Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 54
54 bíó Helgin 10.-12. maí 2013 Segja að J.J. Abrams sé orðinn einhvers konar Alex Ferguson í nörda- heimum, nánast helgur maður.  Frumsýnd mama  Frumsýnd star trek Into darkness s tar Trek-þættirnir hófu göngu sína í bandarísku sjónvarpi árið 1966 þar sem William Shatner lék hinn kjarkmikla Kirk, skipstjóra á Enterprise, og Leonard Nimoy fór með hlutverk hins eyrnahvassa vúlkana Spock. Þeir félagar hösluðu sér síðan völl í kvikmyndum með Star Trek: The Motion Picture 1979 þar sem þeir sigldu í kjölfar geim- dellunnar sem hófst með Star Wars skömmu áður. Síðan þá hafa heittrúaðir Trekkarar og stjörnustjarfir Star Wars-aðdáendur eldað grátt silfur, metist og rifist um í hvorn bálkinn sé meira spunnið. Star Trek-bíómyndirnar eru orðnar svo margar að varla er hægt að telja þær og sjón- varpsseríurnar um þetta hugarfóstur Gene Roddenberry eru orðnar býsna margar og má þar nefna Star Trek: The Next Generation, Star Trek: Deep Space Nine og Star Trek: Voyager. Árið 2009 gekkst J.J. Abrams í að endur- vinna og poppa Star Trek upp í bíó fyrir nýja öld og óhætt er að segja að honum hafi tekist stórvel upp þar sem Star Trek árgerð 2009 er spennandi og grípandi skemmtun. Abrams tefldi Chris Pine fram í hlutverki Kirks og Zachary Quinto brá sér í gervi Spocks en sá kostulegi breski leikari Simon Pegg sá um að halda gríninu gangandi sem hinn goð- sagnakenndi Scotty sem er þekktastur fyrir að geisla fólk út og suður, upp og niður og út um allar trissur. Þá skaut sjálfur Leonard Nimoy upp kollinum í hlutverki aldraðs Spocks frá framtíðinni. Allt gekk þetta fullkomlega upp og Abrams hamrar nú járnið á meðan það er heitt. J.J. Abrams á að baki farsælan feril sem handritshöfundur og leikstjóri bæði í sjón- varpi og kvikmyndum og hefur á síðustu árum fest sig rækilega í sessi sem aðal nördinn í Hollywood og eftir að hann var ráðinn til þess að leikstýra fyrstu Star Wars-myndinni í nýjum þríleik má segja að hann sé orðinn einhvers konar Alex Ferguson í nördaheimum, nánast helgur maður. Það setur þó óneitanlega dygga aðdáendur Star Trek og jafnvel Star Wars í undarlega stöðu þegar maðurinn sem blés lífi í Star Trek fer síðan beint yfir til óvinarins í vetr- arbraut langt, langt í burtu. Í ljósi þess hversu vel honum tókst upp með Star Trek geta Star Wars-lúðar þó ekki annað en horft bjartsýnir til framtíðar. Abrams sló hressilega í gegn með njósna- þáttunum Alias, með Jennifer Garner í aðalhlutverkinu, og fór síðar vel af stað með strandaglópasteypunni Lost. Hann dúkkaði síðan upp með einhvers konar X-Files fyrir 21. öldina með Fringe en brotlenti með yfirnátt- úrulegu brölti horfinna fanga úr hinu alræmda Alcatraz-fangelsi. Í Star Trek Into Darkness mæta nýjar hættur áhöfninni á Enterprise þegar hryðjuverkamað- urinn John Harrison sprengir sprengju í Lond- on og gerir sig líklegan til frekari illvirkja. Það kemur í hlut Kirks og félaga að klófesta kauða en á daginn kemur að hann var áður liðsmaður stjörnuflotans og finnur sig knúinn til þess að hefna sín á fyrrverandi félögum sínum. Benedict Cumberbatch (Sherlock, Tinker Tailor Soldier Spy) leikur skúrkinn með slík- um tilþrifum að allir aðrir falla í skugga hans, meira að segja Kirk með sitt útblásna egó. Aðrir miðlar: Imdb: 8,4, Rotten Tomatoes: 88%, Metacritic: 74% Vísindaskáldskapurinn Star Trek, sem runninn er undan rifjum Gene Roddenberry, á sér langa sögu í sjónvarpi og kvikmyndum. Fyrir fjórum árum ýtti J.J. Abrams, hinn ókrýndi konungur nörd- anna, Star Trek í gang í bíó á ný með miklum glæsibrag og fylgir nú vinsældum Star Trek eftir með Star Trek Into Darkness. Í þessari umferð þurfa Kirk, Spock og aðrir í áhöfn Enterprise að takast á við skæðan óvin, fyrrverandi liðsmann stjörnuflotans sem telur sig eiga harma að hefna. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Sá snjalli og önnum kafni kvikmynda- gerðarmaður Guillermo del Toro fram- leiðir hrollvekjuna Mama og þar má víða sjá glitta í fingraför hans. Hér kveður við gamalkunnan draugatón þar sem framliðin kona sem kvaddi þennan heim ósátt herjar á lifendur af töluverðri grimmd og hörku. Fjölskyldufaðir gengur af göflunum, myrðir eiginkonu sína og brunar út í buskann með tvær ungar dætur sínar. Hann leitar skjóls í skuggalegum kofa úti í skógi þar sem hann ætlar að drepa dætur sínar og sálga síðan sjálfum sér. Óhreinn andi er á kreiki í kofanum og stútar pabbanum áður en hann klárar sturlað ætlunarverk sitt. Dæturnar finn- ast fimm árum síðar illa á sig komnar en virðast þó hafa dafnað ágætlega og sú eldri vill meina að einhver dularfull „mama“ hafi hugsað um þær. Föður- bróðir þeirra tekur stelpurnar að sér en um leið og þær flytja inn til hans og kærustunnar hans taka dularfullir hlutir að gerast og helst virðist sem mama sé mætt á staðinn, allt annað en sátt við að sjá á eftir stúlkunum. Aðrir miðlar: Imdb: 6,4, Rotten Tom- atoes: 65%, Metacritic: 57% Hættuleg mamma Yfirnördinn snýr aftur Spock og Kirk eru mættir til leiks á ný í Star Trek Into Darkness og mæta nú skæðum óvini sem leynir verulega á sér svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Heimilis RIFINN OSTUR ÍSLENSKUR OSTUR 100% 74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör Jessica Chastain og Nikolaj Coster-Waldau leika kærustu par sem taka að sér stúlkur sem eru með draug á hælunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.