Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 66
2 hjólreiðar Helgin 10.-12. maí 2013 alvöru hjól SUMARKORT* FYLGIR SUMARKORT* FYLGIR VÖLDUM HJÓLUM Í MAÍ *SUMARKORTIÐ FYLGIR ÚT ÁGÚST 2013 SUMARKORT* FYLGIR CROSSWAY 100 69.900,- ASSPHALT TRIPLE 125.900,- SIGMA SPORT HJÓLAMÆLAR 3.990,- REIÐHJÓLATASKA Á BÖGGLABERA 4.990,- KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ Á GAP.IS ...Á RÉTTU GRÆJUNUM! alvöru hjól alvöru hjól HJÓLABÚÐIN FAXAFENI 7 SÍMI 5 200 000 GAP.ISI I Í I .I Wheeler Pro 50 Comfort götuh jól 84.995 kr. Herra og dömustell, 2 litir, álstell, 21gíra, dempari að framan og dempun í sæti, breiður hnakkur, brettasett fylgir.  Hjólreiðakeppni Hjólað Hringinn í kringum landið í boðsveitaformi Breskt landsliðsfólk keppir í WOW Cyclothon Þ að fer að styttast í hina árlegu hjólreiðakeppni WOW Cyclothon, þar sem hjólað er 1332 kílómetra hringinn í kringum Ísland með boðsveita- formi en keppnin fer fram nálægt Jónsmessu, 19.-22. júní. Nú þegar hafa 26 lið staðfest þátttöku en liðsfjöldi verður takmarkaður við 30 lið. Tvö bresk lið, annað í karla- flokki og hitt í kvennaflokki, hafa skráð sig til leiks en þar er afreks- og landsliðsfólk í tví- og þríþraut frá Bretlandi og má því búast við harðari keppni í ár en í fyrra. Matt Chandler er einn af liðs- mönnum breska karlaliðsins. Hann reyndasti þríþrautar og hjólreiðamaður liðsins. Matt hefur stundað þríþraut í 7 ár og hjólreið- ar enn lengur. Hann hefur verið í landsliði Bretlands bæði í þríþraut og tvíþraut um árabil og keppt um víða veröld fyrir hönd síns lands og er meðal annars margfaldur Ironman. „Við erum ótrúlega spennt að taka þátt í WOW Cyclothon. Þessi WOW Cyclothon keppnin fer fram í annað sinn rétt fyrir Jónsmessu, 19.-22. júní. Í ár geta fleiri tekið þátt en hægt er að vera með 4 manna og 10 manna lið. Nú þegar hafa 26 lið staðfest þátttöku, meðal annars tvö bresk lið skipuð afreks- og landsliðsfólki. keppni er ólík öllu sem að við höfum tekið þátt í áður og verður því mikil áskorun. Okkur finnst þetta frábært tækifæri til að upp- lifa þessa stórbrotnu náttúru á Ís- landi þegar það er dagsbirta allan sólarhringinn. Það er ljóst að þetta verður ógleymanleg upplifun og við erum á fullu í undirbúningi fyrir keppnina og teljum niður dagana til 19. júní,“ segir liðsstjóri breska liðsins. Skipuleggjendur keppninnar búast því við því að í ár verði sett ný viðmið í bæði karla og kvenna- flokki, en sigurlið karla kláraði keppnina í fyrra á tæplega 41 klukkustund og sigurlið kvenna á rúmlega 43 klukkustundum. Jo Burton er fyrirliði breska kvennaliðsins. Hún snéri sér að þríþraut á síðasta ári eftir langan feril í róðri. Hún stefnir að og vinn- ur hart að því að komast í breska landsliðið fyrir mót sem er kennt við Hyde Park næsta haust. Hún er mjög spennt að koma til Íslands. Hjólreiðakeppnin WOW Cyclot- hon var haldin í fyrsta skipti í júní 2012 og er eina keppnin sinnar tegundar á Íslandi. Í keppninni í ár verður boðið upp á ýmsar nýjungar. Þar ber hæst að nefna nýjan flokk sem kallast B-flokkur og getur í raun nánast hver sem er tekið þátt í keppninni með þessu móti. Þessi flokkur mun hafa mun rýmri regluramma og möguleika á því að allt að 10 manns séu saman í liði og vinni saman að því að koma liðinu alla leið og innan tíma- marka, þ.e hringinn í kringum Ísland á 72 tímum. Keppnin er ólík öllu sem við höfum tekið þátt í áður og verður því mikil áskorun, segir liðsstjóri breska liðsins. Þegar hafa 26 sveitir staðfest þátttöku en hámarkið er 30 sveitir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.