Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Page 79

Fréttatíminn - 30.11.2012, Page 79
GOTT AÐ GEFA, HIMNESKT AÐ ÞIGGJA F ÍT O N / S ÍA Hlíðasmára 1 | 201 Kópavogur | Sími: 554-6969 | www.lur.is Lífsins gæði og þægindi frá Passion Danski framleiðandinn Passion býður kröfuhörðum svefnenglum aðeins upp á það besta. Rúm, dýnur svefnsófar hægindasófar gjafavöru og fleira Kvennakór með aðventutónleika Kvennakór Reykjavíkur heldur sína árlega aðventutónleika í Fella- og Hólakirkju í vikunni. Fyrri tónleikarnir eru á fimmtudagskvöld klukkan 20 og þeir síðari á laugardaginn, 1. desember klukkan 16. Tónleikarnir eru tileinkaðir Ingibjörgu Þorbergs. Af því tilefni flytur kórinn glænýjar, kröftugar og framandi útsetningar Vilbergs Viggóssonar á tónsmíðum Ingibjargar: Jólakötturinn, Með bjartsýni og brosi og Þú varst þar. Sigríður Thorlacius syngur einsöng með kórnum. Miða má nálgast hjá kórkonum og á kvennakorinn.is. Kvennakór Reykjavíkur fær Sigríði Thorlacius til liðs við sig á aðventu- tónleikum. Einar Örn og Curver troða upp með Ghostigital á Faktoý á laugardagskvöld. Ghostigital með útgáfutónleika Hljómsveitin Ghostigital fagnar útgáfu þriðju hljóðversplötu sinnar með stórtónleikum á Faktorý á laugardags- kvöldið, 1. desember. Platan kallast Division of Culture and Tourism og hefur hún fengið góðar viðtökur hjá gagnrýnendum og áhugafólki um tónlist. Ghostigital, sem er hugarfóstur þeirra Curvers Thoroddsen og Einars Arnar Benediktssonar, hefur skrúfað lítillega niður í hávaðanum á nýju plöt- unni og er tónlistin aðgengilegri fyrir vikið. Meðal gesta á plötunni eru David Byrne, Alan Vega, Damon Albarn, King Buzzo úr The Melvins og rappararnir Sensational og Dälek. Tónleikarnir hefjast klukkan 23 og standa til klukkan 03. Miðaverð er 1.500 krónur í forsölu á Miða.is en 2.000 krónur við dyrnar. Auk Ghostigital koma fram Oyama, Muck, Captain Fufano og Oculus.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.