Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 40
KYNNING 40 heilsa Helgin 10.-12. maí 2013  Glúteinfrítt fiberHUSK gæludýradagar í líflandi 10.–17. maí Nú eru Gæludýradagar í Líflandi með fræðslu, gleði og frábærum kynningartilboðum. Föstudaginn 10. maí gefur dýralæknir góð ráð um nýja sjúkrafóðrið ArioN Health&Care, milli kl. 16:00 og 19:00 á Lynghálsi 3. Laugardaginn 11. maí fá okkar bestu vinir fría klóaklippingu hjá þrautreyndum hundasnyrti, milli kl. 12:30 og 15:00 á Lynghálsi 3. Taktu þátt í léttum leik í verslunum okkar á Lynghálsi 3 og Lónsbakka Akureyri. Þú gætir unnið 3 mánaða birgðir af ArioN Premium hundafóðri og margt fleira skemmtilegt. Við drögum út þrjá hundheppna þátttakendur föstudaginn 17. maí. Við hlökkum til að sjá ykkur. e f ætlunin er að vinna glútenfría vöru er frábært að hafa Fiber-HUSK við höndina. Ef það er notað í uppskriftina er mun létt- ara að vinna vöruna. Degið hefast betur og þegar glútínfría brauðið er tilbúið molnar það minna við skurð og verður safaríkara en annars,“ segir Albert Eiríksson ástríðukokkur. FiberHISK er 100% glútenfrí vara sem er án allra auka- efna. Gott er að blanda vöruna við allan bakstur og þá sérstaklega þegar verið er að búa til glútenfrítt brauð og fleira í þeim dúr. Albert segir FiberHUSK gera náttúr- legt glútenlaust brauð safaríkara. „Það stuðlar að því að deig úr náttúrulegum glútenlausum hveititegundum lyftir sér betur og glútenlausar kökur og brauð fá betri áferð auk þess að koma í veg fyrir að það molni. Margar glútenlausar hveiti- tegundir innihalda minna af trefjum en venjulegt hveiti. Því er mikilvægt að gæta þess að fæðan innihaldi nægilegt magn af trefjum.“ Líka hægt að nota í venjulegan bakstur FiberHUSK er trefjavara sem leysa má upp í vatni. Varan inniheldur malað hýði fræja af indversku plöntunni Plantago ovata Forsk sem er einnig þekkt sem Is- paghula Husk eða hýði Psyllium fræja. Trefjarnar samanstanda af vatnsuppleys- anlegum hemisellulósa, pektíni, pentós- um og hexósum. En ætli það sé hægt að nota FiberHUSK í venjulegan bakstur? „Já. Með því að nota FiberHUSK í bakstri eykst trefjainnihaldið. Deigið nær að binda vökvann betur og brauð, bollur og kökur halda ferskleikanum lengur. Brauð með miklu trefjainnihaldi mettar betur en venjulegt hvítt brauð. Fæðutre- fjar stuðla ennfremur að betri meltingu og hefur góð áhrif á þarmana,“ segir Albert. Albert segir að FiberHUSK hafi mjög góð áhrif á meltinguna. „Trefjar í fæð- unni eru forsenda vellíðunar sem ræðst meðal annars af því að magi og þarmar ná að vinna úr fæðunni vandræðalaust. Trefjar hafa mjög góð áhrif á þarma- veggina og stuðla að viðhaldi styrks og samdráttargetu þarmanna, sem minnkar hættuna á harðlífi. Erfitt er að melta fín- malað hýði fræja líkt og aðrar tegundir plöntutrefja. Á leið sinni í gegnum maga og þarma sýgur það í sig vökva og bólgnar, á sama tíma og það gefur frá sér slím sem eykur vatnsinnihald þarmanna. Innihald þarmanna fær þannig betri áferð sem er auðveldara að „vinna með“, sérstaklega fyrir ristilinn.“ Gott fyrir alla, konur og karla Albert segir alla geta notað FiberHUSK. „Það geta allir, bæði börn og fullorðnir notað FiberHUSK. Það eina sem þarf, er að vilja vera viss um að fá nægilegt magn af trefjum. Hinsvegar þarf að passa upp á börn undir þriggja ára aldri, en þau mega ekki að fá meira en 15 grömm af trefjum á dag. Varan er ekki ávanabindandi og þungaðar konur og einstaklingar með glútenóþol geta notað FiberHUSK án vandræða.“ Trefjar eru mikilvægar fyrir líkam- ann og er ráðlagður dagskammtur af trefjum fyrir fullorðna 25-35 grömm á dag. „FiberHUSK getur stuðlað að auk- inni neyslu fæðutrefja með því að auka magn trefja í mat og brauði. Venjulega er ekki mælt með hvítu brauði, en ef sett er nægilegt magn af náttúrulegum fæðutrefjum í brauðið er jafnvel hægt að mæla með samlokubrauði. Með Fiber- HUSK er hægt að baka hvítt brauð sem inniheldur álíka mikið af trefjum og gróft rúgbrauð,“ segir Albert. Notar FiberHUSK daglega Albert segir að allir sem vilja aukið trefjainnihald geti notað FiberHUSK í eigin uppskriftir. Það þarf bara að bætið 20 grömmum af FiberHUSK og 1 dl. af vökva í hver 500 grömm af hveiti sem notað er í uppskriftinni. Þá notar Albert FiberHUSK daglega. „Ég hef sjálfur notað FiberHusk í mörg ár. Ég geri mitt eigið múslí og nota alltaf FiberHusk saman við. Síðan er það kjörið í hrákökur og allan bakstur, pönnukökur, vöfflur og fleira. Það má líka setja eins og hálfa teskeið út í bústið. Það eru endalausir möguleikar með FiberHUSK.“ Hægt er að nálgast uppskriftir og aðrar upplýsingar um FiberHusk á www. husk.dk. -ss Frábært til baksturs FiberHUSK er glútenfrí vara sem hægt er að nota við allan bakstur. Hún þykir sérstaklega góð þegar verið er að baka glútenlaust brauð. Albert Eiríksson ástríðukokkur. „Það geta allir, bæði börn og fullorðnir notað FiberHUSK. Það eina sem þarf, er að vilja vera viss um að fá nægilegt magn af trefjum. Hinsvegar þarf að passa upp á börn undir þriggja ára aldri, en þau mega ekki að fá meira en 15 grömm af trefjum á dag.“ Ljósmynd/Hari Brauð með miklu trefja- innihaldi mettar betur en venjulegt hvítt brauð. Fæðutref- jar stuðla enn- fremur að betri meltingu og hefur góð áhrif á þarm- ana. www.skyr.is Þú finnur fleiri boostuppskriftir á Léttboost 1 lítið Vanilluskyr.is ½ banani sneið af melónu ½ pera dass hreinn appel- sínusafi 6-8 ísmolar SVO LJÚFT OG LÉTT – fyrst og fre mst ódýr! 799kr.kg Krónu ferskur kjúklingur DÚNDURVERÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.