sé engan hinna Bondanna fyrir mér í senu eins og í fyrstu mynd Craigs, Casino Royale, þar sem óvinurinn lemur „krúnudjásnin“ á honum með hnútasvipu og gæinn hlær bara að kvalara sínum. Ein magnaðasta pyntingar- sena í Bond-mynd frá upphafi. Þá virkar Craig eitthvað svo veðraður, eins og hann feli innra með sér mikinn sársauka. Hann er nánast bug- aður af reynslu. Hann er líka raunverulegastur af Bond leikurunum, maður trúir því að þessi maður sé sá sem hann gefur sig út fyrir að vera. Hefur allt sem prýðir sannan karlmann, er úrræðagóður, sjarmerandi og geislar af hráum kynþokka. Getur ekki verið betri mað- ur í hlutverki Bond, að hinum ólöstuðum. Heimir Már Pétursson upplýsingafulltrúi. James Bond-myndin Skyfall er frumsýnd á Íslandi á föstudag. Þetta er tuttugasta og þriðja myndin um þennan öflugasta njósnara í þjónustu hennar hátignar. Bond sást fyrst í bíó í Dr. No fyrir hálfri öld en á þessum tíma hafa sex leikarar brugðið sér í smókinginn og túlkað kappann. Sean Connery hefur löngum þótt vera hinn eini sanni Bond, enda fyrstur til að leika hann, en Daniel Craig hefur sótt fast að honum á síðustu árum. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Hreinsun í bíó Enginn alvöru Bond - bara uppáhalds Skáldsagan Hreinsun sem Sofi Oksanen vann upp úr eigin leikriti hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi og víðar í Evrópu. Oksanen segir í bók sinni harða og óvægna sögu þar sem hún tvinnar saman örlög kvenna af tveimur kynslóðum sem ganga í gegnum hrylling kúgunar og kynferðisofbeldis. Þjóð- leikhúsið setti Hreinsun upp í fyrra og nú geta áhugasamir séð finnska mynd sem byggir á bókinni og er frumsýnd í Bíó Paradís í dag, föstudag. Sagan gerist í Eistlandi og hefst árið 1992, ári eftir að þjóðin lýsti yfir sjálfstæði. Aliide er tæplega sjötug kona sem skýtur skjólshúsi yfir Zöru, unga stúlku sem hún finnur illa á sig komna við lítinn bóndabæ. Þrátt fyrir aldursmuninn sem á konunum er og þá breyttu heimsmynd sem blasir við þjóð þeirra kemur á daginn að margt er líkt með sögum þeirra. Saga Zöru kallast því á við samtímaumræðuna um mansal en þegar hrikti í stoðum samfélagsins urðu Eystrasaltslöndin að gróðrarstíu mannsals og hvítrar þrælasölu. Aliide kemur Zöru til hjálpar. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  MIÐASALA: 412 7711 KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn Farðu núna á www.bioparadis.is/klubburinn! SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝJAR MYNDIR Í BÍÓ PARADÍS! BYGGÐ Á METSÖLUBÓK SOFI OKSANEN PURGE HREINSUN HVERS VIRÐI ER ÁSTIN? www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Alexandra Flask íhugar að stökkva fram af svölum litlu íbúðarinnar sem hún leigir í Barselónu. Þrátt fyrir hitabylgju í borginni er þrálátt kul í hjartanu. S T E K K E F T I R S I G U R B J Ö R G U Þ R A S T A R D Ó T T U R

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.