Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Síða 64

Fréttatíminn - 30.11.2012, Síða 64
Helgin 30. nóvember-2. desember 201260 tíska 20% afsláttur af öllum yrhöfnum Fatabúðin Skólavörðustígur 21 a Sími 551 4050 Koddar og sængur fyrir alla fjölskylduna – Eitt mesta úrval landsins af vönduðum sængur fatnaði H endrikka Waage á fjöl­breyttan feril að baki sem hönnuður skartgripa á alþjóðamarkaði og barnabókahöf­ undur svo eitthvað sé nefnt. Og nú sendir hún frá sér ilmvatnið sem hún kallar Fjola. Hendrikka segist ekki tengja ilminn við skartgripa­ línu sína og hugmyndina að ilm­ inum sæki hún æsku sína. „Ég fór svolítið út í ávaxta­ og blómailm en ég á mjög ánægjulegar bernskuminningar frá því þegar ég tíndi villt blóm úti í náttúrunni með móður minni,“ segir Hendrikka. „Með þessar minningar í huga hannaði ég þennan ilm sem sam­ einar blæbrigði blóma­ og ávaxta­ ilms með votti af vanillu ásamt ögn af fjólu, rósum og appelsínublóma.“ Hendrikka segir níu mánaða vinnu liggja að baki ilmvatninu og þá vinnu vann hún ekki síst með nefinu. „Ég byrjaði á því að finna gott ilmvatnsfyrirtæki og endaði hjá framleiðanda í Suður­Frakk­ landi. Ég gerði þeim svo grein fyrir því hvað ég væri með í huga og fékk sendan helling af sýnis­ hornum.“ Þá hófst vinnan með nefinu og Hendrikka þefaði sig í gegnum prufurnar að niðurstöðunni sem hún hefur nú komið á flöskur. „Purpura­ og fjólulitir hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og Fjola er mettuð rómantískum ilmi sem tengist þessum litum og er fínleg og dularfull.“ Hendrikka býr í London en selur Fjolu í öllum helstu verslunum á Íslandi sem höndla með ilmvötn. „Ég er nú alltaf með annan fótinn á Íslandi enda eru allir vinir mínir og ættingjar hérna en ég ætla samt að eyða jólunum úti þetta árið en verð hér næstu jól.“ Hendrikka hefur getið sér gott orð fyrir barnabækur sínar um Rikku og töfrahringinn sem segja frá ævintýrum stúlku sem ferðast um heiminn og kynnir sér ólíka menningarheima. „Rikka verður ekki með í jólahasarnum á Íslandi núna en kemur með vorinu í fjórðu bókinni þar sem hún ferðast um England ásamt Oliver vini sínum.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  Hendrikka Waage Sendir frá Sér ilmvatn Blómailmur æskuminninganna Athafnakonan og skart- gripahön- nuðurinn Hen- drikka Waage er nú einnig orðin ilmvatnsfram- leiðandi en ilm- vatnið hennar, Fjola, er nýjasta viðbótin við ilm- vatnsflóruna á Íslandi. Henrikka lætur framleiða ilminn í Suður- Frakklandi en með sínu næma nefi valdi hún angan með keim af ávöxtum- og blómum sem kallar fram hjá henni ljúfar æs- kuminningar. Hendrikka umvafinn eftirlætis litum sínum angandi af dularfullri blöndu ávaxta og blóma. Hendrikka Waage hefur fengist við ýmislegt í gegnum tíðina og er nú orðinn ilmvatns- framleiðandi. Handunnir skartgripir Jólabomba dagana 30.nov - 1. des 25% afsláttur af öllum nýjum vörum 30 - 50% afsláttur af völdum vörum 70% afsláttur af eldri vörum Feminin Fashion Bæjarlind 4 201 Kópavogi S. 544 2222 feminin@feminin.is Opnunartími: Mán - föst: 11 - 18 Laugard: 10 - 16 „Ég á mjög ánægju- legar bernsku- minningar frá því þegar ég tíndi villt blóm úti í nátt- úrunni með móður minni.“ Laugavegi 53 S. 553 1144 Myndir á Facebook Jólanáttföt mikið úrval Sett 8.900 kr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.