Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 28
V ið höfum báðar mikinn áhuga á réttindabaráttu kvenna og við erum sam- mála um að sýruárás er eitt það hræðilegasta sem hægt er að gera konu,“ segir Bjarney Lúðvíksdóttir, önnur tveggja kvikmyndagerðar- kvenna sem vinna að heimildar- mynd um sýruárásir á konur í Índlandi. „Nauðgun er hræðileg og konur bera sársaukann innra með sér allt sitt líf. En eftir þessar árásir bera þær sársaukann utan sem innan þ.e.a.s ef þær lifa árásina af. Konur eru afskræmdar fyrir lífstíð og margar fyrirfara sér,“ segir hún. Lína Thoroddsen, er hin kvik- myndagerðarkonan. Þær eru báðar í fullri vinnu en tóku sér launalaust leyfi til að fara til Indlands og hitta þessar konur. „Ég tók bara yfir- dráttarlán og fór út,“ segir Lína. Hún á og rekur VALA kvikmyndir ehf. sem kemur til með að fram- leiða heimildamyndina. Þess utan starfar Lína sem næturvörður á heimili fyrir geðfatlaða. „Ég vinn þar á nóttunni til að geta sinnt kvik- myndagerð á daginn,“ segir hún. Bjarney er annar eigandi, BRAN- Dit, sem framleiðir meðal annars mark- og kynningarefni fyrir konur í viðskiptum hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig fjölbreytilega reynslu af kvikmyndagerð og fram- leiðslu að baki. Þær eru báðar ástríðufullar þegar kemur að mann- réttindabaráttu. Bjarney var búin að ákveða að fara til Indlands og ræða við konur sem höfðu orðið fyr- ir sýruárás þegar hún auglýsti eftir ferðafélaga. Lína, sem hafði áður unnið með henni, ákvað að slá til. Heimsbyggðin að vakna Um mánuður er síðan þær komu heim úr sex vikna ferðalagi um Ind- land. Þær voru því úti þegar fregnir bárust af hrottalegri hópnauðgun í Delhi og síðan áframhaldandi fréttaflutningur af hryllilegum nauðgunum víða um Indland. „Í Delhi þora konur ekki út á kvöldin. Það er hræðsla í loftinu en fólk um allan heim er að opna augun fyrir þessum vanda,“ segir Lína. Bjarney tekur fram að báðar tengjast þær Indlandi sterkum böndum og þykir vænt um land og þjóð en í þessari ferð hafi þær óneitanlega upplifað svörtu og sorg- legu hliðar þjóðfélagsins. „Ofbeldis- verkin í Indlandi rata oft fljótt í heimspressuna, þar sem indverskir fréttamiðlar eru sterkir og fljótir að varpa ljósi á ástandið hverju sinni. Þetta hefur óhjákvæmilega skaðað ímynd Indlands og hefur lögreglan verið gagnrýnd harkalega fyrir að sinna ekki skildum sínum,“ segir hún. Öndunarfærin brunnu Ein konan sem þær ræða við, Rita Paul sem er 25 ára gömul, kom að tengdamóður sinni þar sem hún var að halda framhjá. „Eiginmaður Ritu og tengdamamma hennar létu hana þá drekka lítra af sýru til að hún gæti ekki sagt frá fjölskylduleynd- armálinu,“ segir Lína. Öndunar- færin á Rítu brunnu eftir árásina og í kjölfar missti hún málið „Myndin okkar á að sýna hvernig þessum konum tekst að finna gleðina á ný. Hjá Ritu var eiginlega allt þorpið inni á rúmstokk hjá henni. Hún átti gott bakland og ég get ímyndað mér að það hafi verið mjög notalegt að búa í þorpinu hennar þar sem all- ir studdu hana,“ segir Lína. „Síðan er hún mjög góð handavinnukona og fékk saumavél frá félagasam- tökum sem styðja við konur sem hafa lent í sýruárás,“ segir Bjarney. Við vinnslu myndarinnar voru þær einnig í miklu sambandi við slík samtök á borð við Acid Survivors Foundation in India og Stop Acid Attack. Engar nákvæmar tölur liggja fyrir um hversu margar konur verða fyrir sýruárás á hverju ári, ýmist vegna þess að þær eiga sér stað í afskekktum þorpum eða því að konurnar komast ekki undir læknishendur. Þá eru heldur engar opinberar tölur yfir hversu mörg slík mál eru kærð því í Indlandi er sýruárás ekki flokkuð sérstaklega í refsilöggjöfinni. Óstaðfestar tölur herma að árásirnar séu á bilinu 100 til 500 árlega í Indlandi. Gat ekki grátið Miðað við þann skaða sem sýruárás veldur mætti ímynda sér að þeim sem fremja slík voðaverk væri hreinlega ekki sjálfrátt. Það má velta því fyrir sér segir Bjarney. „En í tilfelli okkar viðmælenda, voru ekki vísbendingar um að árás- armönnunum væri ekki sjálfrátt, þvert á móti þótti okkur þeir vera afar meðvitaðir um gjörninginn og skaðann sem þeir ætluðu sér að framkalla. Ef konurnar lifa sýruá- rásinar af, hugga árásarmennirnir sig við það að enginn annar maður vilji líta við þeim. Margar þeirra kvenna sem verða fyrir sýruárás fyrirfara sér í kjölfarið þar sem lítil von er á því að þær fái læknisaðstoð eða aðstoð við að leita réttar síns,“ segir hún og ljóst er að henni er mikið niðri fyrir. Anu Mukherjee, 34 ára, er önnur kona sem segir frá reynslu sinn í myndinni. „Hún á sorglega fortíð því hún missti foreldra sína í bíl- slysi og ólst upp hjá konu sem fór illa með hana. Hún á einn bróður og hann var hennar eina fjölskylda. Anu vann sem dansari en það þykir ekki fínt starf í Indlandi. Þetta var samt bara fallegur dans þar sem hún var fullklædd. En í þessari vinnu skapaðist einhvers konar öfund og það voru síðan ein besta vinkona hennar og bróðir hennar sem helltu sýru yfir andlitið á henni þannig að hún missti bæði augun,“ segir Bjarney. Anu þurfti að gangast undir fjölda lýtaaðgerða og lengi vel gat hún ekki grátið. Hún fékk sýkingu og það þurfti að gera smá gat hjá öðru auganu. „Það er átakanlegt að sjá hana gráta. Það koma bara smá dropar,“ segir Lína. Gerendur ganga lausir Algengast er að sýruárásirnar séu gegn lágstéttarkonum. Bjarney segir frá því þegar ein konan var komin undir læknishendur og læknarnir komust að því að hún gat ekki borgað fyrir aðgerðina þá hættu þeir við að hjálpa henni. „Það eru svo margar hindranir sem þessar konur mæta. Það er eitt að fá aðstoð á sjúkrahúsi, það er annað að fá réttlæti því þessi mál eru sjaldnast kærð og gerendur ganga lausir. Það þriðja er síðan að finna gleðina á ný. Það er sú gleði sem við segjum frá í myndinni. Hvernig það er hægt að halda áfram með lífið þegar andlitið á þér vekur skelfingu hjá börnum og karlmönnum finnst þú ekki aðlaðandi, en hjá konum í Indlandi miðast líf þeirra við að eignast mann,“ segir hún. Þær verða líka fyrir fordómum. „Þær eru dæmdar. Þær eru taldar hafa verið lélegar eiginkonur og þess vegna hafi sýru verið hellt yfir þær. Þær fá síðan ekki vinnu vegna þess Tilboðsvörur á frábæru verði 70%afsláttur allt að af völdum vörum og sýningareintökum Borðstofustólar frá 7.900 kr Heilsukoddar 2.900 kr Borðstofuborð frá 40.000 Höfðagaflar frá 5.000 Sjónvarpsskápar frá 25.000 Rúm 153cm frá 157.000 Speglar frá 5.000 Fjarstýringavasar frá 2.500 Hægindastólar frá 99.000 Tungusófar frá 75.400 Hornsófar frá 139.900 Sófasett frá 99.900 AquaClean áklæði kynningarafsláttur AquaClean áklæði er sérstaklega auðvelt að hreinsa aðeins með vatni! H Ú S G Ö G N Hornsófar - Tungusófar - Sófasett Sófasett - Hornsófar - Tungusófar Tungusófar - Sófasett - Hornsófar Tungusófar - Sófasett - Hornsófar Verslun okkar er opin: Virka daga kl.9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Patti verslun I Dugguvogi 2 I Sími: 557 9510 I vefsíða www.patti.is Nýtt Torino Mósel Milano Basel Paris Sterkustu konur í heimi Tvær kvikmyndagerðarkonur, Bjarney Lúðvíksdóttir og Lína Thoroddsen, vinna að heimildamynd um indverskar konur sem hafa orðið fyrir sýruárás og hvernig þeim hefur tekist að finna gleði á ný. Þær segja einstakt að hafa fengið að kynnast konum sem gefast ekki upp þrátt fyrir að verða fyrir jafn hrottalegu ofbeldi. Túlkurinn Seema Khinchie, Lina og Bjarney taka viðtal við Chanchal og fjölskyldu hennar á skrifstofu Stop Acid Attack í Delhi. Monya með skart- gripinn Brosarann eftir íslensku listakonuna Geggu. Systurnar Sonam, sem fæddist blind, og Chanchal urðu fyrir sýruárás þegar þær voru úti í sólbaði. Túlkurinn Seema Khinchie, Anu Mukherjee, Bjarney og Lína. Þær dönsuðu með Anu eftir átakanlegt viðtal við hana. Framhald á næstu opnu 28 viðtal Helgin 10.-12. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.