Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 10
Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is Við bjóðum ölbreytt úrval innlánsreikninga með föstum vöxtum. Hafðu samband og kynntu þér málið. M ið að v ið ú tg ef na v ax ta tö flu M P b an ka 1 1 . a pr íl 2 0 1 3 . Fastir vextir á innlánsreikningum innlánsvextir m.v. 36 mánaða bindingu Verðtryggðir innlánsvextir m.v. 36 mánaða bindingu Óverðtryggðir2,5 6,3 Óverðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtumVerðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum 3 mánuðir 4,8% 6 mánuðir 5,0% 12 mánuðir 5,2%36 mánuðir 2,5% 60 mánuðir 2,75% 24 mánuðir 5,4% 36 mánuðir 6,3% 60 mánuðir 6,4% NÝJUNG Í LANDSLAGINU R aungengi íslensku krónunnar hækkaði um 5,3 prósent í apríl frá fyrri mánuði á mælikvarða hlut- fallslegs verðlags. Það er þriðji mánuður- inn í röð sem raungengi krónunnar þróast í þessa átt og stendur það nú í 81 stigi, sem er hæsta gildi þess frá því í september árið 2008. „Þessa miklu hækkun á raungeng- inu nú má nánast að öllu leyti rekja til hækkunar á nafngengi krónunnar um 5,2% á milli mars og apríl miðað við vísitölu meðalgengis. Líkt og búast mátti við þá voru verðlagsáhrifin lítil, enda hækkaði vísitala neysluverðs um 0,2% á milli mars og apríl sem svipar til þeirrar verðlags- breytingar sem er að jafnaði í okkar helstu viðskiptalöndum,“ segir Greining Íslands- banka í mati sínu á raungengi krónunnar miðað við þau gögn sem Seðlabanki Ís- lands birti fyrr í vikunni. „Hækkandi raungengi getur verið nokkuð tvíbent sverð fyrir íslenskt hag- kerfi um þessar mundir,“ segir enn fremur. „Þörf er á verulegum afgangi af vöru- og þjónustujöfnuði til að afla gjaldeyris til greiðslu vaxta og afborgana af erlendum skuldum. Hærra raungengi rýrir sam- keppnisstöðu útflutningsgreina og eykur innflutta neyslu, hvort sem er í formi utan- landsferða eða meiri kaupa á innfluttum varningi. Ef raungengi hækkar verulega til viðbótar gætu þessi áhrif farið að segja til sín í minni afgangi af utanríkisviðskiptum, sem svo aftur leiðir á endanum til gjaldeyr- isútflæðis og veikari krónu. Sígandi lukka er því best í þessum efnum, frekar en raungengið styrkist hratt á meðan enn eru gjaldeyrishöft og ekki hefur verið rekið smiðshöggið á uppgjör þrotabúa gömlu bankanna, endurfjármögnun skuldabréfa Landsbankans og fleiri mál sem talin eru forsenda þess að hægt sé að aflétta höft- unum.“ Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands fyrir apríl 2013 var útflutningur 51,8 milljarðar króna og innflutningur 46,7 milljarðar króna. Vöruskiptin í apríl voru því hagstæð um 5,1 milljarð króna. Vöruútflutningur í apríl var í grófum drátt- um í takti við síðustu mánuði. Verð helstu útflutningsafurða landsins, sjávarafurða og áls, hefur átt undir högg að sækja á al- þjóðamörkuðum, en útflutningur sjávaraf- urða hefur aukist nokkuð vegna aukinna aflaheimilda. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Alls fóru 45.800 erlendir gestir frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríks- sonar í apríl, 8.100 fleiri en þeir voru í apríl í fyrra. Fjölgunin á milli ára nemur rúmlega 21 prósent. Ferða- mannaævintýrið heldur áfram því um er að ræða fjölmennasta aprílmánuð frá upphafi hvað erlenda ferðamenn varðar. Met er slegið mánuð eftir mánuð. Brottfarir erlendra ferða- manna voru 167.900 á fyrsta þriðjungi ársins, samanborið við 125.300 á sama tímabili í fyrra – sem var algert metár. Jafngildir þetta 34% aukningu, að því er fram kemur í tölum Ferða- málastofu Íslands. Umtalsverður árangur hefur því náðist í að laða fleiri ferðamenn hingað til lands utan háannar að sumri til. Heldur færri Íslendingar héldu utan í apríl en í sama mánuði í fyrra, 28.100 en 28.900 á sama tíma í fyrra. Nemur fækkunin á milli ára tæplega 3%. Alls héldu 99.600 Íslendingar utan fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við 100.000 á sama tíma. Lítilsháttar fækkun hefur því orðið milli ára. Greining Íslandsbanka telur þó líklegt að þró- unin á brottförum Íslendinga taki aðra stefnu á næstu mánuðum þannig að það fari að fjölga í hópi þeirra Ís- lendinga sem leggja land undir fót. „Hér spilar eðlilega sú mikla styrk- ing sem orðið hefur á gengi krónunn- ar, og þá að sama skapi kaupmætti landans á erlendri grundu, stóra rullu,“ segir Greiningin. „Líklega hefur áhrifa af þessu byrjað að gæta í mælingu Capacent Gallup í mars sl. á því hversu líklegir Íslendingar eru til þess að ferðast til útlanda á næstu 12 mánuðum. Sú vísitala hækkaði þá um tæp 17 stig frá síðustu mælingu sem framkvæmd var í desember sl. Mældist vísitalan 137 stig í mars, sem er næsthæsta gildi hennar á eftir- hrunsárunum. Töldu rúmlega 60% svarenda það mjög eða frekar líklegt að þeir myndu halda [utan] á næstu 12 mánuðum, en rúmlega 29% frekar eða mjög ólíklegt. Ef marka má þessa niðurstöðu virðist ferðagleði landans hafa aukist að nýju, og eru landsmenn nokkuð líklegri nú að láta undan útþrá sinni næsta árið en þeir hafa að jafnaði gert á síðustu misserum.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  FeRðamannaævintýRi apRíl enn einn metmánuðuRinn Erlendir ferðamenn streyma til landsins utan háannar Nýliðinn aprílmánuður sló enn eitt metið í komu er- lendra ferðamanna hingað til lands.  GenGi KRónan styRKtist um 5,3 pRósent í apRíl Þörf er á verulegum afgangi af vöru- og þjónustu- jöfnuði til að afla gjaldeyr- is til greiðslu vaxta og afborgana af erlendum skuldum. Raungengi krónunnar ekki verið hærra frá hruni Hækkun raungengis krónunnar gæti farið að segja til sín í minni afgangi af utanríkisviðskiptum, sem svo aftur leiðir á endanum til gjaldeyrisútflæðis og veikari krónu. Hækkandi raungengi getur verið tvíbent sverð fyrir íslenskt hagkerfi um þessar mundir að mati Greiningar Íslands- banka. 10 viðskipti Helgin 10.-12. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.