Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Page 14

Fréttatíminn - 30.11.2012, Page 14
bækurNAr fyrir þAu yNgstu Við aðstoðum við valið og pökkum inn þér að kostnaðarlausu. Tilboð kr. 2.499,- Stóra orðabókin mín Fyrstu skrefin Verð kr. 3.399,- Tilboð kr. 2.299,- Fyrstu 100 orðin Klár kríli Verð kr. 2.999,- 26% afsláttur Ti lb oð g ild a til o g m eð 0 6. 12 .1 2 til m eð lim a í V ild ar kl úb b Ey m un ds so n. Tilboð kr. 2.299,- Fyrstu 100 tölurnar Klár kríli Verð kr. 2.999,- 23% afsláttur 23% afsláttur Y firgnæfandi líkur eru sagðar á því að Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra muni bjóða sig fram gegn Árna Páli Árnasyni til formanns Samfylkingarinnar. Hann er sagður hafa fengið fjölda áskorana. Fari svo að Guðbjartur bjóði sig fram gegn Árna Páli, er ólíklegt að aðr- ir muni gera slíkt hið sama því flestir eru á því að það sé ekki jákvætt að of margir frambjóðendur berjist um formannssæt- ið, meðal annars vegna þess að hættan er á að atkvæðin dreifist um of og sigurvegarinn stæði uppi með ef til vill ein- ungis þriðjung atkvæða. Kosn- inga- stjórn Sam- fylk- ingar- innar veltir hins vegar nú fyrir sér þeim möguleika að setja reglur um kosn- inguna þannig að tryggja megi að sá sem fer með sigur af hólmi hljóti meirihluta greiddra atkvæða. Til greina kemur að kjósendur raði fram- bjóðendum í sæti og að atkvæði þeirra flytjist á milli svo þau nýtist öll, líkt og gert var í stjórnlagaþingskosning- unum. Mikill þrýstingur er á þrjá aðra þing- menn flokksins að bjóða fram krafta sína í formannssætið, þau Sigríði Ingi- björgu Ingadóttur, Oddnýju Harðar- dóttur og Magnús Orra Schram. Sigríður Ingibjörg nýtur mikils stuðnings kvenna í grasrót flokksins. Hún hafi sýnt í nýafstöðnu prófkjöri að hún njóti mikils fylgis og með því að tryggja sér forystusæti í öðru Reykja- víkurkjördæminu hafi hún opnað fyrir möguleika á formannsframboði. Sigríður Ingibjörg er hins vegar sögð hikandi og vilja bíða ákvörðunar Guð- bjarts. Fari hann ekki fram muni hún íhuga það fyrir alvöru að bjóða sig fram sem annan valkost við Árna Pál. Oddný þótti standa sig í fjármála- ráðuneytinu og með því hafi hún sannað sig sem einn af framtíðar- forystumönnum flokksins. Það hafi einnig vakið athygli að þegar Katrín Júlíusdóttir fór í fæðingarorlof og Össur neitað að taka við iðnaðarráðu- neytinu tímabundið hafi Oddný ekki skorast undan þrátt fyrir að vera með minnstu ráðherra- og þing- reynsluna af öllum ráðherrum Samfylkingarinnar. Vitað var að iðnaðarráðuneytið yrði erfitt þeim sem tæki við því þar sem í því fólst að ljúka við rammaáætlun um nýt- ingu vatnsafls og jarðvarma sem hafði verið á bið í fjölda ára. Henni hafi hins vegar tekist að koma málinu inn í þing á tveimur mánuðum. Því er haldið fram að Oddný sé hins vegar mikil raunsæis- manneskja og hún geri sér grein fyrir því að hún sé lítt þekkt og með ein- ungis tæplega fjögurra ára þingmennsku að baki. Ólíklegt þykir að hún bjóði sig fram nema Guð- bjartur geri það ekki. Magnús Orri Schram hefur náð að stimpla sig inn sem einn af þunga- vigtarmönnum þingflokksins og er talinn efni í framtíðarleiðtoga. Hann er óhræddur við að taka að sér erfið verk- efni, er duglegur, með skýra sýn og á auðvelt með að vinna með fólki. Af þeim sökum hefur hópur áhrifafólks innan flokksins skorað á hann að stíga skrefið nú og bjóða sig fram til for- manns. Hann glímir hins vegar við sama vanda og Sigríður og Oddný, stutta reynslu af þing- mennsku. Þau þrjú vita vel að ef Árni Páll fer með sigur af hólmi er hann líklegur til að vera formaður flokksins næstu þrjú kjör- tímabil eða svo. Bjóði Guðbjart- ur sig fram og sigri sé allt eins víst að staðan losni aftur eftir fjögur ár. Þá sé þeirra tími kominn. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is  stjórnmál Guðbjartur hannesson líkleGur GeGn árna páli árnasYni Formannsslagur í Samfylkingunni Árni Páll Árnason má búast við mót- framboði gegn sér til for- manns Sam- fylkingarinnar. Líklegur er Guðbjartur Hannesson. Árni Páll Árnason gæti orðið formaður. Magnús Orri, Sigríður og Oddný. Guðbjartur Hannesson íhugar að bjóða sig fram. 14 fréttaskýring Helgin 30. nóvember-2. desember 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.