Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 30
FiberHusk er hrein náttúruleg, glútenfrí vara sem inniheldur
85% fæðu trefjar. Með því að bæta FiberHusk í brauð og kökur
helst brauðið mjúkt og ferskt lengur.
Það er léttara að vinna glútínfría vöru ef fiberHusk er notað
í uppskriftina. Deigið hefast betur og glútínfría brauðið molnar minna
við skurð og verður safaríkara með tilkomu fiberHusk. Bæklingur með
uppskriftum fylgir pakkanum og á bakhlið pakkningar er uppskrift.
Eftirfarandi verslanir selja fiberHusk: Apótek Garðabæjar, Apótek Vesturlands,
Apótekið, Fræið í Fjarðarkaupum, Garðsapótek, Heilsuhúsið, Heilsutorgið í Blómavali,
Lifandi markaður, Lyfja, Lyfjaval, Lyfjaver, Reykjavíkur Apótek.
FRÁBÆRT
Í BAKSTURINN!
Fleiri uppskriftir og nánari upplýsingar eru á husk.dk
www.ebridde.is
Bjarney og Lína gáfu henni og
mörgum öðrum kvennanna hand-
gerða skartgripinn Brosarann, eða
Smiler, eftir íslensku listakonuna
Geggu. „Því þær voru allar bros-
andi hetjur. Okkur fannst það eftir-
minnilegast, hvað þær voru jákvæð-
ar og glaðar,“ segir Bjarney.
Unga fólkið er framtíðin
Þær kynntust líka miklu uppbygg-
ingarstarfi í indversku samfélagi
og fengu að fylgjast með heilum
barnaskóla berjast fyrir jafnrétti
kynjanna. „Réttlætiskenndin er
rík hjá unga fólkinu. Það er með-
vitað að það eru undarlegir hlutir
að gerast í samfélaginu sem þarf að
uppræta,“ segir Lína og bendir á að
í trúarbrögðum Indverja séu kon-
ur áhrifamiklar, þar eru kvenkyns
guðir og eru þeir meðal þeirra
sterkustu. Í jógafræðunum er síðan
lögð áhersla á virðingu fyrir öllu
lífi.
„Það var svo aðdáunarvert að
fylgjast með ungu strákunum sem
voru í réttindabaráttunni með ungu
stúlkunum. Samstaða þeirra veitir
manni von. Aukin menntun og
upplýstari þjóð hefur leitt til þess
að það skapast umræða og þessar
árásir hætta að líðast, hinn upplýsti
almenningur kallar eftir réttlæti,”
segir Bjarney sem hefur fulla trú á
ungu kynslóðinni í Indlandi. „Þeg-
ar fólk er farið að safnast saman og
mótmæla þá myndast þrýstingur á
stjórnmálamennina sem eru farnir
að vakna upp úr dvala til að hlusta
og gera eitthvað,“ segir hún.
Þær ræddu bæði við fulltrúa
UniFem og UNwomen í Indlandi,
allir sögðu að það þyrfti að grípa
til áhrifaríkra aðgerða en nánari
útfærsla var kannski á reiki. Lína
og Bjarney hafa hingað til fjár-
magnað alla vinnuna sjálfar með
dyggum stuðningi fjölskyldu sinnar
og gerðu allt á sem ódýrastan hátt,
sváfu á gólfum og ferðuðust á ódýr-
asta farrými í lestum. Nú eru þær
hins vegar í startholunum að fara
að sækja um styrki til gerðar mynd-
arinnar enda ljóst að mikill tími á
að fara í að vinna úr efninu sem er
komið. Þá stefna þær á að fara aftur
til Indlands og hitta konurnar á ný.
„Við viljum fylgja þeim aðeins eftir
og mynda þær einnig í annars kon-
ar umhverfi,“ segir Lína. „Okkur
langar gjarnan að það verði einhver
niðurstaða í þessum málum, að það
verði gert eitthvað róttækt,“ segir
hún. Heimildamyndin er gerð af
þessum íslensku konum en hún er
hugsuð fyrir alþjóðamarkað enda
á hún erindi við alþjóðasamfélagið,
að sögn Bjarneyjar: „Þetta er mynd
um sennilega sterkustu konur í
heimi sem lifa af hrikalega árás og
um það hvernig þær finna lífsneist-
ann á ný. Það er eitthvað sem ég
held að við öll viljum kynnast betur
og læra af.”
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
hvernig þær líta út,“ segir Lína og
bætir við: „Þess vegna eru þetta
svo merkilegar konur. Við erum að
gera myndina til að sýna hvernig
þær öðlast gott líf, sýna að það er
von eftir slíka árás og sýna hvað
þessar konur eru sterkar,“ segir
hún og ljóst er af raddblænum að
hún ber gríðarlega virðingu fyrir
konunum.
Þær töluðu einnig við tvær systur
sem ráðist var á. „Þær sváfu undir
berum himni uppi á þaki á litla
heimili sínu, þegar tveir strákar
komu og helltu sýru yfir þær,“ segir
Lína. Chanchal, 19 ára, varð fyrir
alvarlegum skaða á andliti og efri
hluta líkamans. Einnig fór sýra á
handlegg systur hennar, Sonam,
sem fæddist blind. Sonam hafði
alltaf þurft að stóla á systur sína út
af blindunni en þær styðja nú hvor
aðra. Þessar samrýmdu systur
snertu kvikmyndagerðarkonurnar
í hjartastað. „Þær kvarta yfir engu
og er alltaf glaðar og þakklátar,“
segir Bjarney. Enn önnur konan
sem þær kynntust hefur þurft að
fara í 32 lýtaaðgerðir en er alltaf
jafn brosmild. Hún er einnig góð
handavinnukona og hefur unnið
sér inn pening í gegnum það starf.
Bjarney og Lína á einum af fjölmörgum vinnufundum vegna heimildamyndarinnar á KEX hostel. Ljósmynd/Hari
Bjarney myndar nemendur við Chowringhee High School í Kalkútta að undirbúa
kröfugöngu um borgina.
Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar
“Kryddaðu” fataskápinn með fatnaði frá
Ný verslun l Næg Bílastæði l Engir stöðumælar
Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16
Flott "look" !
Ítalskar buxur
á 10.900 kr.
Str. 34/36 - 46/48
Eitt snið - einn litur - 5 týpur
- munstraðar
- skraut á vösum
- leðurlíki á skálmum
Háar í mittið - Stretch
VERTU VINUR
Á FACEBOOK
Skoðið laxdal.is/kjolar,yrhafnir • facebook.com/bernhard laxdal
SUMARYFIRHAFNIR OG
GLÆSIKJÓLAR Í ÚRVALI
30 viðtal Helgin 10.-12. maí 2013