Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Side 32

Fréttatíminn - 30.11.2012, Side 32
Jólaævintýramatseðill 2012 með piparrótarfrauði og rauðrófumauki Léttsteiktur hörpudiskur með sætumkartöflum, mangómauki og rauðvínssoði Kastaníuhnetufyllt kalkúnabringa Val á milli 3 aðalrétta: kremuð með reyktum humri Vatnakarsa- og blaðlauks súpa 4 rétta: með beikon kartöflum, seljurótarmauki og jarðsveppaolíu Lambafilet Wellington með fíkjum, eplum og rauðkáli Andabringur er eftirréttur með ís og ítölskum marengs með Grand-Marnier sæteggjaköku, flamberaður með koníaki eða rommi Bakaður Alaska Verð 8.990.- kr. restaurant Aðalstræti 16 | 101 Reykjavík | Sími 514 6060 | fjalakotturinn@fjalakotturinn.is | www.fjalakotturinn.is grét. Ég var búinn að horfa upp á svo marga deyja og hverfa og gerði mér ljóst hvaða hörm- ungar voru að dynja yfir. Fyrst tvö snjóflóð eru fallin, hvar fellur flóð næst? hugsaði ég. Mér fannst náttúruöflin vera að rústa til- veruna á örfáum mínútum. Sálartetrið var í molum. Það var eins og búið væri að kippa mér úr sambandi.“ Hvar eru konan þín og börnin, Sig- urður? Sigurður Björnsson var í mikilli geðshrær- ingu. Hann var kominn inn að Mánahverfi þar sem heimili hans hafði orðið fyrir snjóflóðinu og hreinlega horfið. Hann sá aðeins efri hæð- ina, risið. Menn vildu fá að vita hvort Sigurður vissi eitthvað um konu sína og drengina. „Ég var spurður: „Veistu eitthvað um Stínu?“ „Ég hef grun um að hún hafi verið farin út í bæ,“ svaraði ég. „Getur þú ímyndað þér hvar hún er?“ „Hún ætlaði til Sólveigar og hún ætlaði líka að fara með strákana að versla ...“ „Er ekki best að þú kannir það?“ Ég sneri strax af stað út í bæ og tók stefn- una heim til Sollu. „Er Stína hérna?“ spurði ég. „Nei, hún er ekki komin,“ sagði Solla. Nú fór ég strax af stað til Ernu Þorsteinsdóttur og bankaði upp á þar. „Nei, Þórstína hefur ekki komið,“ svaraði hún. Nú byrjaði óttinn fyrir alvöru að naga mig. Af hverju er Þórstína ekki ...? Ég hraðaði mér út í Kaupfélag. Vonandi hafði hún farið þangað fyrst eða í verslanirnar í kring.“ Sólveig, vinkona Þórstínu, var miður sín yfir því sem var að gerast: „Maðurinn minn, Sævar Guðmundsson, hringdi og spurði hvort Stína væri komin. Nei, svaraði ég, og leið ekki vel með þetta. Þeir Siggi voru að leita að Stínu. Ég vonaði svo heitt að hún myndi koma fram, og það sem fyrst. Við bárum okkur saman, ég var búin að hringja hingað og þangað en hvergi hafði vinkona mín komið með drengina sína.“ Kaupfélagið – Ásta óttast um foreldra sína Ásta Gylfadóttir var úti í Kaupfélagi. Nú frétti hún af afdrifum hússins þar sem hún hafði skilið við móður sína: „Einhver kom inn og sagði að annað flóð væri fallið, þetta flóð væri utar í bænum en Frystihúsið og Bræðslan. Sagt var að flóð hefði fallið á svæðið þar sem Mánahúsið okkar var, Bifreiðaþjónustan og Steypusal- an hans pabba. Mér féllust hendur og ég fór að hágráta. Öll mín tilvera hafði orðið fyrir flóðinu. Ég taldi að mamma hefði lent í því og pabbi örugglega líka því að mér fannst alveg eins líklegt að hann hefði verið kominn inn á skrifstofu til mömmu. Gísli, bróðir minn, var sem betur fór ekki heima. Ég vissi að hann var inni í sveit. Mér datt strax í hug að fara í tíkallasímann og hringja heim, athuga hvort það yrði svarað, hvort mamma væri kannski komin heim á Strandgötuna af skrifstofunni. Ó, Guð gæfi að svo væri. Ég vonaði þetta svo innilega því að mér var einhvern veginn ljóst að Mánahúsið, þar sem mamma hafði verið að ganga frá laun- unum, væri farið í snjóflóðinu. Ég setti tíkall í raufina, sneri skífunni hálftitrandi ...“  Síldarbræðslan var rústir einar eftir snjóflóðin og þar fórst fólk – um 80 prósent atvinnustarfsemi þessa stærsta byggðarlags Austurlands eyðilagðist. Ljósmynd/Gunnar Steinn Pálsson 165 Forsíða Þjóðviljans á aðfangadag. 207 Pétur Kjartansson á gangi eftir Strandgötunni í Neskaupstað á nánast sama stað og rútubifreið Karls Waldorffs og Sveins Davíðssonar var þegar hún varð fyrir Mánaflóðinu. Þá var Pétur staddur á móts við bílana. Í baksýn sést Frystihúsið. Börnin og þeir sem þurftu að fara yfir bæði snjóflóðin áleiðis inn í sveit gengu í gagnstæða átt við Pétur. Fyrst yfir Mánaflóðið og síðan yfir flóðið við Frystihúsið og Síldarbræðsluna sem stóð fjær. q Óttar Sveinsson Rósa Margrét Sigursteinsdóttir og Alfreð Alfreðsson á góðri stund árið 2010. Með þeim á myndinni er Hann Sjöfn Frederiksen, eiginkona Alfreðs, lengst til vinstri, Sigrún Eva Rúnarsdóttir, dóttir Rósu, og eitt fimm barna hennar, Úlfur Mikael.  Nýlegir endurfundir. Rósa Margrét (með gleraugu) og Sigrún Eva (til hægri), sem var eins árs þegar þær mæðgur björguðust, með Al- freð Alfreðssyni. Hann barst með flóðinu um 30 metra út á sjó og fór á um 10 metra dýpi. Þar fékk hann hjartaáfall. Er hann komst upp á krapa- blandað yfirborðið var hann innan um brak úr Mánahús- inu sem þær mæðgur voru í. Með þeim er Hanna Sjöfn Frederiksen, tv. eiginkona Alfreðs og Úlfur Mikael, eitt fimm barna Sigrúnar Evu. 32 bókarkafli Helgin 30. nóvember-2. desember 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.