Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 38
38 heimili Helgin 10.-12. maí 2013  Marta Finnboga Hannar eldHúsáHöld Husk®fibre er fæðubótarefni sem inniheldur malað hýði fræja af plöntu sem ber heitið Plantago Psyllium að viðbættu góðu, fersku sólberja- eða sítrónubragði. Psyllium inniheldur 85% fæðutrefjar. Husk®fibre er einfalt og fljótlegt að taka inn – duftið er hrært út í vatn og drukkið samstundis. Að því loknu skal drekka annað glas af vökva. Lesið vandlega mikilvægar upplýsingar á pakkningu um notkun. Eftirfarandi verslanir selja Husk®fibre: Apótek Garðabæjar, Apótek Vesturlands, Apótekið, Árbæjar Apótek, Fræið í Fjarðarkaupum, Garðsapótek, Lyfja, Lyfjaval, Lyfjaver, Reykjavíkur Apótek. Nánari upplýsingar eru á husk.dk www.ebridde.is BÆTIR STARFSEMI ÞARMANNA Á VÆGAN HÁTT 85%FÆÐU-TREFJAR Dagskráratriði óskast Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is www.17juni.is Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í Reykjavík. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum. Hægt er að sækja um flutning atriða, uppákomur og viðburði á vefnum www.17juni.is en umsóknum má einnig skila í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 12. maí. Upplýsingar í síma 411 5502 eða á 17juni@hitthusid.is 17. júní í Reykjavík Fix Töframassinn Hreinsar, fægir og verndar samtímis Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Tengi - Melabúðin - Verkfæralagerinn - Eyjatölvur Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Rafsjá Sauðárkróki - Áfangar Keflavík Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Verslanir Rönning Litabúðin Ólafsvík - Tengi - Byggt og búið - SR byggingavörur Siglufirði - Núpur Ísafirði Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, áli, kopar, messing, gleri, plasti, lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni o.fl. Svampur fylgir með - Fitu- og kýsilleysandi - Húðvænt - Náttúrulegt - Mjög drjúgt Óskaþrif Hólmavík - Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf. Útskrifast með smjörhníf á lofti Mikill áhugi á myndlist og hönnun varð til þess að Marta Finnboga ákvað að hefja nám í Mynd- listarskólanum í Reykjavík fyrir tveimur árum. Á þessum tíma hefur hún sökkt sér á kaf í hönnun og skilaði snotrum smjörhníf sem lokaverkefni sínu. Hún hefur hug á að þróa vörulínu í anda hnífsins í framhaldinu. M arta Finnboga er átján ára gömul og hefur undanfarin tvö ár stundað nám við Mynlistarskólann í Reykjavík. Hún segir mikinn áhuga sinn á myndlist og hönnun hafa ráðið því að þetta nám varð fyrir valinu. Útskriftarverkefni hennar er handhægur og snotur brauðhnífur sem hún von- ast til þess að geta komið í framleiðslu enda er hún þegar komin með hugmyndir að fleira eldhúsdóti í sama stíl og hnífurinn. En hvað kom til að hún ákvað að hanna smjörhníf. Leiðist henni kannski að smyrja brauðið sitt með ljótum hnífum? „Ég veit ekki alveg hvers vegna smjörhnífur varð fyrir valinu en ég var byrjuð að gera annan hníf sem ég ætlaði að láta steypa í ál eða stál,“ segir Marta. Hún ákvað síðan að einfalda hnífinn og tengja hann frekar við íslenska fortíð. „Ég ákvað síðan að færa mig nær íslensku og þjóðlegra efni og vísa í fortíðina með því að gera hnífinn úr lerki.“ Marta segist hafa verið með fjölmargar hug- myndir en niðurstaðan hafi orðið þessi. „Ég er ekki byrjuð að nota hnífinn sjálf dagsdaglega en hann virkar mjög vel. Það er segull í honum þannig að það má festa hann á ísskáp og ég hef þarna bætt ýmsu við hinn klassíska smjörhníf. Á þessum tveimur árum í Mynd- listarskólanum hefur áhugi Mörtu á hönnun stigmagnast og hún unir sér svo vel í náminu að hún ætlar að vera áfram í skólanum til jóla. „Ég ákvað að vera lengur í skól- anum vegna þess að ég var ekki alveg ákveðin í hvað ég vildi gera í framhaldinu en eftir þetta verkefni veit ég að ég vil halda áfram að hanna og langar að fara í Listahá- skólann í hönnunartengt nám.“ Marta vonast til þess að geta komið hnífnum góða í framleiðslu og er þegar byrjuð að leika sér með hugmyndir að fleiri eldhús- áhöldum í sama stíl. „Ég er komin með fleiri hugmyndir að ýmsum eldhústengdum hlutum, til dæmis viskustykkjum, smekkjum og ung- barnahnífapörum og allt í sama stíl og hnífurinn.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Marta Finnboga hannaði smjörhníf úr lerki og skilar honum sem lokaverkefni í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Ljósmynd/Hari Ég er ekki byrjuð að nota hnífinn sjálf dags- daglega en hann virkar mjög vel. Hnífurinn góði byggir á sílgilda smjörhnífnum en lumar á ýmsu skemmtilegu og loðir til að mynda við ísskápa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.