Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Page 58

Fréttatíminn - 30.11.2012, Page 58
54 heilsa Helgin 30. nóvember-2. desember 2012  Íslandsmeistari Í kraftlyftingum kvenna Matarsendingar til útlanda Láttu okkur sjá um alla fyrirhöfnina – útvega vottorð, pakka og senda. H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t SáraSmyrSl Fæst í heilsubúðum og apótekum www.annarosa.is Ég var með slæmt sár í 5 mánuði eftir skurðaðgerð og búin að reyna allskonar krem og smyrsl. Sárasmyrslið hennar Önnu rósu gerði kraftaverk og sárið greri á einni viku. Svo er það líka gott á sprungur, útbrot og þurrkubletti. Lena Lenharðsdóttir Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum www.gengurvel.is BELLAVISTA náttúrulegt efni fyrir augun, ríkt af lúteini og bláberjum NÁTTBLINDA s telpur hafa verið mjög hræddar við þetta sport og margar hafa hreinlega haldið að þær þyrftu að vera mjög stórar og feitar til þess að ná árangri og það hefur fælingarmátt. Það er samt alltaf að aukast að- sóknin á meðal stelpna og þar með minnka fordómarnir í leiðinni,“ segir kraftlyftingakonan Jónína Sveinbjarnar- dóttir. Hún setti Íslandsmet í kvennaflokki í réttstöðu- lyftu og hébeygju eftir að hafa æft kraftlyftingar aðeins í nokkra mánuði. „Ég fékk áhugann í mars í fyrra þegar ég fylgdist með Íslandsmeistaramótinu. Ég hugsaði með mér að ég gæti þetta alveg líka og ákvað að slá til.“ Kærasti Jónínu er einkaþjálfari og hefur verið að sér- hæfa sig í lyftingaþjálfun um nokkurt skeið. Það voru því hæg heimatökin fyrir Jónínu sem segir kær- astann hafa tekið vel í nýja áhugamálið. „Ég hafði fylgst með honum lyfta og aðeins ver- ið að leika mér sjálf, en ekkert alvarlega. Þegar ég fór að skoða þessar stelpur sem voru að keppa vissi ég að ég gæti miklið meira en þær voru að gera. Ég byrjaði því að æfa og áður en ég vissi af var ég orðin Íslandsmeistari. Það held ég að verði að teljast góður árangur,“ segir Jónína og hlær. Sigurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig þar sem hún tábrotnaði skömmu fyrir keppni og keppti því tábrotin. „Markmiðið var auðvitað alltaf sett hátt en ég ætlaði samt að gera meira. Út af brotinu og aðgerð sem ég fór í skömmu áður missti ég aðeins úr æfingum. Ég stefni því að nýju meti á næsta ári. Þá ætla ég að taka tvö hundruð kílóin í réttstöðu. Það hefur ein kona getað það áður og ég veit að ég hef alla burði til þess.“ Jónína segir að skjót velgengnin hafi komið mörgum spánskt fyrir sjónir. „Pabbi spurði mig hvort að kvennametin væru svona lág,“ segir hún og útskýrir, „hann meinti það ekkert illa honum fannst bara svo skrítið að mér hefði tekist þetta svona fljótt.“ Jónína segist gleðjast yfir vaxandi áhuga stelpna á sportinu og ráðleggur áhuga- sömum að snúa sér til þjálf- ara því hættulegt geti reynst að byrja að lyfta sjálf. „Ég mæli með þjálfara sem sérhæfir sig í lyftingum. Þeir eru því miður ekki margir, en samt til. Sjálf er ég að æfa hjá ÍBV og keppi því innan ÍSÍ,“ segir hún og hvetur stelpur til þess að láta sjá sig á æfingum. Mark- miðið var auðvitað alltaf sett hátt en ég ætlaði samt að gera meira. Þarf ekkert að vera feit til að geta lyft Jónína Sveinbjarnardóttir er tuttugu og fimm ára lyftingakona. Hún kom sá og sigraði á síðasta Íslandsmeistaramóti í kraftlyftingum þar sem hún sópaði að sér verðlaunum og setti Íslandsmet, tábrotin. Athygli vekur einnig að Jónína byrjaði aðeins að æfa lyftingar nokkrum mánuðum áður eftir að hafa fylgst með keppni og séð að hún ætti fullt erindi í greinina. Jónína vann Íslandsmeist- aratitil í kraftlyftingum eftir að hafa æft aðeins í nokkra mánuði. Hún vill sjá fleiri stelpur í sportinu. Jónína setti meðal annars Íslandsmet í hnébeygju. Það gerði hún tábrotin og segist því hafa átt meira inni.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.