Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Síða 78

Fréttatíminn - 26.10.2012, Síða 78
Ra fb æk ur Rauða serían Ljúfar ástarsögur í skammdeginu Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ S jómaðurinn og rithöfundurinn Ágúst Þór Ámundason þreytir frumraun sína á glæpasagnasvið- inu með Afturgöngunni sem kemur út á næstu dögum. Hann segist hafa lesið mikið af íslenskum glæpasögum og langaði að spreyta sig sjáfur á forminu. „Mér fannst ég vel geta skrifað sumt af því sem ég var að lesa sjálfur,“ segir Ágúst sem lét ekki þar við sitja og sett- ist við skriftir. „Sagan hefst á því að líkamsleifar manns finnast milli þils og veggja eyðibýlis sem verið er að rífa. Þá hefst rannsókn á gömlu máli sem tvinnast óbeint saman við glæpi í samtímanum,“ segir Ágúst sem skrifaði bókina að miklu leyti á frívöktum úti á sjó. „Maður var að pæla í þessu alla vaktina. Þegar maður vinnur erfiðisvinnu er hugurinn oft á fullu og það er ágætt að beisla hana með svona pælingum. Þetta eru fínar aðstæður til þess að tjasla saman atburðarás og samtölum. Oftast er maður bara með blað og penna í brjóstvasanum og punktar niður það sem manni dettur í hug. Ég fæ oft bestu hugmyndirnar á meðan ég stend úti á dekki og er að slægja þorsk.“ Ágúst bar síðan hugmyndir sínar undir skipsfélagana sem sumir hverjir voru fínir gagnrýnendur. „Ég hef lesið eitthvað af þessu upp fyrir þá og jafnvel borið hitt og þetta undir þá. Þarna eru bókaormar um borð sem pæla mikið í glæpasögum. Það er líka mikið lesið um borð og menn skiptast á bókum og skoðunum.“ Afturgangan er lögreglusaga þar sem fjórir rannsóknarlögreglumenn á ýmsum aldri og með ólíkan bakgrunn reyna að brjóta málin til mergjar. „Ég kem líka svolítið inn á líf þeirra en þetta eru mjög ólíkar persónur og síðan er líka skoðað hvað glæpamennirnir sumir hverjir eru að hugsa og gera.“ Rannsóknarlögreglumaðurinn Jón fer fyrir hópnum enda með hátt í þrjátíu ára starfsreynslu. Bíladellukallinn og laxveiðimaðurinn Loki er aðeins yngri en Jón og nýtur þess að búa yfir skyggnigáfu. Nýliðarnir í hópnum eru svo djammarinn Helgi og lesbían Marta María sem er hrein og bein og með allt á hreinu. Ágúst segist hafa lesið allar bækur Arnaldar Indriðasonar, Ævars Arnar Jósepssonar og Yrsu Sigurðardóttur. Og megnið af bókum Árna Þórarins- sonar. „Áður en ég byrjaði að skrifa reyndi ég að ljúga því að mér að ég hefði engar fyrirmyndir í þessu en auð- vitað lærir maður af þeim sem maður hefur lesið. Eins og Arnaldur hefur lært mest af þessum skandinavísku höf- undum.“ Ágúst segir Stefán Mána vera í mestu uppáhaldi hjá sér en hann pass- aði vel upp á að lesa ekki reyfara né horfa á sakamálaþætti á meðan hann skrifaði Afturgönguna. „Ég vildi ekki eiga á hættu að fá innblástur frá öðrum og vildi halda í minn stíl.“ Þórarinn Þórarinson toti@frettatiminn.is Þegar maður vinnur erf- iðisvinnu er hugurinn oft á fullu og það er ágætt að beisla hana með svona pælingum.  ÁgúSt Þór ÁmundaSon Siglir út Á glæpabrautina Spann glæpasögu á meðan hann slægði þorsk Glæpasagan Afturgangan er fyrsta skáldsaga sjómannsins Ágústs Þórs Ámundasonar en bókina skrifaði hann mikið til á frívöktum úti á sjó. Hann lauk við söguna árið 2008 og gekk með hana á milli útgefanda og nú er hún loksins að koma út. Hann segir ágætt að flétta reyfara í huganum á meðan hann vinnur erfiðisvinnu úti á hafi. Þegar Ágúst Þór lauk við Afturgönguna árið 2008 tók við ganga á milli forlaga þar sem hann fékk að heyra mörg „nei“ en fékk einnig vinsamlegar ábendingar um hvað mætti betur fara. „Þeir spörkuðu í rassgatið á mér,“ segir Ágúst sem tók ábendingum og var með söguna í stöðugri endurskoðun. Saga Þórdísar ljósmóður Eyrún Ingadóttir hefur sent frá sér sögulega skáldsögu, Ljósmóðurina. Bókin kom nýverið út hjá Bjarti. Í Ljósmóðurinni segir af Þórdísi Símonardóttur sem var ljósmóðir á Eyrarbakka á árunum fyrir og eftir aldamótin 1900. Tvívegis fann hún ástina og tvívegis glataði hún henni. Hún barðist gegn yfirgangi og kúgun valdamanna sem beittu öllum ráðum til að beygja hana í duftið. Hún gafst aldrei upp, reis á fætur þegar hún var snúin niður og glataði aldrei trúnni á hugsjónir sínar. Eyrún Ingadóttir er fædd árið 1967. Hún er sagnfræðingur að mennt og hefur sent frá sér nokkrar bækur, til að mynda sögu Húsmæðraskóla Reykjavíkur, sögu Hús- mæðraskóla Suðurlands, ævisögu Eyjólfs R. Eyjólfssonar og bókina Sagnamaðurinn Örn Clausen. Eyrún byggir Ljósmóðurina á ýmiss konar heimildum um ævi og störf Þórdísar. 70 menning Helgin 26.-28. október 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.