Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 48
48 skák og bridge Helgin 10.-12. maí 2013  Skákakademían SterkaSta Skákmót Sögunnar Stendur yfir í noregi Bragi Þorfinnsson með stórmeistaraáfanga! S terkasta skákmót sögunnar hófst í Stavanger í Noregi á þriðjudaginn: Þar mætast jöfrar sem eru númer 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 16 og 107 á heimslistanum. Hinn mikli Kramnik (númer 2 á heimslistanum) hætti við á síðustu stundu, en annars eru þeir allir þarna: Carlsen, Aronian, Radja- bov, Karjakin, Anand, Topalov, Na- kamura, Svidler og Wang Hao – og svo Norðmaðurinn Hammer sem er í talsvert öðrum gæðaflokki, enda „aðeins“ númer 107. Þetta er fyrsta ofurmótið í sögu Noregs og allra augu munu beinast að Magnúsi Carlsen, sem borið hefur höfuð og herðar yfir aðra meistara undanfarin ár. Carlsen er aðeins 22 ára, en hefur sigrað á 15 ofur- mótum á ferlinum, auk þess að vera stigahæsti skákmaður allra tíma. Carlsen þó engan veginn ósigr- andi – hann tapaði tveimur skák- um á áskorendamótinu í London í vor – og andstæðingar hans mæta grimmir til leiks. Búlgarski refur- inn Topalov, sem bar krúnu heims- meistara í eitt ár, virðist genginn í endurnýjun lífdaga, þó flestir búist við að Aronian verði helsti keppinautur Carlsens á mótinu. Þá verður áhugavert að fylgjast með heimsmeistaranum Anand, sem verið hefur einkar syfjulegur síðustu misserin en þarf að brýna klærnar fyrir heimsmeistaraein- vígið gegn Carlsen í haust. Talsvert taugastríð er hafið vegna heimsmeistaraeinvígisins, eftir að FIDE ákvað að það skyldi fara fram í indversku borginni Chennai – á heimavelli Anands. Venjan er að efna til útboðs á slíkum stórviðburðum (rétt einsog 1972 þegar Reykjavík hafði betur í keppni við Belgrad) en Kirzam Iliuminizov forseti FIDE er al- ræmdur fyrir geðþóttaákvarðanir og einræðisstjórn. Carlsen hefur mótmælt ákvörðun FIDE harð- lega, en mun eigi að síður mæta til Indlands í nóvember og freista þess að leggja Anand að velli. Anand ætti að sama skapi að vera kappsmál að sýna styrk sinn á heimavelli Carlsens, og því má búast við sögulegu móti í Stav- angri. Þriðja umferð mótsins fer fram í dag, föstudag og er hægt að fylgjast með á heimasíðu mótsins, norwaychess.com auk þess sem fréttir eru sagðar á skák.is. S ushi Samba tvímenningi BR lauk á þriðjudaginn. Jón Baldursson og Þor-lákur Jónsson sigruðu með miklum yfirburðum. Röð efstu para: 1. Jón Baldursson – Þorlákur Jónsson 1257,6 2. Kjartan Ásmundsson – Stefán Jóhannsson 1128,8 3. Jón Hilmarsson – Jón Páll Sigurjónsson 1111,2 4. Bergur Reynisson – Stefán Stefánsson 1104,8 5. Guðjón Sigurjónsson – Vignir Hauks /Ómar 1062,4 Jón og Þorlákur unnu einnig hliðarmótið og fengu í verðlaun gjafabréf á veitinga- staðinn Sushi Samba. Nú líður að lokum vetrarstarfsins hjá BR. Næsta þriðjudag verður síðasta spila- kvöld vetrarins og þá verður spilaður ein- menningur. Klukkan 21 verður gert hlé á spilamennsku og aðalfundur félagsins haldinn. Allir spilarar eru velkomnir að taka þátt í einmenningnum. Þeir sem hafa spilað í BR í vetur fá frítt, annars kostar 1.000 krónur. Um helgina fer fram hið sívinsæla kjör- dæmamót á Akureyri. Núverandi meist- arar eru Suðurland en eflaust verður hart sótt að þeim í ár. Mótið fer fram í Brekku- skóla á Akureyri og hefst klukkan 10 báða dagana. Áhorfendur eru velkomnir. Fyrir þá spilara sem vilja spila í sumar má svo minna á að Sumarbridge byrjar fljótlega og skráning í Bikarkeppni BSÍ er hafin. Austur gjafari og NS á hættu. Þú tekur upp ágætis spil og opnar á 1 tígli í fyrstu hendi. Eftir stuttar sagnir eru and- stæðingarnir komnir í 6 hjörtu og þú átt út. Útspil takk. ♠KG75 ♥3 ♦K1087 ♣Á1092 Sagnir: Austur Suður Vestur Norður 1 tígull* pass pass dobl Pass 3 lauf pass 4 hjörtu Pass 5 tíglar* pass 6 hjörtu Allir pass. Spilið kom upp í BR síðastliðinn þriðjudag. Þrjú pör komust í slemmu og hún vannst á tveimur borðum. Sagnirnar að ofan eru frá borði bræðranna Hrólfs og Odds Hjaltasona. Hrólfur átti út og það tók hann ekki langan tíma að spila út spaða eftir þessar upplýsandi sagnir. Sagnhafi sá sína sæng uppreidda, drap strax á spaðaás og spilaði laufi. Hrólfur drap strax á ás og tók 2 spaðaslagi. Sú niðurstaða tryggði honum hreinan topp, 18-0 en þeir sem fengu að standa 6 hjörtu, fengu skorið 17-1. Allt spilið  Bridge um helgina fer fram kjördæmamótið á akureyri Jón og Þorlákur unnu Sushi Samba SkákþrAutiN Svartur leikur og vinnur. Johnston hafði svart og átti leik gegn Bibby í bresku deildakeppninni 2001. Hann gerði nú út um taflið með einum banvænum leik... Lausn: 1....Dxd4+!! 0-1. Taki hvítur drottninguna verður hann mát á e1. Bragi Þofinnsson með stórmeistaraáfanga Alþjóðameistarinn Bragi Þor- finnsson tryggði sér stórmeist- araáfanga með glæsilegri frammistöðu í bresku deilda- keppninni, en þar var hann einn af lykilmönnum skák- félagsins Jutes of Kent, sem hafnaði í 5. sæti efstu deildar. Bragi, sem er fæddur 1981, varð alþjóðlegur meistari árið 2003 og hefur um árabil verið meðal fremstu skákmanna okkar. Hann hefur oft verið hársbreidd frá því að ná stór- meistaraáfanga, en náði nú að brjóta ísinn. Því skal hér spáð að ekki líði á löngu áður en Bragi tryggi sér titil stórmeist- ara, en þrjá áfanga þarf til að öðlast þessa eftirsóttu nafnbót. Hilmir Freyr og Oliver Aron Íslandsmeistarar í skólaskák Það var hart barist á bráð- skemmtilegu landsmóti í skóla- skák, sem fram fór á Patreksfirði um síðustu helgi. Oliver Aron Jóhannesson, einn hinna harð- snúnu Rimaskólakrakka, sigraði nokkuð örugglega í eldri flokki, en næstir komu hinir efnilegu Akureyringar Jón Kristinn Þor- geirsson og Símon Þórhallsson. Í yngri flokki sigraði hinn eitil- harði Hilmir Freyr Heimisson, en næstu komu Kópavogsbúarnir Báður Örn Birkisson og Dawid Kolka. www.odalsostar.is Cheddar er framleiddur á Sauðarkróki og kinkar kumpánlega kolli til bróður síns sem nefndur er eftir samnefndum bæ í Somerset, Englandi. Vinsældir Cheddars-osts eru slíkar að í dag er hann mest seldi ostur í heimi. Óðals Cheddar er þéttur, kornóttur, eilítið þurr í munni en mildur, með votti af beikon- og kryddjurtabragði og ferskri, eilítið sýrðri, ávaxtasætu í lokin. Cheddar er skemmtilegur í matargerðina, sérstaklega í baksturinn og á ostabakkann með kjötmeti. ÍSLENSKUR CHEDDAR LAGLEGUR Bragi Þorfinnsson tryggði sér fyrsta stórmeistaraáfangann með glæsilegri frammistöðu í bresku deildakeppninni. ♠Á92 ♥ÁKG1065 ♦D53 ♣3 ♠1086 ♥9742 ♦Á ♣KDG76 ♠ D43 ♥ D8 ♦ G9642 ♣ 854 ♠ KG75 ♥ 3 ♦ K1087 ♣ Á1092 N S V A Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson sigruðu með miklum yfirburðum í Sushi Samba tvímenningi BR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.