Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 32
Reddið frídagaruglinu T Túlipanarnir sem við settum niður síðast- liðið haust eru óttalega ræfilslegir enda hefur vorið verið kalt. Eiginlega er ekki hægt að kalla þessa ræfla túlipana, það hafa ekki komið nein blóm. Við sem búum á suðvesturhorninu getum þó ekki leyft okkur að kvarta. Myndir sem berast norðan úr landi sýna að þar er enn harður vetur þótt stutt sé í miðjan maí. Þar hafa bændur orðið að grafa sig niður á heyrúllur og sums staðar standa aðeins efri hæðir húsa upp úr sköflunum. Börn nyrðra munu, að því er fréttir herma, hafa misst áhuga á snjókarlagerð í febrúar enda byrjaði að snjóa í september, meðan tré voru enn laufguð. Garðvinna og vorverk eru því seint á ferð og að vonum ekki hafin fyrir norðan, nema það sem ekki verður umflúið. Sauð- burður stendur yfir, náttúran hefur sinn gang þrátt þótt hafa verði fé á húsi. Þeir sem hafa ætlað að nota sér frídagasúpuna í miðri viku, sem fylgir þessum árstíma, til garðyrkjustarfa hafa því orðið að doka við. Vonandi er þess þó ekki langt að bíða að úr rætist. Í bjart- sýniskasti síðla vetrar sá ég fyrir mér að ég gæti notað þessa daga, sumardag- inn fyrsta, 1. maí, uppstigningardag og annan hvítasunnudag, til útiverka, jafnvel málað eitthvað, en ekki hefur orðið af því. Uppstigningardagur var í gær og því er bara hvítasunnan eftir. Vera kann að þá verði farið að hlýna svo ég geti dregið fram pensilinn. Bærilegt veður hefði þó litlu breytt með þessi fimmtudagsfrí (og miðvikudags-) í apríl og maí. Þau þvælast fyrir á ansi mörgum vinnustöðum, þar á meðal mín- um. Blað sem klárað er á fimmtudags- kvöldi þolir hvorki frí á miðvikudegi né fimmtudegi. Ég hef því unnið alla þessa frídaga og hið sama gildir um flesta sam- starfsmenn mína. Frídagarnir hafa því aðeins verið að nafninu til og létta ekki öllum lífið. Á fimm vikna samfelldum kafla núna í apríl og maí eru fjórar vikur þessu marki brenndar. Sumardagurinn fyrsti var fimmtudaginn 25. apríl. Verkalýðsdagur- inn, 1. maí, var á miðvikudaginn í liðinni viku og í gær, fimmtudag, var uppstign- ingardagur. Var þá mörgum nóg boðið. Næsta vika er án frídags en í vikunni þar á eftir er annar í hvítasunnu, tiltölulega saklaust mánudagsfrí. Þótt maður eigi almennt ekki að amast við frídögum þá verður að viðurkennast að tiltölulega lítið gagn er að þessum árvissu vorfrídögum í miðri viku. Vilji menn halda í þá er miklu gáfulegra að flytja þá upp að helgi, helst á föstudaga. Það hentar auðvitað ekki öllum en þeir eru samt til minni vandræða og heppi- legri þar en ef haldið er í núverandi ástand. Hvaða máli skiptir það þótt frí vegna sumarkomunnar sé flutt af fimmtudegi yfir á föstudag? Nákvæmlega engu. Þótt vetrarkvaldir mörlandar fagni sumrinu að vonum verður að viðurkennast að hending ein er ef bærilegt veður er á sumardaginn fyrsta. Menn dást að vísu að skátum sem fara í skrúðgöngu með blá lærin en þeir verða að gæta verulega að sér til að fá ekki blöðrubólgu. Sama á við um fimmtudagsfríið sem var í gær, uppstigningardag. Flestum þætti án efa þægilegra að hafa unnið í gær og taka fríið síðan út í dag, föstu- dag, þannig að helgin væri þriggja daga. Færsla frídagsins ætti ekki að koma í veg fyrir það að kristnir menn minnist upp- risu Krists. Samtök atvinnulífsins og launþega- hreyfingin hafa um langt árabil rætt um að færa þessa daga upp að helgi og við lá að samkomulag næðist þar um á níunda áratug síðustu aldar. Skoðanakönnun sem gerð var fyrir tveimur árum sýndi að tveir þriðju aðspurðra vildu að frídagar í miðri viku yrðu færðir upp að helgi. Málið komst aftur á dagskrá í fyrra þegar Róbert Marshall alþingismaður flutti frumvarp þar um þar sem sagði meðal annars: „Veita skal frídaga vegna upps- tigningardags og sumardagsins fyrsta næsta föstudag eftir þann dag sem þá ber upp á, nema um annan hátíðisdag sé að ræða og skal þá veita frí miðvikudaginn á undan.“ Þar á þingmaðurinn við að þessa daga getur borið upp á skírdag. Í greinar- gerð með frumvarpinu sagði að ekki væri verið að leggja til að helgi eða hefð viðkomandi daga yrði færð, breytt eða rýrð heldur eingöngu að það frí sem þeim fylgir yrði fært til hagræðis fyrir laun- þega, fjölskyldur þeirra og atvinnurek- endur. „Stakir frídagar eru á margan hátt óheppilegir á vinnustöðum. Þeir skapa óhagræði og draga úr framleiðni. Á sama hátt nýtist stakur frídagur launþegum ekki nema að nokkru leyti, með vinnudag á undan og eftir,“ sagði enn fremur í greinargerðinni. Þingmaður- inn lagði einnig til að verka- lýðsdagurinn (1. maí) yrði haldinn hátíðlegur fyrsta mánudag í maí og veitt almennt frí þann dag. Hann benti á fordæmið frá árinu 1983 er frídagur verslunarmanna var gerður að almennum frídegi fyrsta mánu- dag í ágúst. „Verka- lýðshelgin“ gæti því orðið fríhelgi með sama hætti og verslunar- mannahelgin. Félagarnir Sig- mundur Davíð og Bjarni eru í óða önn að mynda ríkisstjórn þessa dagana og taka þar á erfiðum úrlausnarmálum sem sum verða vart til vinsælda fallin. Í þeirri súpu allri gætu þeir fóstbræður náð sér í nokkur prik hjá teygðri alþýðu manna með því að redda þessu frídagarugli – og búa til langar helgar í stað hinna óheppilegu stöku frídaga. Ekki er að efa að Björt framtíð, með Róbert Marshall í fararbroddi, styður breytinguna. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Otrivin Comp, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 0,5 mg/ml og ipatrópíumbrómíð. Ábendingar: Einkenni nefstíflu (þrútinnar nefslímhúðar) og nefrennslis af völdum kvefs. Skammtar og lyfjagjöf fyrir fullorðna eldri en 18 ára: 1 úðaskammtur í hvora nös eftir þörfum, að hámarki þrisvar á sólarhring. Að minnsta kosti 6 klukkustundir skulu líða milli tveggja skammta, draga skal úr skömmtum þegar einkenni lagast. Ekki má nota Otrivin Comp lengur en 7 daga þar sem langvarandi notkun xýlómetazólínhýdróklóríðs getur leitt til bólgu í nefslímhúð og aukinnar slímmyndunar. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ofnæmi fyrir atrópíni eða svipuðum efnum (t.d. hýoscýamín eða skópólamín), ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn, ef þú ert með nefþurrk vegna slímhúðarbólgu eða ert með gláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, hjarta- eða æðasjúkdóm, skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, erfiðleika við þvaglát (stækkaðan blöðruhálskirtil), æxli í nýrnahet- tum, ef þú færð oft blóðnasir (t.d. aldraðir), ert með þarmalömun, slímseigjusjúkdóm, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Nýtt lyf sem verkar bæði gegn nefstíflu og nefrennsli Andaðu með nefinu Nýtt! 32 viðhorf Helgin 10.-12. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.