Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 6
María Lilja Þrastardóttir marialilja@ frettatiminn.is  GóðGerðarmál kirkja kærleikans seGist hjálpa öllum Gefa útigangsfólki súpu alla mánudaga h ópurinn United Reykjavík stendur fyrir súpugjöf fyrir útigangsfólk á Austurvelli alla mánudaga. Þau segja tilganginn að boða kærleika og von en mörg þeirra eru fyrrverandi fíklar, aðrir hafa verið félagslega einangraðir um eitthvert skeið. Þau hafa tekið málefni úti- gangsfólks upp á sína arma og hjálpa þeim að komast í meðferðir og önnur úrræði. Hópurinn sem er að sögn mjög samheldinn, tilheyrir söfnuði sem heitir Ctf. „Við erum svona jésúhopparar,“ segir einn úr hópnum og þau hlæja dátt. Það var ekki margt um manninn á Austurvelli í kuldanum þegar blaðamann bar að. Hópur- inn útskýrir að það sé ekki óeðlilegt. Úti- gangsfólkið reyni allt að komast inn í hús í kuldanum. Það noti til að mynda við gáma úti á Granda sem þeim er úthlutað af borg- inni sem hópurinn er sammála um að sé ekki ákjósanlegt. „Það er ólíðandi að fólki skuli vera staflað í gáma. Ómanneskjulegt alveg. Ég held að það sé ekki ósanngjörn krafa að fólkið fái mat og húsaskjól,“ segir ein úr hópnum og hin eru henni alveg sam- mála. Þau útskýra að komi enginn eða fáir í súpuna, fari þau í smölun á svæðinu í kring. Þau taki síðan afgangana og færi þeim sem inni í gámunum sitja. Inga Lind Karlsdóttir í heimsókn á heimili fyrir munaðarlaus börn í Tógó í Afríku þar sem hún segir vel hlúð að þeim. „Hins vegar herptist hjarta mitt saman seinni hluta dags. Þá fara flest börn í heiminum heim til sín eftir skóla eða daggæslu, en enginn sækir þessi börn.“  hjálparstarf inGa lind heimsótti munaðarleysinGjaheimili í tóGó Börnin eru elskuð – og það munar öllu Inga Lind Karlsdóttir heimsótti heimili fyrir munaðarlaus börn í Tógó í Afríku sem íslensk hjálpar- samtök, Sól í Tógó, hjálpa til við að reka. Henni þótti stórkostlegt að sjá hverju samtökin hafa komið til leiðar. i nga Lind Karlsdóttir sjónvarpskona er nýkomin heim úr heimsókn á heimili fyrir munaðarlaus börn í Tógó sem ís- lensku hjálparsamtökin Sól í Tógó hjálpa til við að reka. Markmið ferðarinnar var að kanna aðstæður barnanna á heimilinu og fylgja til Íslands tveimur starfsstúlkum á barnaheimilinu sem verða í starfsnámi á hjallaleikskólanum Laufásborg næsta hálfa árið en leikskólinn er í samstarfi við barna- heimilið. „Ég sit í stjórn Hjallastefnunnar og hef sjálf styrkt fimm börn í Aneho í gegnum Sól í Tógó um nokkurra ára skeið,“ segir Inga Lind. „Mér þótti stórkostlegt að sjá í hvað styrkirnir hafa farið og magnað að vita hverju þeir hafa komið til leiðar. Það er langt því frá að maður sé að moka í ein- hverja hyldjúpa hít. Þegar aurunum er komið fyrir á réttum stað, gera þeir heim- inn greinilega ofurlítið betri. Á því leikur enginn vafi. Samtökin Sól í Tógó hafa líka vandað sig og ekki anað áfram heldur leyft málunum að þróast án þess að vera með stórmennskubrjálæði. Útkoman er heimili og skjól fyrir áttatíu börn sem áður áttu engan að. Enn fremur býr nú í brjósti barnanna von um mannsæmandi líf. Þau eru elskuð – og það munar öllu,“ segir hún. Barnaheimilið er rekið af nunnu, Vito að nafni. Börnin hjá nunnunni Vito eiga ýmist enga eða fáa að og þau eru allan daginn innan veggja heimilisins þar til þau komast á skólaaldur. „Það var gott að sjá hversu vel Enn fremur býr nú í brjósti barnanna von um mann- sæmandi líf. er hlúð að þeim, hversu blíð handtökin eru og hlýjan ekki spöruð. Hins vegar herptist hjarta mitt saman seinni hluta dags. Þá fara flest börn í heiminum heim til sín eftir skóla eða daggæslu, en enginn sækir þessi börn. Þau bíða eftir kvöldmatnum sínum og fara svo í háttinn með öllum hinum,“ segir Inga Lind. Henni finnst hún loksins hafa séð heiminn eftir heimsókn sína til Tógó. „Ég hef aldrei komið til Afríku áður svo það var óendan- lega margt sem ég upplifði í fyrsta sinn. Allt er öðruvísi í Afríku, himininn, jörðin, híbýl- in, litirnir, dýrin, fólkið og mannlífið. Jafnvel lyktin er ný fyrir vitin. Og meira að segja tíminn líður öðruvísi, samt hvorki hægar né hraðar. Þrátt fyrir að hafa séð eitt og annað frá Afríku og lesið um þessa risastóru heimsálfu þá er ekkert eins og upplifunin sjálf. Ég heillaðist,“ segir hún. „Mér finnst líka merkilegt að hafa verið gestur í landi á tímum svo mikilla umbrota eins og eru í Tógó núna. Eftir 20 ár verður allt öðruvísi þar um að lítast. En á meðan svona miklar breytingar eiga sér stað, verð- ur til sár þörf á stuðningi við þá sem minna mega sín og það eru ekki eingöngu lítil börn heldur líka þau sem eldri eru og enga eiga að. Þau kvíða því sem koma skal þegar æskan hlífir þeim ekki lengur og alvara lífs- ins tekur við,“ segir Inga Lind. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Hópurinn United Reykjavík gefur útigangsfólki súpu á Austurvelli alla mánudaga. Mörg þeirra sem að súpugjöfinni standa eru fyrrum fíklar. „Ég var einu sinni hér með þeim,“ segir karlmaður á miðjum aldri sem hefur verið í söfnuð- inum um nokkurt skeið. Ljósmynd/Hari 6 fréttir Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.