Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 58
 barnatónleikar heimur tónlistarinnar opnast Besta barnaprógrammið e ftir áralangt þróunar- starf eru barna- tónleikar Sin- fóníuhljómsveitar Íslands orðnir sú allra bestu skemmtun sem börnum stendur til boða í henni Reykjavík. Trúður og mús Halldóra Geir- harðsdóttir, í gervi trúðsins Barböru, hefur náð fullkomnum tökum á að tengja saman tónlist- ina með sögum og fróðleik. Hún talar nóg til stilla börnin inn á mús- íkina sem er í vændum, býr þau undir að hlusta eftir tilteknum stefum og stemmum og magnar upp galdur hljómsveitarinnar. Hún talar heldur ekki of mikið; breytir tónleikum ekki í leikhús. En samt er látbragð hennar og frásagnir frábært leikhús; það finnst í raun ekki betra barnaleik- hús annars staðar. Upp úr barnatónleikum Sinfóníunnar spratt Maxímús Músikús, sögur Hallfríðar Ólafs- dóttur, fyrsta flautuleikara hljómsveitarinnar, um músina Maxímús sem lifir með hljóm- sveitinni og kynnist þannig mörgum þekktum verkum úr tónbókmenntunum. Sögurnar eru orðnar þrjár. Í þeirri fyrstu heimsækir Maxímús hljómsveitina, í næstu trítlar hann í tónlistarskólann og í þeirri þriðju bjargar hann ballettinum. Sögurnar eru á bókum (myndskreyttum af Þórarni Má Baldurssyni, víóluleikara í Sinfóníunni) og með þeim fylgir diskur með upplestri og tónlistinni sem kem- ur við sögu. Og þessar sögur hafa verið fluttar á barnatónleikum Sinfóníunnar; nú síðast í Kennedy Center í Washington í Ameríkuför Sinfóníunnar. Færeysk tónsaga Á morgun verður hins vegar flutt ný færeysk tónsaga um Ólaf Liljurós eftir tónskáldið Kára Bæk og rithöfundinn Rakel Helmsdal. Íslend- ingar þekkja til Rakelar en hún skrifaði verð- launabókina Nei, sagði litla skrímslið ásamt Kalle Güettler, sem Áslaug Jónsdóttir mynd- skreytti. Og síðan margar aðrar skrímslabæk- ur þeirra; Stór skrímsl gráta ekki, Skrímsla- erjur, Skrímslapest og fleiri. Tónleikarnir á morgun kallast Álfar og riddarar en sagan heitir upp á færeysku; Veiða vind. Tónlistin er frumsamin af Kára Bæk en einnig verða flutt rímnadanslög í útsetningu Jóns Leifs og útsetning Atla K. Petursen á Ólavi riddararós. Sögumaður er ekki Barbara trúður að þessu sinni, heldur fær Benedikt Erlingsson það erfiða hlutverk að fara í sögu- mannsbrækur hennar. Það verður forvitni- legt að sjá hvernig honum ferst það úr hendi; sjálfum konungi íslensks frásagnaleikhúss. Af þessu má sjá að Sinfónían leggur allt það besta á borð fyrir börnin. Það er ekki aðeins að okkar besta tónlistarfólk skipi hljómsveit- ina eða að hún flytji fagra og löngu sígilda tónlist; heldur frumflytur hún líka metnaðar- fullar tónsögur (innlendar og erlendar) og fær sér til aðstoðar okkar besta leikhúsfólk. Svona á að koma fram við börn. Gott fyrir eyrun En hvaða gildi hefur þetta fyrir börnin? Kannski þarf þetta ekki að hafa annað gildi en vera góð skemmtan. Ég get vitnað um að án undantekningar nær hljómsveitin að fanga athygli kornungra gesta með aðstoð sögu- manns. Fyrir okkur fullorðna fólkið sem fylgjum börnunum á leiksýningar, tónleika og skemmtanir er hvíld í því að vera laus við þann óheflaða brútalisma sem því miður einkennir oft efni sem er búið til fyrir börn. Á barnatón- leikum Sinfóníunnar líður tónlistin ljúfar um loftið og sögunum vindur áfram í blíðari takti. En hefur það gildi fyrir börn að kynnast sígildri tónlist? Thja, tónlist er upprunalega tjáningarformið. Við góluðum áður en við gátum myndað orð. Það er því mikilvægt fyrir okkur að þjálfa heyrn og næmni fyrir hljóðum og tónlist. Heilinn í okkur er í raun prógram- meraður til að taka á móti hljóðum. Tónlistin er því öflugt tæki til skilnings á sjálfum okkur og veröldinni. En eins og á við um flest; þá er mest af þeirri tónlist sem við heyrum óttalegt drasl. Og það á ekki síst við um barnatónlist. Þetta er mest endurunnin taktföst dægurtónlist. Fyrir eyrun virkar fastur taktur svipað og sykur fyrir bragðskynið. Ef þú hlustar aðeins á taktfasta tónlist þá missirðu á endanum skynbragð á veikari blæbrigði hljóðheimsins; og missir því í raun af stærstum hluta af ver- öldinni sem þú lifir í. Á sama hátt dregur sykurinn úr getu okkar til að nema fjölbreytileika bragðs og lyktar. Án tillits til hvort sykur er hollur eða ekki; þá er hann eins og hula sem hindrar okkur í að upp- götva ævintýri bragðheimsins. Þess vegna er gott fyrir börn að kynnast klassískri tónlist. Hún opnar ekki aðeins heim tónlistarinnar sjálfrar; heldur fær börnin til að heyra betur það sem lífið vill hvísla að þeim. Á morgun flytur Sinfónían og Benedikt Erlingsson sagnaleikari nýja færeyska tónsögu um Ólaf Liljurós. Barna- tónleikar Sinfón- íuhljóm- sveitar Íslands hafa þróast upp í að verða það besta sem börnum er boðið upp á í dag. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Nýtt og spennandi tónlistarævintýri í bland við þjóðleg rímnadanslög munu lifna við í höndum Sinfóní- unnar og Benedikts Erlingssonar leikara. Myndskreytingum úr ævin- týrinu verður varpað upp á stórt tjald meðan á flutningi stendur. Ævintýrið Veiða vind er komið út á bók hjá Forlaginu, í íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns. Jón Leifs Íslensk rímnadanslög Kári Bæk Veiða vind Atli K. Petursen Ólavur riddararós Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Benedikt Erlingsson sögumaður Luttakarar úr Klaksvík Dansifelagið gestir frá Færeyjum Álfar og riddarar www.sinfonia.is » www.harpa.is » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar Lau. 11. maí » 14:00 Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu Okkar markmið er að allir landsmenn heyri vel Heyrnarþjónusta Hlíðasmára 11 – 210 Kópavogi- Sími 534-9600 – heyrn.is Sinfóníutónleikar eru mikil skemmtun og sjónarspil. Það sjá börnin þótt margir fullorðnir séu ef til vill orðnir dofnir fyrir því. Fyrir þá sem vilja endurvekja ævintýrið eða hvetja börnin sín þá eru hér nokkur atriði sem má fylgjast með á tónleikum. Stjórnandinn er náttúrlega fyrst og fremst fyrir augað. Það heyrist ekki frá honum stakur tónn. Þeir sem eru óvanir tónleikum eða þekkja illa verkið geta heyrt betur með því að fylgjast með stjórnandanum. Hann er eilítið á undan tónlistinni og það getur því auðveldað hlustun að fylgast með honum. Það er tilkomumikið að sjá strengja- sveitina alla spila saman; hvernig bog- arnir rísa og hníga í takt. Það er gaman að bera saman hægri handarhreyfingar fiðlu- og bassaleikar- anna. Á meðan fiðluleikararnir hreyfa lítið meira en fingurna eftir hálsinum nota bassaleikararnir allan handlegginn til að ná gripunum. Sum hljóðfæri eru fyndin í sjálfu sér; túban sem er bæði ólöguleg og með fáránlega djúpan tón eða pikkalóflautan sem er svo lítil að hún virkar eins og skrýtla í höndunum á fullorðnu fólki. Það er gaman að fylgjast með hvernig andlitin á blásturshljóðfæraleikurunum roðna af áreynslu þegar þeir halda úti löngum tónum. Andlit óbóleikara getur orðið dimmrautt þegar mest gengur á. -gse  thorbørn egner hefur mótað veraldarskilning margra kynslóða Barnaleg þjóð í skrítnu leikriti Þjóðleikhúsið hefur sýnt tvö barnaleikrit í vetur og þau eru bæði eftir Thorbørn Egner; Dýrin í Hálsaskógi og Karíus og Baktus. Þessi magnaða ræktarsemi leikhússins við þennan norska barnaþáttastjórnanda er alls ekki glórulaus. Thorbørn Egner er í raun Shakespeare fyrir Íslendingum. Sagnaheim- ur hans er inngrónari í íslenska menningu en blessaðar Íslendingasögurnar (sem varla nokkur maður vitnar til lengur). Þetta heyrðist vel í nýafstaðinni kosn- ingabaráttu. Ef Samfylkingin hafði einhverja kosningastefnu (en um það er deilt); þá var hún sú að fólk ætti frekar að kjósa Soffíu frænku en ræningjana þrjá. Soffía átti að vera Jóhanna Sigurðardóttir, sem hafði neytt banksterana til að þvo sér um eyrun. Jóhanna var reyndar hætt í pólitík þegar kom að kosningabaráttunni; svo það var vandséð hvers vegna fólk átti að kjósa Sam- fylkinguna út frá þessari tilvitnun í Egner. Dýrin í Hálsaskógi hafa líka markað íslenska stjórnmálaumræðu; einkum hinn snöggi viðsnúningur Mikka refs í lokin þegar hann sættist á (að því er virðist) að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Líklega er það vegna þess hversu veikur þessi endir er frá hendi Egner (hann hefur líklega þurft að hespa leikritinu af fyrir næsta barnaþátt) að Íslendingar hafa aldrei almennilega trúað á skandinavískt velferðarríki. Það er eitthvað sem segir Íslendingum að réttlæti þessa kerfis hangi upp á blekkingum. Þessi af- staða byggist ekki á gaumgæfilegri athugun á þjóðfélögum nágranna okkar; heldur fyrst og fremst á því hversu ólíklegt það er að Mikki refur geti haldið aftur af dýrslegu eðli sínu. Og Íslendingar samsama sig fremur við Mikka en Lilla. Þeir eru flestir of stórir í draumum sínum til að rúmast í klifurmús. Þegar ég sá Karíus og Baktus um daginn undraði það mig að þeir félagar hefðu ekki blandast meira inn í umræðuna um Hrunið. Þetta eru nefnilega tveir náungar sem fara flatt á að stækka við sig húsnæði; halda að góð tíð muni vara að eilífu, gæta ekki að sér og missa allt sitt í Hruninu (tann- burstuninni). -gse Horft á tónlist Það er ekki bara gaman að hlusta á Sinfóníuhljómsveit. Það er líka gaman að horfa á hana. Fylgist með hvernig andlit óbó- leikarans roðnar eftir því sem tóninn lengist. Myndir Janusar á Húsagarði við sögu Rakelar Helms- dal fljóta með þegar Sinfónían spilar tóna Kára Bæk á morgun. Færeyskir barnadagar í Eldborg. Maxímús Músíkus spratt upp úr frjóum jarðvegi barna- tónleika Sinfóníunnar. 58 samtíminn Helgin 10.-12. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.