Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 14
M Margþættan lærdóm má draga af hruninu, meðal annars þann að hlusta á varnaðarorð. Það hefði betur verið gert eftir að bankarnir hófu harða samkeppni við Íbúða­ lánasjóð árið 2004 í fasteignalán­ um þegar veitt voru 90 og jafnvel 100 prósent lán til fasteigna­ kaupa. Fasteignaverðbóla fylgdi í kjölfarið þar sem nánast var slegist um hverja eign sem í boði var og verð hækkaði með ógnarhraða á til­ tölulega skömmum tíma. Svipað gilti um verð hlutabréfa, sem síðar kom í ljós að haldið var uppi, í sumum tilvikum að minnsta kosti, með saknæmum hætti. Bankarnir stækkuðu ört, urðu ofvaxnir ís­ lensku þjóðfélagi með alkunnum afleiðingum þar sem einstakling­ ar, fyrirtæki og samfélagið í heild sat eftir í sárum. Enn er glímt við afleiðingar alls þessa. Skuldastaða heimilanna, staða atvinnulífs og fyrirtækja og gjaldeyrishöft voru meðal þess sem hæst bar í nýafstaðinni kosn­ ingabaráttu. Þessi mál, meðal annarra, verða stórmál þeirrar ríkisstjórnar sem við tekur. Við þær aðstæður sem nú eru er því rétt að líta til þeirra varnaðar­ orða sem höfð eru uppi. Í nýrri skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika kemur fram að vegna gjaldeyrishaftanna og takmarkaðra fjárfestingakosta innanlands safnist sparnaður heimila og fyrirtækja upp hjá bönkunum, fjárfestingasjóðum og lífeyrissjóðum. Á þessu vekur Greiningardeild Íslandsbanka athygli í mati sínu og bendir á að þvinguðum sparnaði lífeyrissjóða­ kerfisins þurfi að finna farveg. Við þær aðstæður sem nú eru skapast, að mati greiningardeildarinnar, veruleg hætta á eignaverðhækk­ unum umfram það sem skýrist af væntri arðsemi. Slíkar innistæðu­ lausar hækkanir gangi til baka fyrr eða síðar. Í því þrönga ástandi sem er á markaði hér er einnig horft til skráðra hlutabréfa en velta á hlutabréfamarkaði hefur aukist verulega undanfarið, auk þess sem nýskráningum hefur fjölgað – sem vitaskuld er jákvætt. Hluta­ bréfavísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um 14,4 prósent frá áramótum þótt Seðlabankinn segi að erfitt sé að leggja mat á hversu varanleg sú hækkun sé. Í skýrslu bankans er bent á að bréfakaupunum fylgi oft aukin skuldsetning. Vegna takmark­ aðrar eftirspurnar fyrirtækja eftir lánsfjármagni til fjárfestingar sé hætta á að lánastofnanir auki útlán til skuldsettra kaupa en það getur aukið kerfisáhættu, að því er fram kemur í skýrslunni. Mikilvægt er því, að því er Seðlabankinn segir, að fylgjast með þeim áhættuþátt­ um sem geta valdið eignaverðs­ bólu. Fasteignaverð hefur verið að hækka frá árinu 2011 og velta hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2009 eftir mikla lækkun á árunum 2008 til 2009. Þegar hugað er að því brýna verkefni að aflétta höftunum er að mörgu að hyggja, meðal annars gengi krónunnar. Raungengi hennar hækkaði um 5,3 prósent í apríl, þriðja mánuðinn í röð sem raungengi hennar þróast í þessa átt. Gildi krónunnar er nú hærra en verið hefur frá því í september 2008. Hækkandi gengi krónunnar getur hins vegar verið tvíbent sverð, eins og Greining Íslands­ banka benti á fyrr í vikunni. Þörf er á verulegum afgangi af vöru­ og þjónustujöfnuði til að afla gjaldeyr­ is til greiðslu vaxta og afborgana af erlendum skuldum. Hærra raun­ gengi rýrir samkeppnisstöðu út­ flutningsgreina og eykur innflutta neyslu. Hækki raungengi verulega til viðbótar gætu þessi áhrif farið að segja til sín í minni afgangi af utanríkisviðskiptum, sem svo aftur leiðir á endanum til gjaldeyr­ isútflæðis og veikari krónu, eins og þar kom fram. Sígandi lukka er því best í þessum efnum, segir Greiningin enn fremur, „frekar en raungengið styrkist hratt á meðan enn eru gjaldeyrishöft og ekki hef­ ur verið rekið smiðshöggið á upp­ gjör þrotabúa gömlu bankanna, endurfjármögnun skuldabréfa Landsbankans og fleiri mál sem talin eru forsenda þess að hægt sé að aflétta höftunum.“ Mikilvægt að fylgjast með áhættuþáttum sem geta valdið eignaverðsbólu Hlustið á varnaðarorðin Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Tré eru ekki grjót Ég var nú ekki í bænum þegar þetta gerðist, en það er engin spurning að það þarf að grisja þetta talsvert. Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður og nágranni trjánna sem voru söguð niður við Rituhóla, sór af sér allan þátt í grisjuninni en illar tungur höfðu hvíslað því að hann hefði átt þar hlut að máli. Frá mér, um mig, til útsýnis míns Þessi tré sem voru felld núna eru mörg hver orðin þrjátíu ára. Þau voru svipt sínu dvalarlífi af örfáum íbúum og sérhagsmunum. Björn Júlíusson, umsjónarmaður Útmarka Reykjavíkurborgar, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi ólöglegar trjáfellingar Breiðhyltinga. Vegir liggja til allra átta Einhvers staðar á leiðinni frá upphafi rannsóknar og að útgáfu ákæru urðu hinn ágæti saksóknari og heil- brigð skynsemi viðskila. Gestur Jónsson, verjandi Lýðs Guðmundssonar, sendi sérstökum saksóknara tóninn í málflutningi Exista-málsins svokallaða fyrir héraðsdómi. Stundum meira að segja í pontu Já, alþingismenn djamma líka. Jóhanna María Sigmundsdóttir, yngsti þingmaður Íslandssögunnar, fer stundum út á lífið enda komin með aldur til þess, 21 árs gömul. Ljótt að stela frá IKEA Þetta er ógeðslegt, að notfæra sér traust annarra eins og hann gerði. Fyrrverandi unnusta meints höfuðpaurs í stóra IKEA- málinu sagði DV frá því hvernig hennar fyrrverandi notaði hana í svikamillu sinni með sænskan húsbúnað. Ég, ráðherra Já, ég geri það. Tel starfs reynslu mína nýtast vel til þess þótt ég hafi ekki þingreynslu. Umhverfissinnuðum listunnendum rann kalt vatn milli skins og hörunds þegar lögmaðurinn og nýkjörinn þingmaður, Brynjar Níels son, gerði tilkall til ráðherraembættis.  Vikan seM Var Kvik Reykjavík: Suðurlandsbraut 16, Sími 5880500 * Tilboðið gildir við kaup á heilli eldhúsinnréttingu til 16. júní 2013. Gildir fyrir öll plasthúðuð plötuefni í vörulista Kvik. Má ekki nýta samhliða öðrum tilboðum. Ótrúlegt, hvað litir breyta miklu. Til dæmis fyrir eldhúsið þitt. Nýja Verner Panton-hönnunarlínan fyrir Kvik eldhús. Hurðir frá 14.250,- www.kvik.dk/vernerpanton 1,-* Borðplatan kostar aðeins 14 viðhorf Helgin 10.-12. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.