Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 22
Er ekki bara
góð hugmynd
að giftast besta
vini sínum?
V
era Sölvadóttir er kvikmyndagerð-
arkona og söngkona í tvíeykinu
BB&Blake auk þess sem hún fræðir
landann um það sem efst er á baugi
og áhugaverðast í kvikmyndagerð
í innslögum í sjónvarpsþættinum Djöflaeyjunni
og útvarpsþættinum Kviku á Rás 1. Það er því
óhætt að segja að Vera lifi og hrærist í heimi kvik-
myndanna en þangað villtist hún fyrir hálfgerða til-
viljum að loknu stúdentsprófi.
„Þegar ég var búin með MH vissi ég eiginlega
ekkert hvað ég vildi gera og fór í nám til Frakk-
lands í nám sem heitir Arts du Spectacle og þar
leiddist ég út í kvikmyndagerðina. Ég ætlaði mér í
fyrstu að verða leikkona en sem betur fer varð ekk-
ert úr því vegna þess að ég er svo léleg í að leika,“
segir Vera og hlær.
Leið Veru lá beint til Frakklands að loknu stúd-
entsprófi, ekki síst vegna þess að hún hafði búið
þar á unglingsárunum, talar frönsku og komst að
í náminu sem innfædd væri. „Það var nú bara salt-
fiski að þakka að ég bjó í Frakklandi á gelgjunni.
Mamma vann við fiskútflutning og flutti með mig
og systur mína í pínulítið franskt krummaskuð. Ég
var vægast sagt óhress með foreldra mína að taka
mig burt frá Vesturbænum á þessum árum. Mér
fannst þetta glatað og var mjög reið en er mjög sátt
í dag.“
Ruglað áhugapróf
Þegar Vera reyndi að átta sig á því hvað hún ætti
að leggja fyrir sig mátaði hún sig við persónuleika-
próf. „Þetta var eitthvert voða fínt, amerískt próf
sem átti að greina hvað manni hentaði best að gera.
Þetta var tímafrekt próf og heilmargar spurningar
sem þurfti að svara. Svörin voru svo send til Banda-
ríkjanna þar sem þetta var allt reiknað út. Síðan
kom niðurstaðan til baka og samkvæmt henni átti
ég að verða eitthvað „paralegal“. Ég vissi ekki einu
sinni hvað í ósköpunum það var og þurfti að fletta
því upp og komst að því að þetta væri aðstoðarmað-
ur lögfræðings. Ég var frekar óhress með það og
velti fyrir mér af hverju ég gæti þá ekki alveg eins
bara orðið lögfræðingur?“ Og laganám var ekkert
sem heillaði þannig að hún fór til Frakklands þar
sem kvikmyndaáhuginn heltók hana.
Líf í kvikmyndum
Vera byrjaði að gera stuttmyndir í Frakklandi og
hefur haldið því áfram hér heima. Hún hefur einnig
verið stundakennari í Kvikmyndaskóla Íslands og
öll þekking hennar, reynsla og sambönd nýtast
henni vitaskuld vel í þáttagerðinni.
Hún sér um tvo af fjórum Kvikuþáttum í mánuði
á móti Sigríði Pétursdóttur sem byrjaði með Kviku
á sínum tíma en dvelur nú í London. „Sigga er mest
með pistla frá London og ég reyni meira að tala við
fólk sem er að gera eitthvað í kvikmyndum,“ segir
Vera og tekur undir brandarann sem hefur gengið
um árabil að Kvika sé í raun sjónvarpsþáttur í
útvarpi. „Það er eitthvað til í því og kannski þykir
skjóta skökku við að vera að fjalla um myndmiðil í
útvarpi en það er svo mikið í kringum kvikmyndir
sem hægt er að ræða um þannig að þetta er nú
ekki vandamál. Á tímabili hafði ég samt á tilfinn-
ingunni að enginn væri að hlusta og ég væri að tala
út í tómið en það er greinilegt að einhverjir fylgjast
með. Fólk hefur meira að segja komið til mín þegar
ég er í sundi og sagst hlusta á þáttinn.“
Vera segir margt líkt með kvikmyndagerðinni og
útvarpinu. „Þar er maður mikið bara að moldvarp-
ast eitthvað einn með sjálfum sér þannig að það er
mjög fínt að vera aðeins í sjónvarpinu líka þar sem
maður hittir fólk, skiptist á skoðunum og hugmynd-
um og er meira í samstarfi.“
Konur í karlaheimi
Þegar talið berst að konum og kvikmyndagerð
segir Vera að vissulega sé ýmislegt að en nær-
tækasta dæmið er sjálfsagt að ekki tókst að fylla
flokka tilnefndra leikkvenna á síðustu Edduhátíð.
Augljós vísbending um að skortur sé á góðum og
bitastæðum hlutverkum fyrir konur í sjónvarpi og
kvikmyndum á Íslandi. En hvað er til ráða í bransa
sem karlar drottna að miklu leyti yfir?
„Karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem
skrifa og leikstýra og það er kannski ekki hægt
að reikna með að þeir skrifi mikið af góðum hlut-
verkum fyrir konur. Þetta þarf þó alls ekki að þýða
að við verðum að gera allt sjálfar til þess að konur
fái eitthvað að gera ég held að fyrst og fremst verði
Vera og Damon eru bestu
vinir og voru því ekkert
að drolla og létu pússa
sig saman fjórum dögum
eftir að hann bað hennar.
Ljósmynd/Hari
Giftist uppáhalds leikaranum sínum
Vera Sölvadóttir sér um kvikmyndaþáttinn Kviku og fjallar um kvikmyndir í Djöflaeyjunni í Sjónvarpinu. Hún hefur einnig látið
hressilega að sér kveða í stuttmyndagerð og er um þessar mundir að leggja lokahönd á eina slíka sem hún byggir á smásögu
eftir Einar Kárason. Kvikmyndir voru Veru ekki efst í huga þegar hún lauk stúdentsprófi en hún fór í nám til Frakklands þar
sem hún sogaðist inn í þann heim sem hún líf hennar og störf hverfast nú um. Í febrúar giftist Vera uppáhaldsleikaranum
sínum, Damon Younger, sem einnig er besti vinur hennar. Hún segist einnig með þessu hafa tryggt sér fastan leikara um aldur
og ævi en hún notar eiginmanninn í allar sínar myndir og hefur lengi gert.
samfélagið að taka einhverjum breytingum.“
Vera þykist geta greint jákvæða þróun í þessum
efnum. „Þetta er ekki bara eymd og volæði og nú
var til dæmis Guðrún Ragnarsdóttir að fá hæsta
styrk sem veittur hefur verið hérna til kvikmynda-
gerðar til þess að gera mynd sem hefur vinnu-
titilinn Silungapollur. Þannig að það er ýmislegt
jákvætt að gerast og við þurfum ekki bara að
væla. En það er staðreynd að það hallar á konur
í vissum störfum í stéttinni eins og leikstýrur og
handritshöfunda.“
Vera leyfir sér einnig að horfa jákvætt til fram-
tíðar íslenskrar kvikmyndagerðar. „Það hefur í
það minnsta verið ákveðið að veita meira fé í þetta
eftir stórfelldan niðurskurð síðustu ára eftir hrun
og fólk er greinilega að fatta að kvikmyndagerð er
iðnaður og getur gefið af sér.“
Notar eiginmanninn í öllum myndum
Konur verða áberandi á stutt- og heimildamyn-
dahátíðin Reykjavík Shorts & Docs Festival í Bíó
Paradís og víðar en hátíðin hófst á fimmtudag
og stendur til 16. maí. Stuttmyndum eftir konum
verður gert hátt undir höfði auk tónlistarmynd-
banda en Vera á eitt slíkt á hátíðinni.
Vera er þessa dagana að undirbúa gerð dans-
myndar í með Helenu Jónsdóttur, danshöfundi.
„Grunnhugmyndin að baki myndinni er kenning
Helenu um að allir geti dansað og Ingvar E. Sig-
urðsson verður eini dansarinn í henni. Kannski
aðallega vegna þess að okkur finnst svo gaman að
horfa á hann dansa,“ hlær Vera.
Vera er einnig að leggja lokahönd á stuttmynd
sem hún byggir á smásögunni Leitin að Livings-
tone eftir Einar Kárason. Í sögunni leggjast feðg-
ar í ferðalag á forláta amerískum kagga í leit að
sígarettum í BSRB-verkfallinu 1984 þegar tóbak
var mjög af skornum skammti.
Í mynd Veru eru hins vegar tveir ungir menn
í tóbaksleitinni og eiginmaður hennar, leikarinn
Damon Younger, fer með hlutverk annars þeirra.
„Hann er uppáhaldsleikarinn minn og leikur í öllu
sem ég geri,“ segir Vera. „Hann lék meira að segja
í útskriftarverkefninu mínu í Frakklandi 2006.
Þótt tilhugalífið hafi verið stutt segir Vera að
þau hafi ekki stofnað til hjónabandsins í neinu
stundarbrjálæði enda eigi þau langa sögu.
„Er ekki bara góð hugmynd að giftast besta vini
sínum?“ Spyr Vera á móti og bendir á að ráðahag-
urinn sé mjög hentugur fyrir sig sem kvikmynda-
leikstjóra. „Þetta er líka mjög praktískt vegna
þess að nú er ég komin með fastan leikara fyrir
lífstíð.“
Og eins og við var að búast er leikarinn, sem
hlaut Edduverðlaunin fyrir magnaða túlkun sína
á illmenninu Brúnó í Svartur á leik, ljúfur sem
lamb þegar Vera stjórnar honum. „Hann er mjög
hlýðinn á tökustað og gerir bara það sem ég segi
honum, enda er ég „the boss“.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
22 viðtal Helgin 10.-12. maí 2013