Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Síða 10

Fréttatíminn - 30.11.2012, Síða 10
 Fjármál EF vErðtryggð lán yrðu dæmd ólöglEg myndi það sEtja FjármálakErFið í uppnám Mjög slæmt ef verðtryggð lán yrðu dæmd ólögleg Fyrsta málið gegn verðtryggingunni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. október en það eru hjónin Theódór Magnússon og Margrét Guðmunds- dóttir sem hafa stefnt Íbúðalánasjóði og lögfræð- ingur þeirra, Heimir Sveinsson, segir málið einfalt. Það snýst um það hvort lántakendur fái fullnægjandi upplýsingar. Ef verðtryggingin yrði dæmd ólögleg segir Jón Steinsson hagfræðingur að áhrifin gætu orðið víðtæk fyrir fjármálakerfið og skuldara: „Áhrifin myndu fara mjög eftir því hvað dómstólar myndu ákveða að lán- takendur þyrftu að greiða í stað verðtryggingarinnar. Jafnvel tiltölulega lítil frávik frá þeim greiðslum sem verðtryggingin kveður á um myndi þýða stærstu eignatilfærslu í sögu lýðveldisins og gæti mjög auð- veldlega sett allt fjármálakerfið og jafnvel greiðslu- getu ríkissjóðs í uppnám,“ segir Jón en bendir á að það séu skammtímaáhrif. Til lengri tíma væru áhrifin að búið væri að setja því mjög miklar skorður hvers konar samninga einstaklingar gætu gert sín á milli og það gæti dregið þrótt úr hagkerfinu. „Verðtryggð lán eru mikilvægur valkostur fyrir fólk sem vill kaupa húsnæði,“ segir Jón og bætir við að hann geti vel skilið fólk sem tekur óverð- tryggð lán við núverandi aðstæður: „En slík lán hafa verulega ókosti, sérstaklega þegar verðbólga er há því þá getur endurgreiðsluferillinn orðið svo ójafn að raungildi. Það væri því mjög slæmt fyrir komandi kynslóðir á Íslandi ef þær ættu ekki val á því að taka verðtryggð lán.“ Jón Steinsson hagfræðingur.  ættlEiðing EllEFu mánaða baráttu Fyrir kólumbískum dómstólum lokið Þau buguðust aldrei „Við munum alltaf, alltaf vera fjöl- skylda,“ sögðu Bjarnhildur og Friðrik við dætur sínar þegar þau fengu þær í fangið þann 20. desember á síðasta ári. Þau hafa verið föst með þær í Kólumbíu síðan en eru loks á leið heim. Rétt- lætið sigraði að lokum. H jónin hafa sýnt mikinn styrk í þessu erfiða og flókna ferli og þau buguðust aldrei,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmda- stjóri íslenskrar ættleiðingar, um hjónin Bjarnhildi Hrönn Níelsdóttur og Friðrik Kristinsson, sem hafa verið föst í Kólumbíu með dætur sínar tvær frá því 20. desember í fyrra, en eru loks á leið heim til Íslands. Þau hafa háð einstaka baráttu við kólumbískt réttarkerfi og höfðu loks sigur og þurfa því ekki að brjóta loforðið sem þau gáfu dætrum sínum daginn sem þau hittu þær fyrst: „Við munum alltaf, alltaf, vera fjölskylda.“ Bjarnhildur og Friðrik sóttu um að fá að ættleiða barn fyrir rúmum sex árum. Fyrir rúmu ári fengu þau þær upplýsingar að þau gætu fengið að ættleiða tvær stúlkur í Kólumbíu, fæddar 2007 og 2009. Þau fóru út í desember til að sækja dætur sínar fyrir milligöngu Íslenskrar ættleiðing- ar. Hefðbundið ættleiðingarferli í Kól- umbíu er þannig að eftir að foreldrar taka við börnunum sínum í landinu fer ættleiðingarmálið fyrir dómstóla þar sem nýir foreldrar fá börnin dæmd sín. Í framhaldinu fá börnin útgefin vega- bréf og loks vegabréfsáritun til Íslands og tekur ferlið venjulega um 4-6 vikur, samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri ættleiðingu. „Þungu fargi er af okkur létt. Mál Bjarnhildar og Friðriks og dætra þeirra er einsdæmi í sögu kólumbísks réttar,“ segir Kristinn. „Við höfum eftir fremsta megni reynt að styðja við bakið á þeim í þessu ferli og hefur lögfræð- ingur okkar í Kólumbíu, Olga María Velásques De Bernal, reynst þeim ein- staklega vel. Hún hefur lagt gríðarlega mikið á sig og hafði óbilandi trú á því að það væri þessi eini tiltekni dómari sem var ástæðan fyrir töfunum. Það var ekkert óeðlilegt í málinu, umsókn- inni né ferlinu og það hefur komið í ljós núna enda hefur þessi dómari verið tekinn úr ættleiðingarmálum og mun ekki dæma í þeim héðan í frá,“ segir Kristinn. Ættleiðingarstofnunin í Kól- umbíu undirbýr nú formlega kvörtun á hendur dómaranum og hefur yfirréttur í héraði ávítt hann fyrir framgang hans í þessu máli. Stúlkurnar tvær eru orðnar altal- andi á íslensku og eru hættar að tala spænsku því þær hafa eingöngu verið í umsjá foreldra sinna síðastliðna ellefu mánuði. Að sögn Kristins hefur farið vel um þau og aðbúnaður þeirra hefur verið góður þótt þau hafi að sjálfsögðu þurft að þola fjölda áfalla á undanförn- um mánuðum. „Ef við reynum að horfa á björtu hliðarnar þá hefur fjölskyldan fengið ómetanlegan tíma til að tengj- ast og kemur fullsköpuð til landsins,“ segir Kristinn. Stúlkurnar fengu, að sögn Kristins, vegabréf sín afhent á miðvikudag. Þau voru skönnuð inn og send til Útlend- ingastofnunar á Íslandi sem veitir þeim Schengen-áritun sem verður send í pósti og berst þeim vonandi upp úr helgi. „Þá eru þau á leiðinni heim,“ segir Kristinn. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Tvenn hjón í Kólumbíu Formlegt ættleiðingarsamband komst á milli Kólumbíu og Íslands árið 2003. Síðan hafa í heildina 13 börn verið ættleidd af íslenskum foreldrum, tíu eru komin til landsins en auk Bjarnhildar og Friðriks eru önnur íslensk hjón í Kólumbíu núna að sækja barnið sitt. 16 börn eru á biðlista eftir ættleiðingu frá Kólumbíu. Eldri dóttirin er fimm ára og heitir Helga Karólína Friðriksdóttir. Helga í höfuðið á föðurömmu sinni og Karólína er kólumbíska nafnið hennar. Yngri dóttir þeirra er þriggja ára og heitir Birna Salóme Friðriksdóttir. Birna í höfuðið á móðurömmu sinni og Salóme er kólumbíska nafnið hennar. Arnaldur Indriðason hefur selt 7,5 milljónir eintaka og þar af 400 þúsund á Íslandi 25 Viðtal Skrifar um það versta Steinunn Sigurðar- dóttir fordæmir barnaníðinga 16.-18. nóvember 2012 46. tölublað 3. árgangur úttekt 44 H á r , Sn y r t iV ö r u r o g t íS k a Í F r ét tA tÍ m A n u m Í d A g — L It Ir n Ir Í v et u r — v Ín r A u tt o g F jó Lu b Lá tt — S k v ÍS u b ó k In Í á r — S te In eF n A FA r ð I H e l g a r b l a ð  úttekt búið er að þingfesta fyrsta dómsmálið gegn verðtryggingunni 62 úttekt síða 10 ný stjarna í Þjóð leik­ húsinu Vill búa á götunni 86 dægurmál Alma Rut setur sig í spor heimilis­ lausra 30 Viðtal 32Viðtal „nýju vinirnir horfa framhjá sjúk- dómnum,“ segir Hilmir jökull sem er eina barnið á Íslandi með mS Lj ós m yn d/ H ar i 14 ára með mS­ sjúkdóminn Jóla ­ bjórarnir þrettán Bestu jóla­ bjórarnir Í stríð gegn verðtryggingu Hjónin theódór magnússon og Helga margrét guðmunds­ dóttir hafa höfðað mál út af verð­ tryggðum húsnæðis­ lánum. Helgi Hjörvar, formaður efnahags­ og viðskiptanefndar, segir íbúðalánasjóð vísvitandi veita rangar upplýsingar. For­ stjóri sjóðsins segir fólk gleyma að reikna með því að launin hækki á við vísitölu neysluverðs. Stríðið um verðtrygginguna er hafið. Vinsælli en laxness Þórunn Arna leikur í fjórum verkum í vetur SIGURVEGARI BESTUR FYRIR FJÖLDANN Austurveri Austurveri - Háaleitisbraut 68 www.lyfogheilsa.isVið opnum kl: Og lokum kl: Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar Mikael Torfason mikaeltorfason@ frettatiminn.is Forsíða Fréttatímans 16. nóvember 2012 10 fréttir Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.