Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 56
 Ásmundarsafn ný sýning opnar laugardaginn 11 maí Sagnabrunnur – Ásmundur og bókmenntir Ásmundur Sveinsson var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Hann var á meðal þeirra sem kynntu fyrir Ís- lendingum nýja formskrift í myndlist 20. aldar. s ýningin Sagnabrunnur-Ásmundur og bókmenntir opnar í Ásmundar-safni á morgun, laugardaginn 11 maí klukkan 16. „Ásmundur Sveinsson (1893–1982) fór mismunandi leiðir í listsköpun sinni og sótti m.a. innblástur í helgisögur, goð- sagnir, Íslendingasögur og þjóðsögur,“ segir í tilkynningu Listasafns Reykja- víkur. „Á þessari sýningu gefur að líta 20 höggmyndir í eigu Listasafns Reykjavík- ur sem vísa allar með einum eða öðrum hætti í bókmenntarfinn og eru til vitnis um þann mikla sögumann sem Ásmund- ur Sveinsson var. Meðal verka á sýning- unni er hið magnaða verk Helreiðin en Ásmundur sagði m.a. um það: „Þetta er draugurinn frá Hel, stríðsguðinn. Hann er auðvitað á hesti úr Hel. Þegar ég gerði fyrstu skissurnar að Helreiðinni hafði ég þjóðsöguna um Djáknann á Myrká í huga. En svo fannst mér ég þurfa að sleppa konunni og þá varð úr þessu Hel- reiðin, sótt í Eddu: “ Verkin á sýningunni eru unnin á ár- unum 1922-1968 og sýna flest tiltekna atburði. Hver mynd er ákveðið tímaskeið oftast það dramatískasta og áhrifamesta úr hverri sögu. Ásmundur velur dauð- stund Grettis úr Grettissögu í verkinu Dauði Grettis, í verkinu Davíð og Golíat sýnir Ásmundur þegar Davíð þeytir völunni í höfuð Golíats og í verkinu Móðir mín í kví kví sjáum við þegar barnið birt- ist móðurinni. Ásmundur Sveinsson var einn af frum- kvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Hann var á meðal þeirra sem kynntu fyrir Íslendingum nýja formskrift í mynd- list 20. aldar. Verkum hans var ekki alltaf jafn vel tekið, en með tímanum hafa þau fest sig í sessi sem ein af birtingarmynd- um íslenskrar sagnahefðar, samfélags og náttúru á 20. öld. Ásmundur hélt alla tíð tryggð við þá hugmynd að listin ætti erindi til fólksins og ætti heima á meðal þess. Hann var kallaður alþýðuskáldið í myndlist og án efa á þessi hugsjón rætur að rekja til lífsafstöðu hans, ekki síður en höggmyndahefðarinnar. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari ánafnaði Reykjavíkurborg verk sín ásamt heimili sínu eftir sinn dag. Ásmundar- safn í Sigtúni var opnað formlega vorið 1983 þannig að nú eru 30 ár síðan safnið opnaði. Þá eru 120 ár frá því Ásmundur Sveinsson fæddist þann 20. maí n.k. en af því tilefni verður frítt inn í safnið þann dag.“ Hel á allt. Allt er vígt dauð- anum, blóm, jörð og menn. Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 10/5 kl. 19:00 Mið 29/5 kl. 19:00 aukas Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 11/5 kl. 19:00 Fim 30/5 kl. 19:00 aukas Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Sun 12/5 kl. 13:00 Fös 31/5 kl. 19:00 Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Mið 15/5 kl. 19:00 aukas Lau 1/6 kl. 13:00 Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 16/5 kl. 19:00 Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 17/5 kl. 19:00 Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn. Lau 18/5 kl. 19:00 Fim 6/6 kl. 19:00 Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn. Mán 20/5 kl. 13:00 aukas Fös 7/6 kl. 19:00 Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 23/5 kl. 19:00 Lau 8/6 kl. 19:00 Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 25/5 kl. 19:00 aukas Sun 9/6 kl. 13:00 Sun 26/5 kl. 13:00 Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu! Gullregn (Stóra sviðið) Þri 11/6 kl. 20:00 aukas. Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. Mýs og menn (Stóra sviðið) Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 10/5 kl. 20:00 Fim 16/5 kl. 20:00 Fim 23/5 kl. 20:00 Lau 11/5 kl. 20:00 Fös 17/5 kl. 20:00 Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Snýr aftur í takmarkaðan tíma. Núna! (Litla sviðið) Sun 12/5 kl. 20:00 Þri 21/5 kl. 20:00 Þri 4/6 kl. 20:00 lokas Þri 14/5 kl. 20:00 Mið 22/5 kl. 20:00 Mán 20/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00 Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu. Circus Cirkör: Wear it like a crown (Stóra sviðið) Fim 4/7 kl. 20:00 Lau 6/7 kl. 20:00 Mán 8/7 kl. 20:00 Fös 5/7 kl. 20:00 Sun 7/7 kl. 20:00 Þri 9/7 kl. 20:00 Í samstarfi við Norræna húsið. Meginsýning Volcano sirkushátíðarinnar. Tengdó (Litla sviðið) Fös 10/5 kl. 20:00 Lau 18/5 kl. 20:00 Fös 31/5 kl. 20:00 Lau 11/5 kl. 20:00 Fim 23/5 kl. 20:00 Lau 1/6 kl. 20:00 Fim 16/5 kl. 20:00 Lau 25/5 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 lokas Fös 17/5 kl. 20:00 Sun 26/5 kl. 20:00 Grímusýning síðasta leikárs. Síðustu sýningar. Íslenski Dansflokkurinn: Walking Mad (Stóra sviðið) Sun 12/5 kl. 20:00 Mán 20/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00 Tvö verk á einu kvöldi: Walking Mad og Ótta - húmor, galsi og geðveiki. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tengdó – HHHHH – EB, Fbl Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fös 10/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 11.sýn Sun 2/6 kl. 19:30 Lau 11/5 kl. 19:30 Aukas. Lau 25/5 kl. 19:30 12.sýn Fös 7/6 kl. 19:30 Sun 12/5 kl. 19:30 Aukas. Sun 26/5 kl. 19:30 Aukas. Lau 8/6 kl. 19:30 Fim 16/5 kl. 19:30 8.sýn Fim 30/5 kl. 19:30 13.sýn Sun 9/6 kl. 19:30 Fös 17/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 31/5 kl. 19:30 Fös 14/6 kl. 19:30 Fim 23/5 kl. 19:30 10.sýn Lau 1/6 kl. 19:30 Lau 15/6 kl. 19:30 Ein vinsælasta íslenska skáldsaga síðari ára í nýrri leikgerð Kvennafræðarinn (Kassinn) Fös 10/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 Fös 31/5 kl. 19:30 Lau 11/5 kl. 19:30 Fös 24/5 kl. 19:30 Lau 1/6 kl. 19:30 Fim 16/5 kl. 19:30 Lau 25/5 kl. 19:30 Hver er ekki upptekin af kvenlíkamanum? Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 12/5 kl. 14:00 Sun 26/5 kl. 14:00 Sun 2/6 kl. 14:00 Lokas. Síðustu sýningar! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 11/5 kl. 13:30 Lau 25/5 kl. 13:30 Lau 11/5 kl. 15:00 Lau 25/5 kl. 15:00 Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka! Hvörf (Kúlan) Fös 10/5 kl. 19:00 Lau 11/5 kl. 19:00 Sun 12/5 kl. 19:00 Lab Loki í samstarfi við Þjóðleikhúsið Gilitrutt (Brúðuloftið) Lau 11/5 kl. 13:30 Lau 25/5 kl. 13:30 Skemmtileg brúðusýning fyrir börn 74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör Sigurbjörn Þorkelsson hefur gef- ið út sína sjöundu ljóðabók, Sjáðu með hjartanu. Ljóðin í bókinni urðu til frá árinu 2007 til 2013 og óhætt er að segja að skáldið sé afkastamikið þar sem bókin telur ein 155 ljóð. Sigurbjörn hefur gefið út tutt- ugu bækur, þar á meðal bæna- bækur, og hann segist sækja mik- ið í trúna, „þann dýrmæta sjóð“. „Trúin er baklandið án þess þó að ég sé endilega að tönnlast á henni og Guði í öllum ljóðunum. En ég sæki í þennan kjarna.“ Sigurbjörn segir ljóðin koma til sín hvar sem er og hvenær sem er. „Ég er því mikið með blýantinn og skrifblokkina á lofti þegar ég fæ hugdettur. Síðan set- ur ég þetta saman, geymi, breyti og tel mig bæta með tímanum þangað til ég tel mig tilbúinn til að láta ljóðið frá mér.“ Sigurbjörn viðurkennir að hann sé alltaf jafn feiminn þegar hann birti hugrenningar sínar en „ég verð voðalega glaður þegar ég finn að fólk nennir að pæla í þessum textum.“  sigurbjörn Þorkelsson sjÁðu með hjartanu Sækir í sjóð trúarinnar Sigurbjörn Þorkelsson gefur ljóðabók sína, Sjáðu með hjartanu, sjálfur en þetta er hans tuttugasta bók. 56 menning Helgin 10.-12. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.