Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 6
Ora grillsósur fást í næstu verslun! Bernaisesósa Stykkishólmur Gæðagisting Gæðagisting í Stykkishólmi. Dags, -helgar og vikugisting í vor, - vikugisting (lágmark) í júni / júlí / ágúst / september. Gistrými fyrir allt að 7 manns. Öll nútíma þægindi og heitur pottur. Frábær staðsetning. Göngufæri í sund. Veitingarstaðir á heimsmælikvarða - FRÍTT GOLF- www.orlofsibudir.is s. 861 3123 Parlogis hefur hlotið Jafnlaunavottun VR, fjórða fyrirtæk- ið í landinu sem hlýtur þessa vottun, að því er fram kemur í tilkynningu VR. Fyrirtækið hefur fengið staðfestingu á því að búið er að kerfisbinda launaákvarðanir, koma upp jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum ÍST 85 jafnlaunastaðals og verður nú kerfisbundið fylgst með því að ekki sé verið að mismuna starfsfólki í launum eftir kyni hjá fyrirtæk- inu. Jafnlaunavottun VR var kynnt í febrúar og er ætluð fyrirtækjum og stofnunum sem vilja sýna svart á hvítu að launastefna þeirra og mannauðsstjórnun mismuni ekki konum eða körlum. „Einnig getur vottun af þessu tagi bætt starfsanda, styrkt ímynd og jafnvel gert fyrirtækjum auðveldara um vik að fjármagna sig. Á þriðja tug fyrir- tækja og stofnana hafa nú þegar sótt um og má búast við að fleiri bætist í hópinn innan skamms. Á næstu vikum er þess vænst að fleiri þátttakendur ljúki vottunarferlinu og sýni fram á að leiðréttingar hafi verið gerðar þar sem þeirra er þörf. Þau fyrirtæki og stofnanir sem skrá sig til þátttöku skuldbinda sig til þriggja ára í senn,“ segir enn fremur. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, og Helga Árnadótt- ir afhentu Parlogis vottunina við athöfn hjá fyrirtækinu. „Það hefur verið afar ánægjulegt að sjá hversu vel fyrir- tæki og stofnanir taka í þetta verkefni og nú erum við að sjá hvaða áhrif það hefur og mun hafa á íslenskum vinnu- markaði á komandi árum. Stór og öflug fyrirtæki ásamt stofnunum hafa ákveðið að ganga til liðs við VR og beita sér með beinum hætti í baráttunni gegn kynbundnum launamun,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. -jh  Parlogis Jafnlaunavottun vr Kerfisbundið fylgst með launum kynjanna Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, Guðný Rósa Þorvarðardóttir, forstjóri Parlogis, Íris Ósk Hjaltadóttir, launafulltrúi Parlogis, Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri VR, og Jóhann Ingi Kristjánsson, stjórnarformaður Parlogis. Sífellt þróaðri aðferðir tölvuþrjóta Tölvuárásir á notendur Twitter sýna að tölvuþrjótar beita sífellt þróaðri og flóknari aðferðum, ekki síst gegn fyrir- tækjum, en um slíkt var meðal annars fjallað á öryggisráðstefnu Nýherja og IBM, Viðbúnaðarstig RAUTT, síðastliðinn miðvikudag. Þar fóru öryggissérfræðingar frá IBM og SecureDevice yfir öryggismál upplýsingakerfa, allt frá eftirliti yfir í fyrir- byggjandi öryggisráðstafanir og lausnir sem stöðva ógnir á netinu, hvort heldur þær birtast í snjalltækjum, fartölvum eða tölvukerfum fyrirtækja. „Tölvuveiran TorRAT,“ segir á síðu Nýherja, „hefur að undanförnu valdið usla meðal Twitter notenda í Hollandi, en óværan kemst yfir Twitter aðgang notenda í gegnum sýkt tæki og sendir út skilaboð frá notendum sem getur haft áhrif á hvers konar markaði og iðnað, að sögn öryggisfyrirtækisins Trusteer. Sprenging í vexti stafrænna gagna og kröfur um að hægt sé að nálgast gögn hvar og hvenær sem er veldur fyrirtækjum vaxandi áhyggjum og auknum kostnaði. Á sama tíma gera tölvuárásir fyrirtækjum erfiðara um vik um að geyma gögn í öruggu skjóli frá óprúttnum aðilum og að halda uppi eðlilegri starfsemi.“ - jh Ert þú með allt undir kontról? Svo spyr Nýherji sem efndi til ráðstefnu um öryggismál upplýsingakerfa. Mynd / Síða Nýherja Kortaþjónustan hefur kært stóru viðskiptabankana á Íslandi fyrir aðkomu þeirra að samráðs- málum á undanförnum árum. Samkeppniseftirlitið rannsakar hvort bankar hafi veitt Borgun og Valitor betri kjör en Kortaþjónustunni á svokölluðum milligjöldum, sem eru þau gjöld sem færsluhirðar greiða til bankanna. Sá sem verður fyrir alvar- legum brotum situr eftir jafn snauður og áður eftir að gerandinn hefur verið sektaður. Þetta eru allt fyrirtæki sem brjóta af sér svo það er aldrei neinn persónulega ábyrgur.  samkePPnismál meint samráð bankanna við innheimtu milligJalda Bankarnir til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu v ið teljum að allir stóru bank-arnir hafi haft samráð um að veita Borgun og Valitor ívilnandi kjör og aðstæður á kortamarkaði og sendum Sam- keppniseftirlitinu kvörtun vegna þess árið 2009. Bankarnir sem gefa út greiðslukortin höfðu þá, að okkar mati, mismunað færslu- hirðum með því að innheimta lægri milli- gjöld af Borgun og Valitor,“ segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Korta- þjónustunnar. Færsluhirðar eru þeir sem gera upp kortafærslur fyrir söluaðila og fá greidda þóknun og hluti af henni eru milli- gjöld sem eru svo greidd til bankans. Að mati Jóhannesar hefur þetta meinta samráð bankanna valdið því að Kortaþjónustan hafi ekki sömu möguleika á markaði og aðrir auk þess að skapa skekkju á markaðnum. Samkvæmt upplýsingum Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlits- ins, er rannsókn málsins vel á veg komin en óljóst er hvenær henni lýkur. Aðgerðir gegn Kortaþjónustunni Fyrirtækið Kortaþjónustan var stofnað árið 2002 og telur Jóhannes að bankarnir hafi haft samráð um það frá upphafi að fæla við- skiptavini frá fyrirtækinu. „Sem eitt dæmi um aðgerðir bankanna má nefna að ef versl- anir voru í samstarfi við Kortaþjónustuna birtist tilvísunin „erlend viðskipti“ á yfirliti reikningseigenda. Slíkt veldur að sjálfsögðu ruglingi og notuðu bankanir þetta til að fæla fyrirtæki frá því að vera í viðskiptum við Kortaþjónustuna. Við sendum inn kvört- un vegna þessa árið 2009 og hálfu ári síðar hættu allir bankarnir þessu svo þeir voru mjög í takt í þessu máli,“ segir Jóhannes. Skaðabætur vegna fyrri dóma Valitor féllst á greiðslu stjórnvaldssektar að upphæð 385 milljónir króna árið 2007 vegna víðtækra brota á samkeppnislögum sem beindust gegn Kortaþjónustunni. Í apríl síðastliðnum var fyrirtækið Valitor svo dæmt til að greiða 500 milljónir vegna mis- notkunar á ráðandi stöðu en það er hæsta sekt sem fyrirtæki hefur verið krafið um á Íslandi vegna samkeppnislagabrota. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið brotið gegn Kortaþjónustunni hefur fyrirtækið ekki fengið greiddar skaðabætur en hefur nú höfðað einkamál gegn Valitor, Borgun og Greiðsluveitunni vegna kortasamráðs- málsins frá 2007. „Sá sem verður fyrir alvarlegum brotum situr eftir jafn snauður og áður eftir að gerandinn hefur verið sekt- aður. Þetta eru allt fyrirtæki sem brjóta af sér svo það er aldrei neinn persónulega ábyrgur,“ segir Jóhannes og leggur áherslu á að mikilvægt sé að endurskoða sam- keppnislög svo hægt verði að draga ein- staklinga til ábyrgðar fyrir brot. „Um leið og einhver finnur þetta á eigin skinni og þarf að borga eða afplána fangelsisvist þá fer fólk að hugsa sig um. Eins og staðan er núna borgar sig að brjóta samkeppnislög. Það versta sem gæti gerst er að þurfa að greiða sekt.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Jóhannes Ingi Kolbeinsson er framkvæmda- stjóri Kortaþjónustunnar en fyrirtækið hefur kært bankana til Samkeppniseftirlitsins vegna meints samráðs og samkappnis- hamlandi aðgerða gegn keppinautum á sviði færsluhirðingar. Mynd/Hari 6 fréttir Helgin 10.-12. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.