Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 66
2 hjólreiðar Helgin 10.-12. maí 2013
alvöru hjól
SUMARKORT*
FYLGIR
SUMARKORT*
FYLGIR VÖLDUM HJÓLUM Í MAÍ
*SUMARKORTIÐ FYLGIR ÚT ÁGÚST 2013
SUMARKORT*
FYLGIR
CROSSWAY 100 69.900,-
ASSPHALT TRIPLE 125.900,-
SIGMA SPORT
HJÓLAMÆLAR 3.990,- REIÐHJÓLATASKA
Á BÖGGLABERA 4.990,-
KYNNTU
ÞÉR ÚRVALIÐ Á
GAP.IS
...Á RÉTTU GRÆJUNUM!
alvöru hjól
alvöru hjól
HJÓLABÚÐIN FAXAFENI 7 SÍMI 5 200 000 GAP.ISI I Í I .I
Wheeler Pro 50
Comfort götuh
jól
84.995 kr.
Herra og dömustell, 2 litir,
álstell, 21gíra, dempari
að framan og dempun
í sæti, breiður hnakkur,
brettasett fylgir.
Hjólreiðakeppni Hjólað Hringinn í kringum landið í boðsveitaformi
Breskt landsliðsfólk
keppir í WOW Cyclothon
Þ að fer að styttast í hina árlegu hjólreiðakeppni WOW Cyclothon, þar sem
hjólað er 1332 kílómetra hringinn
í kringum Ísland með boðsveita-
formi en keppnin fer fram nálægt
Jónsmessu, 19.-22. júní. Nú þegar
hafa 26 lið staðfest þátttöku en
liðsfjöldi verður takmarkaður við
30 lið. Tvö bresk lið, annað í karla-
flokki og hitt í kvennaflokki, hafa
skráð sig til leiks en þar er afreks-
og landsliðsfólk í tví- og þríþraut
frá Bretlandi og má því búast við
harðari keppni í ár en í fyrra.
Matt Chandler er einn af liðs-
mönnum breska karlaliðsins.
Hann reyndasti þríþrautar og
hjólreiðamaður liðsins. Matt hefur
stundað þríþraut í 7 ár og hjólreið-
ar enn lengur. Hann hefur verið í
landsliði Bretlands bæði í þríþraut
og tvíþraut um árabil og keppt um
víða veröld fyrir hönd síns lands
og er meðal annars margfaldur
Ironman.
„Við erum ótrúlega spennt að
taka þátt í WOW Cyclothon. Þessi
WOW Cyclothon keppnin fer fram í annað sinn rétt fyrir Jónsmessu, 19.-22. júní. Í ár geta fleiri tekið þátt en hægt er að vera með
4 manna og 10 manna lið. Nú þegar hafa 26 lið staðfest þátttöku, meðal annars tvö bresk lið skipuð afreks- og landsliðsfólki.
keppni er ólík öllu sem að við
höfum tekið þátt í áður og verður
því mikil áskorun. Okkur finnst
þetta frábært tækifæri til að upp-
lifa þessa stórbrotnu náttúru á Ís-
landi þegar það er dagsbirta allan
sólarhringinn. Það er ljóst að þetta
verður ógleymanleg upplifun og
við erum á fullu í undirbúningi
fyrir keppnina og teljum niður
dagana til 19. júní,“ segir liðsstjóri
breska liðsins.
Skipuleggjendur keppninnar
búast því við því að í ár verði sett
ný viðmið í bæði karla og kvenna-
flokki, en sigurlið karla kláraði
keppnina í fyrra á tæplega 41
klukkustund og sigurlið kvenna á
rúmlega 43 klukkustundum.
Jo Burton er fyrirliði breska
kvennaliðsins. Hún snéri sér að
þríþraut á síðasta ári eftir langan
feril í róðri. Hún stefnir að og vinn-
ur hart að því að komast í breska
landsliðið fyrir mót sem er kennt
við Hyde Park næsta haust. Hún er
mjög spennt að koma til Íslands.
Hjólreiðakeppnin WOW Cyclot-
hon var haldin í fyrsta skipti í júní
2012 og er eina keppnin sinnar
tegundar á Íslandi. Í keppninni
í ár verður boðið upp á ýmsar
nýjungar. Þar ber hæst að nefna
nýjan flokk sem kallast B-flokkur
og getur í raun nánast hver sem er
tekið þátt í keppninni með þessu
móti. Þessi flokkur mun hafa mun
rýmri regluramma og möguleika á
því að allt að 10 manns séu saman í
liði og vinni saman að því að koma
liðinu alla leið og innan tíma-
marka, þ.e hringinn í kringum
Ísland á 72 tímum.
Keppnin er ólík öllu sem við höfum tekið þátt í áður og verður því mikil áskorun, segir liðsstjóri breska
liðsins. Þegar hafa 26 sveitir staðfest þátttöku en hámarkið er 30 sveitir.