Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 16
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Þ Það læknar enginn verðbólgu með meiri verð-bólgu. Þá sögu þekkja Íslendingar allt of vel, að minnsta kosti þeir sem bjuggu við þá óða-verðbólgu sem hér geisaði á árum áður. Vil-hjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sá sig þó knúinn til að minna á þetta í viðtali við Morgunblaðið í liðinni viku. Þar var haft eftir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambands Íslands, að einsýnt væri að forsendur kjarasamninga væru brostnar. Laun þyrftu því að hækka meira en um var samið. Ein forsenda samninganna hefði verið að verðbólgu yrði náð niður fyrir 2,5 prósent þannig að almennar hækkanir ykju kaupmátt. Hún er nú um tvöfalt hærri. Aðilar vinnumarkaðarins geta endurskoðað kjarasamn- ingana í janúar en laun eiga að hækka 1. febrúar um 3,25%, komi ekki til uppsagnar. Kaupmáttur hefur aukist um 0,9% undanfarna 12 mánuði. Aukin verðbólga hefur haft sitt að segja varðandi minni aukningu kaupmáttar en vænst var – og veikara gengi krónunnar. Þrátt fyrir orð Gylfa á Vilhjálmur ekki von á því að samningar verði opnaðir í janúar þótt margar forsendur þeirra hafi brugðist. „Kaup- máttarforsendan í samningunum byggist á þróun launavísitölu og þróun launa. Það stefnir allt í að sú forsenda standist. Það hefur verið launaskrið umfram samninga. Ég tel að það sé ekki skynsamlegt að hækka laun umfram það sem búið er að ákveða,“ segir Vilhjálmur í fyrrgreindu viðtali og hnykkir á því að enginn lækni verðbólgu með meiri verðbólgu. „Ef samningarnir opnast,“ bætir hann við, „mun atvinnulífið fara fram á minni launahækkanir.“ Við þær aðstæður sem nú eru er skyn- samlegast að hreyfa ekki við þeim kjara- samningum sem eru í gildi. Í allra þágu er að málsaðilar leggist á árarnar til að ná verðbólg- unni niður fyrir 2,5% markmiðið. Þar bera fleiri ábyrgð en aðilar vinnumarkaðarins, þ.e. stjórn völd og Seðlabankinn. Bankinn var gagnrýndur fyrir nýlega vaxtahækkun af verkalýðshreyfingunni, atvinnulífinu og raunar forsætisráðherra. Gylfi Arnbjörnsson segir að vaxtahækkanir Seðlabankans kunni að veikja gengi krónunnar. Þótt aðstæður séu um margt aðrar en var árið 1977 er engu að síður rétt að rifja upp sólstöðusamningana svokölluðu sem gerðir voru það ár, samninga aðila á vinnumarkaði sem augljóslega voru mikil mistök. Þeir voru sem olía á bál verðbólgunnar, það mátti jafn- vel þeim sem undir þá skrifuðu vera ljóst þá þegar. Vítin eru til að varast þau. Styrmir Gunnarsson rifjar þá samninga upp í nýút- kominni bók um átök og uppgjör í Sjálfstæðis- flokknum á þessum árum. Verðbólgutölur frá áttunda og níunda áratug liðinnar aldar sjást vonandi aldrei aftur en Styrmir nefnir að ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar, sem tók við af ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar, hafi tekist að lækka verðbólguna niður í 26%. Engan sér- fræðing hafi hins vegar þurft til að sjá að kjara- samningarnir sem gerðir voru sumarið 1977 ógnuðu þeim árangri. Opinberir starfsmenn settu fram svipaðar kröfur og um var samið á almennum vinnumarkaði og ríkisstjórnin var ekki í stöðu til þess að neita þeim um áþekkar kjarabætur. Að nefna kjarabætur í kjölfar þessara alræmdu samninga eru öfugmæli enda var samningunum ýmist lýst sem vitleysu, fárán- legum eða hreinni katastrófu. Verðbólga fór endanlega úr böndunum í kjölfar þeirra og óx stjórnlaust næstu misseri og ár og var komin yfir 100% þegar ríkisstjórn Gunnars Thorodd- sen hrökklaðist frá 1983. Stjórnleysi þessa tímabils minnast þeir sem þá voru komnir til vits og ára með hryllingi. Þótt aðstæður séu aðrar nú er rétt að hafa þessar sögulegu staðreyndir í huga þegar tæpt er á því að taka upp gildandi kjarasamn- inga á sama tíma og ekki tekst að hemja verðbólgu innan settra markmiða – og það á kosningavetri þegar hætt er við innistæðu- lausum loforðum. „Kjarabætur“ sem leiða til aukinnar verðbólgu koma sem bjúgverpill í höfuð launþega. Verðbólga læknast ekki með meiri verðbólgu Vítin eru til að varast þau Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Þá vitum við það Ég er ekki ómissandi ef ein- hver heldur það. Björn Valur Gíslason tók áhættu og gaf kost á sér í forvali VG í Reykjavík og náði ekki öruggu þing- sæti. Hann tók áfallinu af æðruleysi og karlmennsku. Viltu í nefið? Mér finnst voða gott að fá mér kók í nefið, ég er alveg sjúkur í þetta. Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, ræddi fíkn sína og fleira í viðtali við DV en hann fékk 22 ára dóm í Brasilíu fyrir tilraun til að smygla dópi til landsins. Hátt að klífa, lágt að falla Menn eru fljótir að fara milli himins og heljar hjá henni. Guðni Ágústsson, fyrrverandi for- maður Framsóknarflokksins, vissi ekkert hvaðan á hann stóð veðrið þegar Jónína Benediktsdóttir sló á puttana á honum og skammaði í Morgunblaðsgrein. Innansveitarkrónika Þar fóru umræður Gunnars Inga Birgissonar um mig og mína persónu algjörlega fram úr öllum velsæmis- mörkum. Ég furða mig á því að forseti bæjarstjórnar skyldi ekki hafa vítt bæjarfulltrúann fyrir orðbragð í minn garð og þá sérstaklega þar sem ég var fjarstödd og gat ekki borið hönd fyrir höfuð mér. Þau hafa löngum eldað grátt silfur Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar í Kópavogi, og Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, og nú sauð upp úr eina ferðina enn. Gott að vera í Kópavogi Það eina sem ég sagði var að þessi framkoma væri geggjun. Guðrún er sjálf búin að nota þvílíkt orðbragð gagnvart mér og fleiri einstaklingum í bæjarstjórninni að vart er hafandi eftir, bæði á fundum og í riti. Gunnar i. Birgisson er jafn óhress með framkomu Guðríðar Arnardóttur og hún með hann. Sannur jólaandi Maður leggur ekki upp með að gera einhverjum illt og vitaskuld ekki á stefnuskrá nokkurs að lenda í fangelsi. Andrea Kristín Unnarsdóttir, þekkt- ari sem Andrea „slæma stelpa“, situr í fangelsi fyrir grófa líkamsárás. Hún ræddi jólin bak við rimlana og fleira í viðtali við Jólablað Fréttablaðsins. Stranglega bannað börnum Að við séum tengd klámi á einhvern hátt, það er af og frá. Femínistar gagnrýndu Kvikmynda- skólann harðlega fyrir nokkuð blautlega auglýsingu frá leiklistardeild skólans. Hilmar Oddsson skólastjóri baðst afsök- unar á auglýsingunni sem að hans sögn er ekki í „samræmi við okkar kynninga- og auglýsingareglur.“  Vikan sem Var „Ég hef aldrei verið þekkt fyrir að segja lítið. En ég veit ekki hvað ég á að segja núna“ segir Borghildur Guðmundsdóttir og hlær. Hún er maður vikunnar í Fréttatímanum að þessu sinni. Borghildur gaf dögunum gaf út bókina „Ég gefst aldrei upp“ þar sem hún lýsir ferlinu sem hún fór í gegnum er hún barðist fyrir forræði barna sinna á móti bandarískum barnsföður sínum. Hún segir einnig ítarlega frá samskiptum við lögfræðinginn sinn Svein Andra Sveinsson sem hún segir hafa sýnt af sér alvarleg afglöp við meðferð málsins. „Nú eru liðin fimm ár frá fyrstu skrifum og ég er ótrúlega sátt og stolt að hafa gefið hana út og ég held að allir hafi gott af því að lesa hana. Hún er upplýsandi fyrir marga, en ég man hve mig vantaði svona bók á sínum tíma.“ MaðuR vikunnaR Borghildur Guðmundsdóttir Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Víkurhvar 6, 203 Kópavogi sími: 488 - 9000 www.samverk.is samverk@samverk.is Söluskrifstofa og fagleg ráðgjöf Víkurhvar 6, 230 Kópavogi Dagný og Sabrína Grimm eru afkomendur hinna frægu Grimmsbræðra. Margverðlaunaðar sögur þar sem kunnugleg ævintýri birtast í nýju ljósi. Ævintýri eins og þau gerast best fyrir ára 7-12 Met- sölubók New York Times „Frábær bók til að lesa með börnunum„ Vorið 2012 hlaut Bókabeitan Vorvinda IBBY fyrir framlag sitt til barnamenningar Sérlegir sérfræðingar í barn a- og unglingabókum 16 viðhorf Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.